Fréttablaðið - 21.11.2020, Side 4

Fréttablaðið - 21.11.2020, Side 4
BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 NÝ SENDING! LONGHORN ÚTGÁFA NÚ FÁANLEG Bjarni Benediktsson fjármála- og efna- hagsráðherra og formaður Sjálfstæðis- f lokksins segir að hann vilji leiða næstu ríkisstjórn eftir kosningarnar næsta haust. Þetta kom fram á streymis- fundi hans í vikunni þar sem fólki gafst tækifæri á að senda Bjarna spurningar. „Að sjálfsögðu hef ég metnað til þess eftir kosningar að mynda ríkisstjórn og leiða hana, það er engin spurning,“ sagði Bjarni. Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur hlaut Barna- og unglingabók- menntaverð- laun Vestnor- ræna ráðsins 2020 fyrir bók- ina Langelstur að eilífu. Þetta var tilkynnt í Norræna húsinu í Þórs- höfn í vikunni. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár þar sem dóm- nefndir í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi tilnefna hver sitt verk til verðlaunanna. Erik Hamren fótboltaþjálfari stýrði sínum síðasta landsleik sem landsliðs- þjálfari Íslands gegn Englandi á Wembley. Hann lætur af störfum um áramótin eftir rúm tvö ár í starfi sem þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Íslenska liðið lék með sorgar- bönd til að heiðra minningu Pers Hamrén, föður Eriks, sem lést á sunnudagskvöld. Þrjú í fréttum Metnaður, langelstur og starfslok 6,6 mánuðir var meðalbiðtími á biðlista á barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans í október. 41,6 prósent Íslendinga telja sig trúuð. 60 prósent fyrirtækja og stofnana sem skulu hafa öðlast jafnlauna- vottun fyrir áramót hafa lokið innleiðingu. 36 prósenta aukning er á notkun hljóðbóka frá því fyrir faraldur. 120 tonn af ýmsum óæski- legum úrgangi berast ár hvert í hreinsistöðvar í Reykjavík. TÖLUR VIKUNNAR 15.11.2020 TIL 21.11.2020 FISKELDI „Við viljum ekki gera fjörð- inn okkar að verksmiðju,“ segir Þóra Bergný Guðmundsdóttir, íbúi á Seyðisfirði. Hún hefur ásamt fleiri íbúum hrundið af stað undirskrifta- söfnun til að mótmæla laxeldi í Seyðisfirði. Skipulagsstofnun auglýsti í byrjun vikunnar frummatsskýrslu Fiskeldis Austfjarða um eldi í firð- inum, en gert er ráð fyrir að ala þar tíu þúsund tonn af laxi. 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Opið er fyrir umsagnir og athugasemdir um skýrsluna til 28. desember næstkomandi. Þóra segir meirihluta Seyðfirð- inga andsnúna eldi í firðinum og að vel hafi gengið að safna undirskrift- um í fyrradag þegar gengið var í hús í bænum. „Það eru alltaf einhverjir sem vilja skoða málin betur eða eru ekki sammála en meirihlutinn tók vel í þetta og var ánægður með að við hefðum farið af stað með undir- skriftasöfnunina,“ segir hún. Þá segir Þóra að ekkert samráð hafi verið haft við bæjarbúa um eldi í firðinum og að unnið sé eftir óljósu regluverki. „Við sjáum þetta bara í fréttum en auðvitað er þetta búið að malla einhvers staðar í bæjarstjórn. Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarbúa og við erum ekkert spurð,“ segir hún. Bæjarbúar eru þá sagðir furða sig á því að Fiskeldi Austfjarða telji lög um skipulag haf- og strand- svæða sem sett voru sumarið 2018 ekki eiga við um eldið í Seyðisfirði þar sem lögin séu ekki afturvirk og áform um eldið hafi verið hafin áður en lögin tóku gildi. Upphafleg drög matsáætlunar voru send til Skipu- lagsstofnunar í júní 2014 og endan- leg áætlun í febrúar 2017. „Þetta er bara eins og hver önnur þvæla, við vissum ekkert hvað þetta fyrirtæki var að bollaleggja hér á okkar eigin bæjarhlaði,“ segir Þóra. Undirskriftalistunum verður safnað saman um helgina og þeir svo sendir sem víðast að sögn Þóru. „Við munum senda þetta á sveitar- stjórnina, Alþingi og á Fiskeldi Aust- fjarða. Við lýsum einbeittri andúð á þessu, bæði hvernig þetta var gert og hvað er í húfi.“ Í frummatsskýrslunni kemur fram að áhrif eldisins á botndýra- líf verði neikvæð á meðan á rekstri standi en séu afturkræf. Þá verði áhrif kvíanna á fjörðinn óveruleg en einnig afturkræf. „Þetta er langur, lygn fjörður og þó að eitthvert fyrir- tæki segi að hann hreinsi sig og að áhrifin séu ekki langvinn þá er það ekkert tryggt,“ segir Þóra. „Við höfum verið að byggja upp ferðaþjónustu hér í um 40 ár og erum orðin eftirsóttur ferðamanna- staður. Við þurfum að halda áfram inn í nútímann en ekki fara aftur á bak í fiskeldi,“ bætir Þóra við. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir mál íbúa Seyðis- fjarðar ekki enn hafa komið til umfjöllunar í sveitarstjórn en að hann hafi heyrt af óánægju þeirra. „Ég hef heyrt af þessari undirskrifta- söfnun og á von á að þetta mál eigi eftir að fá sína umfjöllun í fagnefnd- um og þar munu menn auðvitað horfa til sjónarmiða íbúa.“ Aðspurður hvort samstaða ríki um málið í bænum segist hann ekki geta staðfest það. „Eflaust eru þarna skiptar skoðanir eins og er um öll mál en það er mjög eðlilegt að það séu skoðaðir allir fletir á svona málum,“ segir Björn. birnadrofn@frettabladid.is Andsnúnir fiskeldi í firðinum Íbúar á Seyðisfirði hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla áformuðu fiskeldi í firðinum. Mikil samstaða er sögð ríkja meðal íbúanna og sveitarstjóri segir að horft verði til sjónarmiða þeirra. Eldi er fyrirhugað í Selstaðavík, Sörlastaðavík, Skálanesbót og undir Háubökkum í Seyðisfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/SMK Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarbúa og við erum ekkert spurð. Þóra Bergný Guðmundsdóttir 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.