Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 5
AVORP
5
AFMÆLIS-
KVEÐJA
FORSETA ÍSLANDS, GUÐIMATH. JÓHANIMESSONAR,
TIL SAMTAKANNA !78
Mikið er það vel til fundið hjá Samtökunum ’78 að fagna 40
ára afmæli sínu með útgáfu þessa veglega rits. Saga verður
aldrei sögð í eitt skipti fyrir öll, aldrei skráð þannig að öllum
líki og ekki verði um deilt. Aldrei verður til eínn sannleikur.
En við verðum að leitast við að þekkja okkar fortíð, segja frá
henni og öllum hennar blæbrigðum og álitamálum, horfa yfir
víðan völl en skima líka inn í hvern krók og kima. Þannig
getum við lært af því sem miður fór og einsett okkur að gera
betur í framtíðinni. Þannig heiðrum við einnig minningu
og atbeina þeirra sem börðust fyrir bættum heimi, gegn
hleypidómum og kreddu, órétti, ógn og illsku.
Saga hínsegin fólks á Islandi var lengstum saga þeírra sem
ekki máttu tjá ást sína og þrár, leyfa sér að vera þeir sjálfir.
Rétturinn til að þvinga og þröngva, sýna hatur og heíft, var
ríkari réttinum til að elska og elskast í friði.
Blessunarlega hefur okkur miðað í rétta átt. Á íslandi
ríkir ástfrelsi og fólki er frjálst að tjá sig og skilgreina sína
stöðu í samfélaginu að eigin vild. Þannig á það vera. Þannig
virkar öflugt og heiðarlegt samfélag. Vissulega náum við víst
aldrei að skapa paradís á jörð þar sem öllum líður eins vel
og best verður á kosið, þar sem allir ná að njóta sín á eigin
forsendum, í sátt við sig sjálfa og samborgara sína. En í þá
átt þurfum við samt að stefna, rétt eins og við verðum að
hafa sannleiksást að leiðarljósi þegar við rýnum í liðna tíð
þótt við vitum fullvel að lokatakmarkið næst aldrei.
Og alltaf steðja ógnir að. Stundum er það grátbroslegt
hverníg fólk getur fyllst ótta við þá sem eru hinsegin -
homma og lesbíur, trans fólk og aðra. En það getur líka
verið ógnvekjandi, hættulegt, hræðilegt. Ótti kveikir
stundum illsku. Gegn þeirri vá þurfa þeir að standa saman
sem vilja verja samfélag laga og réttar, umburðarlyndis og
samkenndar, frelsis og atorku. Fái reiði og heift að ríkja á
einu sviði er hætt við að illa fari víðar.
Áfram er því verk að vinna. Áfram þarf að berjast gegn
ótta og ugg, gegn fordómum og fáfræði. Samt er það nú
svo að róðurinn virðist sem betur fer sífellt léttari. Nú um
stundir, fjórum áratugum eftir stofnun samtakanna, er staða
hinsegin fólks í samfélaginu allt önnur og betri. Samtökin
hafa einnig þróast og breyst. Innan þeirra er rúm fyrir
alls kyns ágreining og áherslumun, enda væri það frekar
öfugsnúið ef fjölbreytni og umburðarlyndi skipaði ekki
öndvegi innan Samtakanna ’78. í hinni eilífu réttindavernd
ber einmitt að varast að þröngsýni skjóti rótum þar sem síst
skyldi, varast að sjálfsögð hagsmunagæsla leiði til þess að
fólk verðí ofurviðkvæmt eða hörundsárt.
Hinsegin fólk á auðvitað að ráða för sjálft í eigin
sagnaritun og sjálfsskoðun. En það er eins og við hin,
ófullkomið, misjafnt og breyskt. Þessar margslungnu línur
ættu að sjálfsögðu að sjást í fortíðarspeglinum.
Megi þetta rit ná þeim tilgangi að auka vitneskju okkar
um Samtökin ’78, merka sögu þeirra og aðdáunarverða
baráttu fyrir frelsi og jafnrétti, þekkingu og umburðarlyndi,
okkur öllum til heilla.