Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Side 47

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Side 47
ÞJOÐ VERÐUR AFTUR TIL 47 „Það er mjög greinilegt hverjir eru þjóðin ápessari sýningu. Það eru eiginlega bara hvítir karlar. Agnes Jónasdóttir gay fána á færibandinu," bætir Lana við. Regnbogafáninn á færibandinu er eini gripurinn á Þjóðminjasafninu sem vísar beint til sögu hinsegin fólks á Islandi og það er alls ekki langt síðan honum var komið fyrir til að minna á stofnun Samtakanna '78 á áttunda áratugnum, en það var gert í kjölfar umræðunnar um sýnileika á safninu. Lana bendir á þörfina fyrir sérstakt hinsegin safn á íslandi sem heldur utan um sögu hinsegin fólks: „Það er til safn eins og kvennasögusafnið sem er að tína saman sögu og skjöl úr fórum kvenna.“ „í því samhengi er líka ofboðslega áhugaverð þessi spurning um það hvað gerir hlut að hinsegin sýningargrip, hvað á heima á hinsegin sýningu. Við höfum svolítið rætt það,“ segir Ásta Kristín. „Eins og þessi blessaði smjörhnífur sem alltaf barst í tal,“ bætir Agnes hlæjandi við. „Einmitt. Þetta var svona dæmi um hversdagslegan hlut sem á sér einhverja hinsegin sögu. Bara einhver smjörhnífur sem var notaður á fundum Félagsins, sem var félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra.“ „Félagið með stóru F-i. Það var bara til í eitthvað um tvö ár,“ útskýrir Lana, en Félagið, félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra, starfaði frá árinu 1993 til 1995 þegar það sameinaðist Samtökunum '78. „Gripur getur náttúrulega alveg verið saga ef það fylgja honum einhverjar upplýsingar," segir Lana og Ásta Kristín samsinnir því. „Eg held að einu hlutirnir sem okkur dettur fyrst í hug séu regnbogafánar og glimmerskikkjur og eitthvað sem maður notar á Hinsegin dögum, en hversdagshlutirnir gleymast." Hucrs vegna erum við alltaf að tala um Jón Sigurðsson? í samtali okkar í litla fundarherberginu hefur Jón Sigurðsson komið upp með beinum eða óbeinum hætti alloft. Enda áhrif hans á íslenskt samfélag óumdeilanleg eins og kemur fram í orðum Lönu: „Þá komum við aftur að þessu með gripina. Það varðveitist bara sumt og ekki annað. Það varðveitist eitthvað sem ríka fólkið átti eða það varðveitist eitthvað sem kirkjan átti. Þú ert ekki með nema mjög takmarkaða alþýðusögu. Þú ert bara með einhverja útskorna biskupsstóla og skrifborðið hans Jóns Sigurðssonar og annað slíkt.“ „Jón er mjög miðlægur í þessu viðtali," skýtur hin guðlega rödd viðtalsins inn í og Agnes svarar að bragði; „Það er af því að hann er það á sýningunni." „Hann er það bara. Punktur. Einhvern veginn," segir Lana alvörugefin. „Island er náttúrulega í helgreipum gullaldarmýtunnar um bókmenntir, Jón Sigurðsson og sjálfstæða þjóð. Það er bara þessi upprunagoðsögn okkar sem allt síðustu tvær aldirnar einhvern veginn kórónast í því að við verðum sjálfstæð þjóð,“ heldur Lana áfram. „Þjóðernisrómantík," skýtur Agnes inn í og Lana jánkar: „Það einhvern veginn yfirskyggir allt annað að sagan er ekki sögð á nógu fjölbreytilegan hátt, því þá týnist allt annað sem hefur verið í kring.“ Ásta Kristín samsinnir þessu að einhverju leyti en bendir á að það sé ekki með öllu slæmt. „Mér finnst líka að við megum alveg tala um það upphátt að þannig er þessi sýning uppbyggð. I henni er lögð mikil áhersla á sjálfstæðisbaráttuna og Jón Sigurðsson, en þetta er bara ein nálgun á söguna af mörgum.“ „Það hefur náttúrulega svo margt breyst líka í safnafræði, í því hvernig öllu er miðlað og maður getur borið saman til dæmis við Sjóminjasafnið, þar sem er verið að reyna að finna önnur sjónarhorn, tala til dæmis um konur í sjávarútvegi," segir Lana. Ásta Kristín bendir þó á að sýningar á borð við þessa, með frekar afmarkað sjónarhorn, bjóði engu að síður upp á tækifæri til þess að draga það fram sem ekki er sagt. Um þetta geta allir verið sammála. Þögnin og eyðurnar í sögunni ættu alltaf að vekja upp spurningar. Dálítið eins og foreldrar ungra barna vita best, að þegar ekkert heyrist í barninu er það sennilega að gera eitthvað af sér og ástæða er til að líta eftir því.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.