Fréttablaðið - 21.11.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 21.11.2020, Síða 6
Fjöldi umsókna hefur borist þar sem óskað hefur verið eftir skilnaðarráðgjöf og for- eldrum hefur verið veittur aðgangur að rafrænum námskeiðum. Rannveig Einars- dóttir, sviðsstjóri Vonandi gengur jafn vel með þessi verkefni sem öll varða menningarverðmæti og dýrmæti þessa þjóðarhelgi- dóms Íslendinga enda er hér saga okkar allra í ellefu hundruð ár. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti Oftast er tilkynnt um vanrækslu, ofbeldi og áhættuhegðun. SAMFÉLAG Alls hafa 423 mál verið tilkynnt til barnaverndar Mosfells­ bæjar það sem af er ári. Nefndin kynnti skýrslu sína fyrir Fjölskyldu­ nefnd bæjarins í vikunni. Langflest málin komu í október eða 79, þar af tilkynnti lögreglan um 35 þeirra. Oftast er tilkynnt um vanrækslu, of beldi og áhættuhegðun. Skýrslan nær til október og til­ kynnir lögreglan um langf lest málin eða 229. Foreldrar tilkynntu um 43 mál og grunnskólar um 32. Í skýrslunni kemur fram að til­ kynningar um heimilisof beldi séu 72 það sem af er ári. „Erfitt er að segja til um hvort um sé að ræða einangrað tilvik eða hvort þessi f jöldi tilkynninga muni halda áfram. Eins og áður er ekki vitað hvort um aukningu vegna COVID sé að ræða,“ segir í skýrslunni. Bent er á að þrátt fyrir aukinn fjölda í október varðandi heimilisof beldi nái það ekki þeim fjölda tilkynn­ inga sem bárust í janúar á þessu ári. Guðrún Marinósdóttir, stjórn­ andi barnaverndar, segir í sinni skýrslu að álagið sé gífurlegt á starfsmenn. Álagið sé mælt með svokallaðri málavog sem mæli vinnuálag en sé ekki mælikvarði á gæði vinnunnar. „Eftir þessar fjórar mælingar er ljóst að upp á hefur vantað í starfsmannafjölda í mála­ flokknum, samkvæmt málavoginni, til að álag á starfsmenn sé með þeim hætti sem málavog telur viðunandi. Alla fjóra mælingarmánuðina, sem spanna eitt ár, virðist sem á vanti á sviðið ef miðað er við niðurstöðu vogarinnar. Samræmist það tilfinn­ ingu starfsmanna þegar þeir eru spurðir. Í öllum fjórum mælingum segja f lestir starfsmenn að allt of mikið sé að gera, sem er stig 5 af 5 í tilfinningu starfsmanns fyrir álagi samkvæmt málavoginni,“ skrifar Guðrún. – bb Álag sagt allt of mikið á barnavernd Mosfellsbæjar TRÚFÉLÖG Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, segir að betur horfi nú með nauðsynlegar framkvæmdir við Skálholtskirkju heldur en áður en hann sendi kirkjuráði bréf um málið í sumar­ lok. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær gagnrýndi Skálholtsbiskup kirkjuráð harðlega vegna skorts á framkvæmdum sem séu afar aðkall­ andi í Skálholti. Kirkjuráð tók bréf Kristjáns fyrir í september og ítrekaði að ráðið stæði við fyrri samþykkt frá í apríl um að farið yrði í viðgerðir á þaki Skálholtskirkju, turni kirkjunnar og ytra byrði. Kristjáni fannst hins vegar lítið hafa orðið um fram­ kvæmdir í framhaldinu. „Það er nokkuð um liðið síðan ég sendi þann harða lestur á kirkju­ ráð. Það má alveg segja að það hafi ýmislegt komist á skrið í haust síðan erindið var fært til bókar og eitt og annað hefur þokast til betri vegar síðan þá,“ útskýrir Kristján. Til dæmis sé „þakpapparæma“ nú komin yfir versta sárið á þakinu. „Það er búið að stöðva þakleka og leka inn í kirkjuna til bráðabirgða en með nokkuð öruggum hætti. Það er mikill munur. Versti lekinn var þar sem tenórinn er í Skálholts­ kórnum og verður það mikill léttir að hefja aftur kóræfingar „á þurru“ þegar það verður hægt fyrir jólin,“ lýsir Skálholtsbiskup stöðunni. Margt sé þó ógert. „Einnig hefur verið unnið rösk­ lega að undirbúningi að endur­ nýjun þaksins í samvinnu við Minjastofnun og er ljóst að skipta þarf um þakklæðninguna í heild með nýjum steinf lísum frá Nor­ egi. Í sömu áætlun verða gluggar í turni endurnýjaðir, gert verður við sprungur og kirkjan máluð að utan og innan,“ segir Kristján. Þetta sé stór áfangi sem vonandi verði hafist handa við á næsta ári og lokið fyrir 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar 2023. Þetta sé allt byggt á fyrrnefndri ákvörðun kirkjuráðs. Sömuleiðis segir Kristján að unnið hafi verið að þakviðgerð á Skálholtsskóla og rakaviðgerð sé lokið á herbergjum sem voru illa farin. Þá sé búið að ljúka byggingar­ nefndarferli vegna endurhönnunar á Gestastofunni nýju. „Það er húsið þar sem áður bjó biskup og þar áður rektor lengi og þar sem Lýðháskólinn byrjaði starfsemi sína. Búið er að fá verk­ taka til að byrja á vinnu utanhúss og aðfyllingu,“ útskýrir biskup. Vonandi verði hægt að nota nýju Gestastofuna til að taka á móti ferðafólki í vor. „En húsið verður einnig notað sem þjónustuhús við kirkjulegar athafnir og aðstaða fyrir tónlistarfólk, sem og kaffihús og skrifstofur.“ Bókasafn Skálholts er á hrak­ hólum. „Baráttumálið snýst um það að koma þessu dýrmæta bókasafni í sal á jarðhæð Gestastofunnar með sýningaraðstöðu og aðstöðu til að sinna því safni. Það er núna í háska­ lega slæmu húsnæði uppi í turni kirkjunnar og fáum aðgengilegt,“ segir Kristján. Þá nefnir Skálholtsbiskup að kirkjuráð hafi kostað raf hleðslu­ stöðvar og einnig ljósleiðara með Bláskógabyggð. Verndarsjóður Skálholtsdómk irkju vinni að endurnýjun á kirkjuklukkunum. Margir hafi stutt endurgerð á list­ gluggum Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur. „Vonandi gengur jafn vel með þessi verkefni sem öll varða menn­ ingarverðmæti og dýrmæti þessa þjóðarhelgidóms Íslendinga enda er hér saga okkar allra í ellefu hund r­ uð ár.“ gar@frettabladid.is Tenórinn mest fyrir barðinu á þaklekanum í Skálholtskirkju Skriður virðist hafa komist á bráðabirgðaviðgerðir við Skálholtskirkju í haust eftir að vígslubiskupinn þar sendi kirkjuráði harðort bréf og kvartaði undan framkvæmdaleysi. Hann segir miklu muna að versti þaklekinn sé yfirstaðinn. Ljóst sé að skipta þurfi um þakklæðninguna alla með steinflísum frá Noregi. Bráðabirgðaviðgerðir á Skálholtskirkju í haust. MYND/KRISTJÁN BJÖRNSSON Í skýrslunni kemur fram að fjöldi til- kynninga um heimilisofbeldi eru 72 það sem af er ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kvennaathvarfið varar við ráðgjafarskyldu. Hún hjálpi ofbeldismönnum að halda taki á þolendum. REYKJAVÍK Reykjavíkurborg mun í næstu viku hefja tilraunaverk­ efni í f lokkun úrgangs með því að safna gleri og málmum sér. Næstu sex vikur verður gleri og málmum safnað í græntunnur í Árbæ og Norðlingaholti. Fram kemur til tilkynningu frá Reykjavíkurborg að hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu hafi í fyrra hent tæpum níu kílóum af gleri og tæpum fjórum kílóum af málmi í ruslið. Plasti og málmum verður skilað í móttökustöð Terra, fram kemur í svari fyrirtækisins að allt plast sé sent í endurvinnslu í Þýskalandi og málmum komið í endurvinnslu hér á landi. Glerinu verður skilað til Sorpu í Álfsnesi. Í svari Sorpu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að glerið verði notað sem undirlag við vegaframkvæmdir, þá sé mjög gott að f lokka það frá til að auðvelda endurvinnslu á öðru sorpi. – ab Reykjavík fer í tilraunaverkefni með flokkun Flokkunartilraun næstu vikna mun ná til Árbæjar og Norðlingaholts. FÉLAGSMÁL Sífellt f leiri taka þátt í verkefni félagsmálaráðuneytisins Samvinna eftir skilnað eftir að því var hrundið af stað í byrjun árs. Í verkefninu fá foreldrar barna upp að 18 ára ráðgjöf í skilnaðarferlinu. Hafnarfjörður reið á vaðið í janúar. Í apríl tók Fljótsdalshérað þátt, sem var svo yfirfært til Múlaþings þegar fjögur sveitarfélög sameinuðust. Í haust ákvað Mosfellsbær að taka þátt. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, segir litla en góða reynslu komna á verkefnið. „Fjöldi umsókna hefur borist þar sem óskað hefur verið eftir skiln­ aðarráðgjöf og foreldrum hefur verið veittur aðgangur að rafrænum námskeiðum,“ segir hún. Foreldrum stendur til boða þriggja þátta rafrænt námskeið, sérhæfð ráðgjöf og hópanámskeið. Rannveig segir fáa hafa óskað eftir frekari ráðgjöf eftir að hafa tekið rafrænu námskeiðin. Verkefnið hefur verið kynnt fyrir prestunum í Hafnarfirði, starfsfólki grunnskól­ anna og leikskólanna. Verkefnið er að danskri fyrir­ mynd og þar í landi er skilnaðar­ ráðgjöf skylda fyrir foreldra barna undir 18 ára. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartar­ dóttir sem hófu verkefnið hafa sagt það vera markmið sitt líka. Kvenna­ athvarfið hefur hins vegar varað við því að gera skilnaðarráðgjöf að skyldu því að hún geti verið tæki of beldismanna til að halda lengur taki á fyrrverandi maka. „Foreldrar sækja um að eigin frumkvæði og því er enginn þving­ aður í ráðgjöfina,“ segir Rannveig. Fjöldi umsókna hafi nú borist en vegna hertra samkomutakmark­ ana þurfi starfsfólk fjölskyldu­ og barnamálasviðs að vinna í fjar­ vinnu og því ekki þótt tímabært að auglýsa hópanámskeið. – khg Enginn skyldaður í skilnaðarráðgjöf DÓMSMÁL Landsréttur sýknaði í gær karlmann á þrítugsaldri af ákæru fyrir nauðgun. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í hér­ aði árið 2018 fyrir að nauðga konu á menntaskólaaldri, en þau höfðu hist á skemmtistað í Reykjavík og hann boðist til að keyra hana heim. Samkvæmt dómi héraðsdóms gat konan ekki komið vörnum við sökum ölvunar og var ákærði sak­ felldur fyrir að hafa nýtt sér ástand hennar og komið vilja sínum fram. Ákærði hélt því hins vegar fram að konan hefði verið vel áttuð og þau hefðu haft samræði með fullum vilja hennar. Að virtum framburði ákærða, konunnar og vitna var talið ósann­ að að hún hefði verið ófær um að sporna við gjörðum hans, en fyrir lá að engin mæling hefði verið gerð á magni áfengis í blóði og þvagi konunnar. – aá Landsréttur sýknaði mann í nauðgunarmáli 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.