Fréttablaðið - 21.11.2020, Side 23

Fréttablaðið - 21.11.2020, Side 23
Lægra verð – léttari innkaup JÓLABÆKURNAR ERU LENTAR Í NETTÓ 3.399 kr. 4.689 kr. 4.759 kr.4.759 kr. Tónlistarblaðamaðurinn Árni Matthíasson rekur tónlistar- sögu Bubba frá því hann kom fyrst fram með kassagítarinn og fram á þetta ár. Lilja Sigurðardóttir hefur skrifað skáldsögur, leikrit og sjónvarpsþáttahandrit. Glæpasögur hennar hafa notið mikilla vinsælda og verið verð- launaðar heima og erlendis; Gildran var tilnefnd til breska Gullrýtingsins og fyrir Búrið og Svik hlaut hún Blóðdropann og tilnefningu til norræna Glerlykilsins tvö ár í röð. Barnaræninginn er fyndin og æsispennandi, rétt eins og Draumaþjófurinn, fyrri bókin um rotturnar í Hafnarlandi sem naut mikilla vinsælda og var tilnefnd til Barnabókaverð- launa Reykjavíkur. Myndir gerir Linda Ólafsdóttir sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndlýsingar sínar, hér heima og erlendis. Þóra Karítas Árnadóttir hefur starfað við skrif, leikhús og sjónvarpsþáttagerð. Árið 2015 sendi hún frá sér sannsöguna Mörk – saga mömmu, sem hlaut góðar viðtökur lesenda. Blóðberg er fyrsta skáldsaga hennar. 3.399 kr. 4.759 kr. 4.689 kr. 3.399 kr. 4.759 kr. Arnaldur Indriðason hefur um langt árabil verið vinsælasti höfundur landsins og nýtur hylli langt út fyrir landstein- ana. Bækur hans eru nú orðnar tuttugu og fjórar talsins. Þær hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál, selst í tugmilljónum eintaka og hafa fært höfundinum ótal verðlaun og viðurkenningar. Gerður Kristný er einn af okkar færustu höfundum og skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Hún hlaut Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og Bók- salaverðlaunin fyrir Garðinn og eftir bókaflokki hennar um forsetann á Bessatöðum samdi Gerður vinsælan söngleik. 4.759 kr. Ófeigur Sigurðsson er þekktur fyrir frumlegar og skemmtilegar skáldsögur og ljóðabækur. Skáldsaga um Jón var fyrsta bók hans sem vakti verulega athygli og hreppti síðan Bókmennta- verðlaun Evrópusambandsins en þekktust er metsölubókin Öræfi sem hlaut einróma lof gagnrýnenda og Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Kristín Marja Baldursdóttir er þekkt fyrir magnaðar og grípandi skáldsögur sínar þar sem margt býr undir yfirborðinu. Með hárbeittum húmor og djúpu innsæi skapar hún ógleymanlegar persónur og áhrifaríkar örlaga sögur sem heilla lesendur heima og erlendis. Ævar Þór Benediktsson er margverðlaunaður höfundur. Hann hefur hlotið Bókaverð- laun barnanna og Bóksala- verðlaunin, verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og valinn einn af bestu yngri barnabókahöf- undum Evrópu og í hóp fram- úrskarandi ungra Íslendinga. Undir Yggdrasil er grípandi skáldsaga úr sama sagnabrunni og Vilborg Davíðsdóttir sótti áhrifamikinn þríleik sinn um Auði, en fyrsta bindi hans var tilnefnt til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Sögulegar skáldsögur Vilborgar hafa notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi enda varpa þær nýju og óvæntu ljósi á örlög og aðstæð- ur íslenskra kvenna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.