Fréttablaðið - 21.11.2020, Side 22

Fréttablaðið - 21.11.2020, Side 22
Ás d í s B j ö r g v i n s -dóttir er ein f jög-urra k venna sem sitja í basarnefnd Hringsins þetta árið og segir hún undir- búning hafa verið á fullu stóran hluta árs, en um tíma ríkti ákveðin óvissa um afdrif basarsins enda mætir fjöldi manns til að styrkja gott málefni og þegar samkomu- takmörk miðast við tíu manns eru góð ráð dýr. „Basarinn hefur verið haldinn á Grand Hóteli fyrsta sunnudaginn í nóvember ár hvert. Þar hefur aðsókn verið mikil og fólk staðið í röð úti til að komast inn. Nú er auðvitað ekki hægt að safna svo mörgum saman á einn stað svo við vorum búnar að velta því töluvert fyrir okkur hvað við gætum gert.“ Ef ekki má safna fjölda fólks saman á einn stað á einum degi eins og vaninn hefur verið er lausnin vænt- anlega að lengja opnunartímann. Það varð ofan á og mun basarinn standa í tvær vikur á neðri hæð Smáralindar. Margir koma ár eftir ár „Við erum afskaplega þakklátar Smáralindinni sem lánar okkur pláss í hálfan mánuð á neðri hæð Smáralindar rétt hjá jólatrénu og þar munu Hringskonur standa vaktina næstu tvær vikurnar, segir Ásdís en basarinn opnar í dag, laugardag og stendur til sunnudagsins 6. desember ef eitt- hvað verður eftir til að selja, eins og Ásdís orðar það. „Það hafa margir komið til okkar ár eftir ár og ég get ekki ímyndað mér annað en þeir mæti í Smára- lindina,“ segir hún og bætir við að væntanlega nái þær jafnframt til nýs markhóps á nýjum stað. Kökurnar gríðarlega vinsælar Aðventan er aðalfjáröf lunartími Hringskvenna en auk jólabasarsins eru þær vanar að standa fyrir jóla- kaffi og happdrætti í Hörpu fyrir jólin sem ekki verður hægt að halda nú í ár. „Við getum þó alla vega haldið basarinn með þessu sniði. Við hleypum auðvitað bara inn eftir reglum og erum með handspritt og svo framvegis. Kökurnar hafa alltaf verið gríðarlega vinsælar og selst í hundraða tali og um helgar munum við bjóða þær til sölu í Smáralind og fáum lánaða kæla til að geyma þær í. Það er fólk sem mætir ár hvert og kaupir kökur og hefur búið til þá hefð að halda fjölskylduveislu þennan sama dag,“ segir Ásdís og segir enga ástæðu til að rjúfa þá hefð í ár. Jólalöberarnir alltaf vinsælir Auk kakanna segir Ásdís hand- gerðu jólavörurnar einnig rjúka út ár hvert. „Jólalöberarnir eru alltaf vinsælir og einnig dúkarnir undir jólatrén og svo eru það Bucilla vörurnar,“ segir Ásdís. Þegar blaðamaður spyr út í hvað falli undir Bucilla vörur útskýrir Ásdís að um sé að ræða dúka undir jólatré, jólasokka og annað slíkt sem saumað sé saman úr filti með perlum og pallíettum. „Í ár verðum við líka með poka sem hægt er að setja jólagjafir í og koma þannig í stað jólapappírs. Pokarnir eru úr striga og skreyttir með útsaumuðum myndum og þá er hægt að nota ár eftir ár sem er auð- vitað umhverfisvænt. Við vorum með eitthvað af þessum pokum í fyrra og það fór allt saman svo við erum með meira núna.“ Tvenn meðmæli þarf Ásdís hefur starfað með kvenfélagi Hringsins frá upphafi árs 2015 og í basarnefndinni frá því í fyrra. Það var vinkona Ásdísar sem stakk upp á því að þær gengju til liðs við Hringinn. „Ég var alveg til í það en hélt það væri erfitt að komast inn.“ Með umsókn í Hringinn þurfa að fylgja meðmæli frá tveimur félags- konum. „Stuttu eftir að við ræddum þetta var ég að ganga frá í sal með einni sem sagði: „Við gerum þetta svona hjá Hringnum.““ Ásdís hugsaði þá með sér að þarna væri komin ein sem hún gæti beðið um meðmælin fyrir umsókn sína. „Hún tók vel í það og bað aðra sem hún þekkir að mæla með okkur tveimur og við komumst þá báðar inn í janúar 2015.“ Vikulegir fundir Hringskonur hittast hvern þriðju- dag frá klukkan eitt til fjögur og er það siður sem lengi hefur verið við lýði, en eftir óskir frá þeim sem stunda dagvinnu, var bætt við fundum á mánudögum frá klukkan fjögur til átta. „Nú er ég hætt að vinna en ég hef þó haldið mig við mánudagsfund- ina. Á fundunum erum við mikið að sauma út, löbera og púða og annað slíkt. Við prjónum líka eitt og annað, peysur og hin vinsælu heimfarar- sett fyrir ungbörn. Svo var nýverið ákveðið að prjóna líka stærri peysur á eldri börn frá eins árs og upp í sjö, átta ára.“ Vörurnar hafa verið seldar í hús- næði Hringsins í Nethyl en í ljósi aðstæðna opnuðu Hringskonur nýverið fyrir netsölu á heimasíðu félagsins hringurinn.is og segir Ásdís söluna þar aldeilis hafa tekið við sér. „Eins hafa Hringskonur fengið leyfi til að vera fyrir utan stórverslanir á Eiðistorgi, Mosfellsbæ, Fjarðarkaup og á Selfossi. Það eru nokkrar sem taka það að sér enda ekki hægt að vera í öllu,“ segir Ásdís. Frá árinu 2003 hafa Hringskonur séð um veitingasölu í anddyri Barna- spítalans og þar má finna sýningar- og söluskáp með handverki þeirra og fást vörurnar jafnframt þar í veit- ingasölunni. „Ég vann þar í þrjú ár en eftir að ég tók við basarnefndinni hætti ég þar. Veitingasölunni stýrir Helga Mogensen með kokk sér við hlið. Einnig standa Hringskonur vaktir í veitingasölunni.“ Fá mikið efni gefins Eins og fyrr segir hefur verið í nægu að snúast hjá Ásdísi eftir að hún tók sæti í basarnefndinni. „Starfið í basarnefndinni felst í því að kaupa inn efni og setja í pakka og fá konur til að sauma úr því. Við nýtum líka það sem fólk gefur okkur, en fólk er duglegt að gefa okkur efni og garn og við fáum mikið slíkt úr dánarbúum og það þarf að sortera út úr þessu. Svo er allur gangur á því hvort konur skili sínu fullbúnu eða ekki. Þá tökum við að okkur að loka púðum og falda löberana og svo framvegis,“ segir Ásdís að lokum og er að því búnu rokin í Smáralind ásamt nefndinni að stilla upp fallegu vörunum á bás þeirra sem stendur uppi næsta hálfa mánuðinn. Fastur liður jólaundirbúningsins Jólabasar Hringskvenna er fastur liður í jólaundirbúningi margra og ein helsta fjáröflunarleið Hringsins. Í ár verður basarinn, sem opnar í dag í Smáralind, með breyttu sniði vegna aðstæðna en hvergi verður þó slegið af. MajBritt Pálsdóttir, Kristín Þóra Sverrisdóttir, Anna Björk Eðvarðsdóttir, Ásdís Björgvinsdóttir og Kristjana Möller voru í óðaönn við undirbúning jólabasarsins í Smáralind þegar ljósmyndari leit við. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Allt fé sem Hringskonur safna rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Hér má sjá úrval þess jólaskrauts sem Hringskon- ur hafa útbúið og er til sölu á basarnum í Smáralind. Fallegt handverk Hringskvenna. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ÞAÐ ER FÓLK SEM MÆTIR ÁR HVERT OG KAUPIR KÖKUR OG HEFUR BÚIÐ TIL ÞÁ HEFÐ AÐ HALDA FJÖL- SKYLDUVEISLU ÞENNAN SAMA DAG. 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.