Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Allt að einu hefur nú kviknað ljós, vonum fyrr. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Það er óþarft að rekja þær raunir sem heims-byggðin hefur gengið í gegnum vegna faraldursins sem farið hefur yfir lönd og álfur undanfarna mánuði og svíður allt sem okkur er kært – afkomu, samskipti og mannlega nánd. Öllu hefur verið snúið út á rönguna og daglegt líf er vart svipur hjá sjón. Í upphafi vonuðu allir að ástandið yrði skammvinnt en það reyndist öðru nær. Um heiminn hafa á áttunda milljarð manna verið lagðar meiri hörmungar en nokkurn óraði fyrir. Þó ýmsir sjái sitthvað fyrir – og þá aðallega eftir á, gat eng- inn búist við því að píslin sem þessi veira er gæti valdið þeim hamförum sem raunin er. Mestu hamfarirnar eru þó af þeim viðbrögðum sem gripið var til. Rétt er að rifja upp að eftir því sem helst hermir er uppsprettan sérkennilegur matarsmekkur í fjarlægu landi. Og ekki í fyrsta sinn sem faraldur harðdrægra farsótta á sér svipaðan uppruna. Það er fullkomlega óþolandi að tilvist jarðarbúa sé sett í uppnám fyrir mataræði hlutfallslega fremur fámenns hóps. Þó eru af því fréttir að fátt hafi breyst í átthögum faraldursins. Þar séu sóttkveikjur á boðstól- um eins og áður. Vonandi reynast þær orðum auknar. Allt að einu hefur nú kviknað ljós, vonum fyrr. Nú bendir til að nýtt bóluefni standist ítrustu kröfur og verði framleitt í ótölulegu magni svo bólusetja megi alla heimsbyggðina. Margir varpa öndinni léttar. Sú atlaga að andlegri heilsu fólks, með skelfingu, sífelldum fréttum af talnaefni ýmiss konar og brýningu um hversu hættulegt sé að vera til um þessar mundir, hefur unnið á andlegu jafnvægi okkar. Tíminn mun leiða í ljós hvort innstæða var fyrir öllu því. Við þessar aðstæður veldur það kvíða og enn auknu óöryggi að ekki liggi fyrir hvernig staðið verður að bólusetningu. Hverjir verða í forgangi, hvernig bólu- setning mun fara fram, hversu langan tíma hún mun taka og hvort nægt bóluefni verði til. Þetta eru atriði sem knýjandi þörf er á að fáist svör við. Alþekkt er að bólusetning dugar ekki þeim sem tekið hafa sótt, af hvaða sort sem hún er. Viðbúið er því að sóttvarnir verði í gildi á meðan ásættanlegu hlutfalli bólusettra verður náð. Það er því áríðandi að fram komi upplýsingar um hvert mat sóttvarnayfirvalda er á því hversu lengi við þurfum að búa við takmarkanir þó bólusetning sé hafin. Hvernig sem allt hvolfist og fer eygir nú mannkyn langt og mjótt ljós sem vonir allra standa til að geti lýst okkur leiðina út úr hörmungum faraldursins. Dag einn verður sem tjöld séu dregin frá og daglegt líf verður samt á ný. Það verður dýrlegur dagur. Faraldurinn mun þó skilja eftir sig varanleg ummerki. Traust á ferðalögum, þátttöku í fjölmenni og almennt samneyti fólks hefur beðið hnekki, að minnsta kosti um hríð. Sennilega verðum við tortryggnari og varari um okkur. Handabandið og faðmlagið er líklega enn lengra undan. En langvinnust verða hin efnahags- legu áhrif. Við verðum lengi að bíta úr nálinni með þau. Mjótt ljós Síðasta vor mætti Michael Gove, breskur ráðherra, í venjubundið sjónvarpsviðtal. Vegna COVID-tak-markana var viðtalið tekið í gegnum fjarfunda- búnað og sat Gove heima í stofu. Nú, hálfu ári síðar, man enginn um hvað Gove var spurður. Allir muna hins vegar hvaða bók sást í bókaskápnum á bak við hann. Í þéttskipaðri hillu glitti í bókina „The War Path“ eftir umdeildan, sjálftitlaðan sagnfræðing, David Irving, sem þekktur er fyrir að afneita helförinni. Önnur umdeild bók komst í fréttirnar hér á Íslandi í vikunni. Myndasagan Tinni í Kongó er komin út í nýrri íslenskri þýðingu. Bókin sem þykir einkennast af rasisma hefur verið fjarlægð úr hillum bókaversl- ana og bókasafna víða um heim. Útgefandi nýju þýð- ingarinnar ávarpar lesendur í bréfi sem fylgir bókinni þar sem hann segir forlagið „ekki á nokkurn hátt taka undir þá kynþáttahyggju“ sem birtist í bókinni eða „fáfræði og fordómafull viðhorf höfundarins“. „Réttsýni er jafnháð tískusveiflum og fegurð,“ ritaði franski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Blaise Pascal á 17. öld. Ein er sú siðferðisdáð sem virðist alveg dottin úr tísku á 21. öldinni: Umburðar- lyndi. Fátt þykir hallærislegra í dag en sú skoðun að okkur beri að virða og jafnvel verja tjáningarfrelsi þeirra sem við erum hjartanlega ósammála. En úr bókum yfir í sjónvarp. Breska leikkonan Emily Watson sem margir þekkja úr þáttunum Chernobyl upplýsti um það í blaðaviðtali á dögunum að hún hefði alist upp í sértrúarsöfnuði. Hún sagðist hafa kynnst því hvernig það er að búa meðal fólks sem trúir því að það hafi „séð ljósið og allir aðrir lifi í myrkri. Ég tilheyrði samtökum sem telja sig ein- stök og upplýst.“ Hún sagði frá óttanum við að vera rekin úr hópnum. „Maður heldur að allir fyrir utan séu fáfróðir og hafi rangt fyrir sér. Þannig hafa svona samtök stjórn á fólki – í gegnum ótta ... Þegar fólk fer að trúa á eigin sérstöðu fara vondir hlutir að gerast.“ Siðgæðisverðir samtímans „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Ekki er langt síðan þessi hugmynd Voltaire um tjáningarfrelsið þótti augljós sannindi á Vesturlöndum. En siðferði er jafnháð duttlungum samtímans og hárgreiðslur og buxnasnið. Bók í hillu er ekki lengur merki um fróðleiksfýsn heldur innræti lesandans. Tinnabók er gefin út með bón um syndaaf lausn. Ásetningur, samhengi, tími og rúm virðast málinu óviðkomandi. Pólitísk réttsýni er eins og sértrúarsöfnuður. Tískulitir vetrartískunnar 20/21 eru svart og hvítt. Önnur blæbrigði rúmast ekki á tískupallinum þar sem siðgæðisverðir samtímans spranga um í hlífðar- fötum fóðruðum með trúarhita, hælaskóm úr sjálfs- upphafningu og með skinhelgi sem fjaðurskúf. Þeim sem ekki passa í nýjasta sniðið er úthýst. Trúarbragðastríð léku Evrópu grátt á 16., 17. og 18. öld en talið er að þau hafi kostað milljónir manna lífið. Lexía stríðanna var umburðarlyndi; mismun- andi hópar fólks með mismunandi gildi fundu leið til að lifa saman í sátt og samlyndi. Umburðarlyndi er ekki samþykki. Í orðinu umburðarlyndi felst dómur; ég er þér ósammála en ég umber skoðanir þínar. Þeim gengur vafalítið gott eitt til sem vilja upp- ræta vondar skoðanir í stað þess að umbera þær. Það hefur hins vegar alvarlegar af leiðingar að hafna umburðarlyndinu. Pólitískur rétttrúnaður, sama hversu vel meinandi, er uppskrift að sundrungu. Þar er fall hans falið. Því á sundrungu þrífast einmitt þau sjónarmið sem pólitískum rétttrúnaði samtímans er ætlað að sporna gegn. Popúlismi er arfi sem dafnar best í dimmum sprungum sundurlyndis. Spyrjið bara Donald Trump. Tinni og sértrúarsöfnuðurinn PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.