Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 8

Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 8
KVIKMYNDIR Tökur standa yfir á víkingastórmyndinni The North­ man sem byggð er á handriti leik­ stjórans Roberts Eggers og Sjóns. Sögusvið myndarinnar er Ísland á 10. öld og er um að ræða blóðuga hefndarsögu. Það vekur hins vegar nokkra athygli að þrátt fyrir að stærstu hluti sögunnar gerist á Íslandi verður myndin tekin upp á Írlandi. Að sögn þeirra sem til þekkja er ástæðan fyrst og fremst sú að Íslendingar eru að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda. Leifur B. Dagf innsson, einn eigenda kvikmyndaframleiðslu­ fyrirtækisins Truenorth, segir að vissulega svíði það að Írland muni bregða sér í hlutverk Íslands í hinni væntanlegu stórmynd. Það sem svíði þó mest sé að mörg stór verk­ efni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvaldi hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnis­ hæfni landsins. Ekki fyrsta verkefnið „Þetta er ekki fyrsta slíka verkefnið sem við missum af. Nærtækt dæmi er til dæmis Eurovision­mynd Net­ flix en um fimm prósent þess verk­ efnis voru tekin upp hérlendis. Við hefðum auðveldlega getað tekið nánast alla myndina upp hér ef við værum samkeppnishæf með endur­ greiðsluna.“ Í dag er endurgreiðsla vegna kvikmyndaverkefna hérlendis 25 prósent en til samanburðar býður Írland upp á 32 til 37 prósenta endurgreiðslu, eftir því hvar á land­ inu myndin er tekin upp. Endur­ greiðslan er hærri ef tekið er upp í tilteknum sýslum Írlands sem þurfa meira á umsvifunum að halda. Að sögn Leifs er það þó ekki aðeins hærri endurgreiðsla sem þörf er á heldur þarf einnig að ráðast í fjárfestingar á almenni­ legu kvikmyndaveri. Þetta tvennt haldist þó í hendur. „Framleiðendur mynda vilja helst reyna að klára sem mest á sama stað, sérstaklega á tímum COVID­19. Við höfum þekkingu starfsfólks og ótrúlega fjölbreytta tökustaði í íslenskri náttúru. Að því gefnu að endurgreiðslan verði hækkuð þá vantar okkur aðeins fjölnota kvikmyndaver með stúd­ íóum í nokkrum stærðum. Aðstaða RVK Studios í Gufunesi er góð en þar er bara einn stór geimur í boði sem takmarkar aðeins möguleik­ ana,“ segir Leifur. Mikill áhugi fjárfesta á þátttöku Hann segir að mikill áhugi sé meðal fjárfesta á þátttöku í slíku verkefni og að hugmyndavinna hafi staðið yfir um nokkurt skeið. Forsend­ urnar fyrir slíku verkefni séu hins vegar ekki til staðar nema að endur­ greiðslan verði hækkuð. „Það er setið um tíma í kvikmyndaverum um allan heim og við einfaldlega vitum að aðstæður á Íslandi fyrir slíka starfsemi eru einstakar. Þrátt fyrir sömu endurgreiðslu og til dæmis á Írlandi þá yrði dýrara að taka upp hér. Aðrir kostir eru þó það miklir að þeir vega það upp,“ segir Leifur. Nefnir hann sem dæmi að á Írlandi hafi verið farin afar áhuga­ verð leið til þess að tryggja að annað risaverkefni yrði tekið upp þar í landi, sjónvarpsþættirnir The Foundation fyrir Apple TV+. „Þar var farin sú leið að fá framleið­ endurna í lið með sér til að byggja heilt kvikmyndaver nærri borginni Limerick á Vestur­Írlandi. Þættirnir verða því teknir upp þar og fram­ haldsseríur en síðan mun kvik­ Írland verður að Íslandi í stórmynd Tökur á nýrri stórmynd sem gerist á Íslandi standa nú yfir en á Írlandi. Ástæðan er sú að kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi er ekki samkeppnishæfur um þessar mundir. Ef stjórnvöld bæta úr því gætu milljarða fjárfestingar í greininni verið handan við hornið. Grænar grundir Írlands munu túlka íslenska náttúru í víkingastórmynd þar sem sögusviðið er að stærstum hluta Ísland. MYND/PIXABAY Með því að hækka endurgreiðslu til kvikmyndaverkefna eru þrjár flugur slegnar í einu höggi. Hundruð fá atvinnu, hótel, veitingastaðir og bílaleigur fá viðskipti og staðreyndin er sú að meiri- hluti ferðamanna kaupir sér ferðir út af innblæstri sem það fær í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Leifur Friðfinnsson, einn eigenda Truenorth Björk, Sjón og stjarna í skákþáttum Netflix Leikstjóri The Northman er bandaríski leikstjórinn Robert Eggers. Hann hefur slegið í gegn á undanförnum árum með kvik- myndunum The Witch og The Light house sem hafa skipað honum í hóp mest spennandi kvikmyndaleikstjóra samtímans. Eggers leikstýrir ekki aðeins The Northmen heldur skrifar hann einnig handrit myndarinnar ásamt rithöfundinum Sjón. Sjón var gestur Lestarinnar á Rás 1 á dögunum þar sem hann sagði frá tilkomu samstarfsins við Eggers. Þannig vildi til að leikstjórinn skellti sér í ferðalag til Íslands fyrir nokkrum árum ásamt konu sinni. Eggers á sameiginlega vini með Björk okkar Guðmunds- dóttur og þeir hvöttu hann til að heyra í þjóðargerseminni þegar hann væri á landinu. Eggers taldi hugmyndina fyrst fráleita en lét þó verða af því og skyndilega var hann mættur í kvöldverðarboð til Bjarkar. Þangað mætti einnig Sjón ásamt eiginkonu sinni og á með- an hópurinn snæddi íslenskan lax, matreiddan af Björk, mynduðust kynni sem leiddu af sér víkinga- stórmyndina The Northman. Magnaður hópur leikara fer með hlutverk í myndinni. Helstu hlutverk eru í höndum stórstjarn- anna Alexanders Skårsgaard, Nicole Kidman, Willems Dafoe og Ethans Hawke. Að auki hefur komið fram að Björk Guðmundsdóttir muni snúa aftur á hvíta tjaldið og fara með hlutverk nornar í myndinni. Þá mun dóttir Bjarkar, Ísidóra Bjarkardóttir Barney, fara með lítið hlutverk sem og stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson. Önnur athyglisverð leikkona sem fer með stórt hlutverk í myndinni er Anya Taylor-Joy sem sló nýlega í gegn sem Beth Harmon í Netflix-þáttaröðinni The Queen’s Gambit sem tryllt hefur heimsbyggðina undan- farnar vikur. Því fer þó fjarri að framleiðendur myndarinnar hafi bara haft heppnina með sér þegar að Taylor-Joy fékk hlutverkið því leikkonan er í miklum metum hjá leikstjóranum Eggers og lék meðal annars eitt af aðalhlut- verkunum í áðurnefndri mynd hans, The Witch, árið 2015. Anya Taylor-Joy er í miklum metum hjá Robert Eggers. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA myndaverið þjóna margvíslegum verkefnum í framtíðinni,“ segir Leifur. Hann segist eiga bágt með að skilja tregðu íslenskra stjórnvalda til þess að bregðast við og gera íslenskum kvikmyndaiðnaði kleift að verða samkeppnishæfur við iðnað annarra landa. Geta slegið þrjár flugur „Nokkur af þeim vandamálum sem stjórnvöld glíma við er atvinnu­ leysið og verkefnaleysi íslenskrar ferðaþjónustu en á sama tíma eru stjórnvöld að dæla peningum í markaðsstarf fyrir Ísland. Með því að hækka endurgreiðslu til kvik­ myndaverkefna eru þrjár f lugur slegnar í einu höggi. Hund ruð fá atvinnu, hótel, veitingastaðir og bílaleigur fá viðskipti og stað­ reyndin er sú að meirihluti ferða­ manna kaupir sér ferðir út af inn­ blæstri sem það fær í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Mér skilst til dæmis að markaðsleg áhrif Euro­ vison­myndar Netf lix fyrir Húsa­ vík hafi verið metin á fimm millj­ arða. Endurgreiðsla ríkisins var 135 milljónir króna,“ segir Leifur. Það sé síðan rúsínan í pylsuend­ anum að hækkun endurgreiðslunn­ ar kosti ekkert fyrr en verkefnin séu afstaðin. „Ríkið þarf augljóslega aðeins að endurgreiða upphæð­ irnar ef við náum að tryggja tökur á verkefnum hér heima. Þegar kemur að skuldadögum ríkisins þá er fjár­ magnið búið að renna í gegnum íslenskt hagkerfi og vökva það og næra.“ bjornth@frettabladid.is 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.