Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 32

Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 32
Sérsaumuð vöggu- og barnasett fást úr gæðaefnum. Hildur Þórðardóttir hjá Rúmföt.is. Rúmföt í gylltu og silfurtónum. Unaðsmjúk silkikoddaver í fallegum litum seljast eins og heitar lummur og virðast ætla að verða jólagjöfin í ár því starfsfólk Rúmföt.is hefur ekki undan að fylla á hillurnar nú í aðdraganda jóla. Margrét saumakona hjá Rúmföt.is. Konunglegur hágæða rúmfatnaður. Til eru munstur rúmfataefna sem hæfa flestum áhuga- málum barna í Rúmföt.is og allt sérsaumað af Möggu. Þéttofið, há- gæða, ítalskt silkidamask tryggir ein- stakan nætur- svefn og gælir þægilega við hörundið. Úrval heillandi sængurverasetta frá sumum af bestu vefurum heims fæst hjá Rúmföt.is. Doppótt hvítt og grátt damask. Framhald af forsíðu ➛ Fólk sem kaupir hjá okkur rúmfatnað er svo ánægt að það kemur aftur og aftur og dregur með sér vini og vandamenn,“ segir Hildur Þórðardóttir hjá Rúmföt.is. Hún segir svekkjandi að kaupa sér dýr rúmföt sem endast ekki einu sinni einn þvott. „Þess vegna veljum við eingöngu vönduð rúmföt sem halda bæði áferð og mynstri lengi. Um daginn kom kona sem hafði keypt hjá okkur 500 þráða satín og var stór- hrifin. Hún sagði að sængurfötin kæmu alltaf jafn yndisleg úr þvotti, að hún hengdi þau bara upp og þyrfti ekkert að strauja.“ Guðdómleg mynstur Flaggskipið hjá Rúmföt.is eru sængurföt úr silkidamaski sem Margrét Guðlaugsdóttir saumar á staðnum, en hún saumaði áður fyrir Verið, Fatabúðina og fleiri verslanir. „Silkidamask-efnið okkar er 600 þráða úr 100 prósent egypskri bómull sem er það besta á mark- aðnum. Því fleiri þræðir, því fínna er efnið, að því gefnu að bómullin sé hágæða,“ upplýsir Hildur og tyllir sér hjá Möggu saumakonu. „Magga saumar þetta upp á gamla mátann með bendlaböndum og breiðum saumi í koddaverun- um. Mynstrin eru alveg guðdómleg og hún hefur í raun ekki undan að sauma því verin renna út eins og heitar lummur.“ Rautt á rúmið fyrir jólin Í rúmfatnaðinn hjá Rúmföt.is eru eingöngu notuð 100 prósent nátt- úruleg efni. „Bæði damaskið hjá okkur og satínið eru úr 100 prósent bómull. Munurinn á damaski og satíni er sá að í damaski er munstrið ofið í efnið. Damask er því einlitt og munstrið breytir um blæ eftir því hvernig birtan fellur á það, ýmist dökkt á ljósara eða ljóst á dekkra. Satín er slétt og getur verið einlitt eða áprentað,“ útskýrir Hildur. Til dæmis er til 600 þráða einlitt satín í öllum regnbogans litum hjá Rúmföt.is, meira að segja ljósgyllt og grásilfrað. „Ef svefnherbergið er litlaust má peppa það upp með skemmti- legum lit á rúmfötum eða láta rúmfötin tóna við veggina, séu þeir eru í fallegum lit. Það verður leiði- gjarnt að hafa allt grátt, þótt það sé tískuliturinn á Íslandi núna, og þá er svo gaman að setja himinblá, fjólublá eða sægræn rúmföt á til að breyta til. Svo er auðvitað gaman að setja gult á rúmið fyrir páskana og í svartasta skammdeginu þegar okkur vantar gleði og birtu, eða rautt á jólunum og Valentínusar- dag og þegar okkur vantar kraft á morgnana til að koma miklu í verk.“ Vaknað vel við glaðlega liti Hildur segir konur stundum hafa áhyggjur af því hvort eiginmenn þeirra geti sofið undir bleikum rúmfötum. „Allir karlmenn sem ég hef spurt setja það ekkert fyrir sig. Þeir segjast frekar hugsa um gæðin, því þeir loki augunum hvort sem er og fari bara að sofa. En ég segi líka, bleikt er litur ástar og kærleiks, og ef ást og kærleikur eiga ekki heima í svefnherberginu, hvar eiga þau þá heima? Þannig að ef konur vilja meiri ástleitni frá makanum þá er um að gera að kaupa bleik sængur- föt,“ segir Hildur sposk. „Litir hafa miklu meiri áhrif á okkur en við gerum okkur grein fyrir og það er miklu betra að vakna upp með fallega liti sem gefa von og gleði og setja tóninn fyrir daginn.“ Þvottekta og straufrítt Börnum verður líka að líða vel á nóttunni og í Rúmföt.is fást allar stærðir og margs konar mynstur sem henta öllum áhugamálum, hvort sem það eru kanínur, vél- menni eða bílar. „Svo má ekki gleyma silkikodda- verunum sem verða greinilega jólagjöfin í ár, því ég hef varla við að fylla á. Þau eru í sex litum, má þvo á 30 gráðum, hengja svo upp og um kvöldið eru þau tilbúin á koddann,“ upplýsir Hildur innan um heillandi silkikoddaverin. „Konur spyrja oft hvort strauja þurfi sængurfötin en því fleiri þræðir sem eru í efninu því þéttara er það og krumpast minna. Það er því nóg að setja verin í fimm mínútur í þurrkara, ef fólk á slíkt, og slétta svo úr þeim þar sem þau eru hengd upp.“ Svo má náttúrulega alltaf senda sængurfötin í Þvottahús A. Smith sem hefur langa reynslu af sængur- verunum frá Rúmföt.is og fer vel með þau. „Foreldrar, sem báðir vinna úti, eiga einmitt að nýta sér slíka þjónustu, því tímasparnaður marg- borgar sig. Bara að sleppa við að þvo þetta stóra sparar heilmikið stress og eykur tímann sem hægt er að verja í gæðastundir með börnunum. Þá koma sængurfötin til baka straujuð, brotin saman og fín.“ Magga heimilisleg í búðinni Nú stendur yfir stækkun verslunar Rúmfata.is við Nýbýlaveg. „Það er eitthvað svo heimilislegt við að hafa Margréti saumakonu í búðinni. Fólk veit þá nákvæmlega hver saumaði rúmfötin og getur treyst því að það hafi ekki verið fátækt barn í Bangladess með einn dollara í laun á mánuði,“ segir Hild- ur, en með stækkun verslunarinnar fær Margrét enn stærra svæði með glugga, svo aðstaða hennar verður talsvert bjartari og rúmbetri. „Þá stækkar barnahornið líka og allar vörur njóta sín betur. Við hlökkum mikið til þegar þetta verður allt komið. Búðin er að sjálfsögðu opin þótt framkvæmdir standi yfir í næsta rými oag allir eru hjartanlega velkomnir,“ segir Hildur. Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Sími 565-1025. Opið frá 12-17 virka daga og 11-15 á laugardögum. Nánari upplýsingar á rumfot.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.