Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 28
Það heyrir til undantekn-ingar í dag ef ný, íslensk popptónlist kemur út og verður vinsæl og fingra-far Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar er hvergi að finna á henni. Magnús er píanó- leikari og tónskáld og hefur haft í nógu að snúast síðustu ár í vinnu sinni með tónlistarmönnum á borð við Auð, GDRN, Moses Hightower, Flona, JóaPé og Króla, Aron Can og svo mætti lengi telja. Hann gaf á dögunum út sína aðra sólóplötu, Without Listening, verk sem hann er hve stoltastur af, það er jú hans eigið og þar fær listfengi hans að njóta sín einna best hingað til. Hér býr listamaður Fréttablaðið fékk að kíkja í kaffi til Magnúsar á heimili hans í Árbæn- um, litla og huggulega íbúð, sem virkar kannski aðeins minni en hún er því stærðarinnar flygill fyllir upp í stærstan hluta stofunnar. En það er augljóst að hér býr listamaður; það pláss stofunnar sem flygillinn þekur ekki hefur Magnús nýtt undir fjöldann allan af listaverkum, mál- verkum, ljósmyndum og bókum. Hann virðist átta sig á því hvað höfðar til blaðamannsins og réttir honum strax Ilíonskviðu frá 1855 og tilkynnir honum að þessa hafi langalangalangafi hans átt, enginn annar en þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Eftir grúsk í gömlum bókum, sögum af ætt Magnúsar og vanga- veltum um mögulega bókagjöf frá Nóbelsskáldinu til annars forföður hans og bókaútgefanda (með kveðju frá dularfullum „HK“) berst talið að Magnúsi sjálfum. Hann gaf út plötu sína, Without Listening, fyrir um viku síðan. Platan er önnur sóló- plata hans en sú fyrri, Pronto, kom út árið 2016. Fyrsta sólóplatan 19 ára „Pronto f laug nú ekkert sérlega hátt...“ segir Magnús. „Það er mikill fyrstu plötu bragur á henni. Og eðlilega, ég var bara 19 ára þegar ég samdi hana. Ég vann mér sem sagt inn einhverja stúdíótíma eftir að hafa lent í þriðja sæti á Músík- tilraunum þetta ár og þá einhvern veginn þurfti ég bara að gera plötu.“ Nú fjórum árum síðar er Magnús orðinn þroskaðri tónlistarmaður. Nýja platan er því öðruvísi en sú fyrri, vandaðri og úthugsaðri. „Á þeirri fyrri er mikið af svona ambi- ent músík og þar var ég mest einn að spila. Í þetta skiptið vann ég plötuna náið með trommara sem heitir Magnús Tryggvason Eliassen og saxófónleikara sem heitir Tumi Árnason. Þannig að þetta er svona einhvers konar elektróník og svo- lítið djassskotin tónlist.“ Akústísk og elektrónísk áhrif Vinnan við plötuna hófst fyrir þremur árum síðan. Þá fékk Magnús þá félaga til að spila með sér drög að lögum sem hann hafði verið að semja, á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þetta gekk svo vel að þeir ákváðu í kjölfarið að taka lögin lengra og útsettu helling af þeim í sameiningu. „Þessi plata er svona blanda af músík sem ég var að vinna og útsetja með Magnúsi og Tuma og svo öðru sem ég hef verið að bardúsa og upp- götva sjálfur í nýju forriti sem ég var að læra að vinna á. Þetta verður þannig skemmtilegt bland af alveg akústískum hljóðfærum eins og trommusettinu, f lygli og saxófón og svo einhverjum mjög elektrón- ískum áhrifum; tölvuteiknuðum og f laumrænum hljóðgervlum,“ útskýrir Magnús. Elti drauminn í stað boltans Magnús hefur spilað á píanó síðan hann var sex ára gamall, með stuttu hléi þó á unglingsárunum, þegar hann taldi sjálfum sér trú um að hans lífsleið lægi frekar um fót- boltavöllinn. „Ég varð bara unglinga- veikur og fór að æfa sem markmaður með Fylki. Við skulum hafa það á hreinu að hæfileikar mínir liggja frekar á sviði tónlistar en knatt- spyrnu og ég var fljótur að átta mig á því að ég ætti frekar að elta tónlistar- ferilinn en boltann.“ Þegar hann sneri aftur að píanó- inu á fyrsta ári sínu í menntaskóla vildi hann þó læra eitthvað nýtt og spennandi og kynntist þá djasspí- anóleik. „Þar fór ég að læra inn á spuna og að spila meira eftir eyranu. Það er minn styrkleiki,“ segir hann. Síðan hefur hann verið hugfang- inn af svokölluðum hljóðgervlum, rafrænum hljóðfærum sem gefa frá sér afar mismunandi hljóð, oftast í elektróníska kantinum og eru mikið notuð í nútímatónlist. Hann á mikið safn slíkra tækja og hefur oftar en einu sinni þurft að vaða eld og brennistein til að koma höndum sínum á gamlar gersemar sem hann finnur ódýrar á eBay. Þær eru nokkrar skrautlegar sögurnar sem hann segir blaðamanni af svaðil- förum sínum til útlanda að sækja þessi tæki og ýmsum vandamálum sem upp hafa komið við að ferja þau heim, sem heimta því miður meira pláss en síður þessa blaðs leyfa. Dularfullur bútasaumur En Magnús er tilraunamaður ekki síður en tónlistarmaður og það krist- allast einna best í hljóðgervla-safni hans. Það er fátt skemmtilegra en að kynnast nýjum hljóðum og tækni til að framkalla þau. Og á nýju plötunni er hann að prófa sig áfram og púslar saman ólíkum hljóðum og tónlistar- stefnum sem mynda loks eina heild: „Þetta er í raun algjör bútasaumur. Markmiðið var að líma saman heild úr þessum lifandi hljóðfærum og tölvugerðri tónlist og skapa ein- hvern rauðan þráð sem hægt er að finna í gegnum verkið.“ Aðspurður segir hann verkið þó ekki eiginlegt „concept-verk“. „Það má eiginlega segja að tónlist sem er ekki með sungnum texta sé alltaf sveipuð örlítið meiri dulúð heldur en önnur músík, því það er ekki verið að stafa neitt ofan í mann. En jú, það er vissulega alltaf hægt að finna einhverja sögu í öllu,“ segir Magnús og bendir á að laga- titlar spili til dæmis stóra og mikil- væga rullu í tónlist án söngs. „Maður getur í raun farið tvær leiðir í vali á lagatitli. Annaðhvort sett músíkina í eitthvað sérstakt samhengi með titlinum eða vísvit- andi gert það alls ekki. Á plötunni er til dæmis lag sem heitir Sálmur fyrir Sollu systur og ég samdi fyrir systur mína, en síðan er annað sem heitir Einkavæðing Búnaðarbankans, ein- faldlega vegna þess að mér fannst það einhvern veginn passa. Fólk verður svo bara að fylla í eyðurnar.“ Lærði að leggja egóið til hliðar Magnús hefur undanfarin ár unnið og spilað með stærstum hluta íslenskra popptónlistarmanna. Auk þess að koma að gerð nokkurra stærstu platna síðustu ára, á borð við Afsakanir með Auði og GDRN, plötu tónlistarkonunnar GDRN hefur Magnús einnig tekið þátt í gerð platna og laga fjölda annarra tónlistarmanna. Magnús er þá ekki síst eftirsóttur útsetjari, þegar þarf að gera nútímapopptónlist, sem er oftar en ekki gerð að stærstum hluta í tölvu, góð skil í lifandi f lutningi. Hann er svo að segja maðurinn á bak við tjöldin í íslensku popptón- listarsenunni. Hann segist hafa lært mikið af samstarfinu en hér, á sinni eigin plötu, nýtur hann sín best. „Fyrir mér snýst þetta um að finna ball- ansinn á milli þess að vera einhvers konar smiður, þegar maður er að hjálpa öðrum og svo að vera sinn eigin listamaður,“ segir Magnús og talar um mikilvægi þess að leggja egóið til hliðar í samvinnu með öðrum. „Þegar maður er að vinna tónlist með öðrum eða hjálpa þeim að gera sína tónlist verður maður að muna að maður hefur ekki alltaf rétt fyrir sér,“ segir hann. Trú góðs tónsmiðs á eigin leiðum í tónlistinni er jú, óhjá- kvæmilega, alltaf mikil. „Manni finnst oft að manns eigin hugmynd sé sú besta, en þá þarf maður að muna að það gengur ekki að semja tónlist með öðrum og vera sífellt með það hugarfar. Maður sparar það fyrir sína eigin tónlist, eins og þessa sólóplötu mína.“ Hér má því ætla að listamaður- inn Magnús Jóhann stígi fram fyrir tjöldin í sinni tærustu mynd til þessa og þá kannski með egóið í botni? Um það verða hlustendur plötunnar að dæma sjálfir. ÞAÐ MÁ EIGINLEGA SEGJA AÐ TÓNLIST SEM ER EKKI MEÐ SUNGNUM TEXTA SÉ ALLTAF SVEIPUÐ ÖRLÍTIÐ MEIRI DULÚÐ HELDUR EN ÖNNUR MÚSÍK, ÞVÍ ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ STAFA NEITT OFAN Í MANN. EN JÚ, ÞAÐ ER VISSULEGA ALLTAF HÆGT AÐ FINNA EINHVERJA SÖGU Í ÖLLU. Ekki á bak við tjöldin í þetta skiptið Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari og tónskáld, hefur tekið þátt í að semja margt af því vinsælasta í íslensku popp- tónlistarsenunni síðustu ár. Hann hefur nú gefið út sína aðra sólóplötu þar sem hann telur sitt listfengi fá að njóta sín einna best. Magnús hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Auð, GDRN, Moses Hightower, Aron Can og fleirum. Hann segist hafa lært mikið af samstarfinu en nýtur sín þó best nú, á sinni eigin plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óttar Kolbeinsson Proppé ottar@frettabladid.is 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.