Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 21.11.2020, Qupperneq 34
hentuðu mjög vel í þetta. Svo setti pabbi auglýsingu á Facebook síðasta laugardag og það varð sprenging á sunnudag. Við spritt- uðum allar krukkurnar að utan og vorum með grímur þegar við keyrðum þær út, en margir komu líka heim að sækja sér sultu,“ segir Eva Lind. „Við höfum ekki enn gert neinar tilraunir í eldhúsinu með rifsberja- hlaupið en það væri gaman að prófa að setja það í ostaköku eða eftir- rétt,“ segir Eygló og bætir við: „Mér fannst mjög góður lær- dómur að gera rifsberjahlaupið með ömmu og er spennt að gera það aftur. Amma og pabbi þurfa þó alltaf að vera til aðstoðar því safinn af berjunum verður alveg ægilega heitur og því geta krakkar ekki sjálfir hellt hlaupinu í krukkurnar.“ Kófið gefur óvænt af sér Þær Eva Lind og Eygló leggja báðar stund á tónfræði og píanónám auk þess sem Eva æfir frjálsar íþróttir og Eygló fótbolta. „Ég er ekki viss um að sultugerðin hefði verið svona kraftmikil ef ekki væri fyrir samkomubannið og styttri skóladag. Samfélagið er svo mikil maskína, það er stöðug dagskrá, vinna og skóli, tómstundir og íþróttir, en í kófinu skapast tími, sköpunarkrafturinn fær að njóta sín, og hugmyndir kvikna og rætast,“ segir faðir þeirra, Árni Haf- steinsson flugmaður. Hann hafði vart undan að útvega dætrum sínum sultukrukkur undir rifsberjahlaupið. „Það er alveg greinilega ákveðin sultuþörf á sumum heimilum og þeir sem komust ekki í sultugerð eins og vanalega eru spenntir að komast í gott hlaup. Ég hafði keypt talsvert magn af sultukrukkum í Bandaríkjunum en svo vantaði meira og þá fór ég að skilja hvers vegna fólk safnar krukkum því þær eru dýrar hér heima, allt að 300 krónur stykkið. Þá er hagnaðurinn fljótt farinn, en ég fann á endanum krukkur á 100 krónur stykkið í Bónus,“ segir Árni. „Það jákvæða við kórónuveiruna er að samverustundir fjölskyld- unnar aukast. Þótt farsótt geisi er maður ekki dauður úr öllum æðum og verður að halda áfram að lifa.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is NÝ HÁRLÍNA FRÁ LAVERA NÝTT Sölustaðir: heilsuverslanir, Hagkaup, Heimkaup.is og valin apótek. Fylgdu okkur: „Lavera Íslandi“ • Einstök formúla sem þykkir og mýkir. • Sjö nýjar tegundir af sjampói og næringu. • Lífrænt vottað og sílikon frítt í endurunnum umbúðum. Hugmyndin að sultugerðinni kviknaði þegar mig langaði í nýjan síma og var sagt að ég ætti að safna mér fyrir honum sjálf. Eygló systur langaði í raf- magnshlaupahjól og átti líka að safna sér fyrir því, en það tekur krakka langan tíma að safna peningum. Okkur datt þá bara í hug að vinna fyrir þeim sjálf og biðja ömmu að aðstoða okkur við að búa til rifsberjahlaup,“ segir Eva Lind Árnadóttir, sem ásamt Eygló systur sinni fékk leyfi til að tína rifsber í skólagörðunum í Garðabæ í haust og endaði með fleiri kassa af dýrindis berjum. Amma systranna er Helga Frið- riksdóttir, fyrrverandi kennari við Hússtjórnarskólann í Reykjavík. „Amma var mjög spennt að kenna okkur að búa til rifsberja- hlaup en þegar hún sá öll berin sem við tíndum hrópaði hún upp yfir sig: „Guð minn góður! Ég hef aldrei séð svona mikið magn!“,“ segir Eva Lind um ömmu Helgu, sem kann á því tökin að sulta og tók því fagnandi að kenna sonar- dætrum sínum að verða húslegri. „Það er mikil sultumenning í fjölskyldunni og afi, sem nú er á Sólvangi, var vanur að fá sér þrjár brauðsneiðar með rifsberjahlaupi á morgnana og amma hefur alltaf verið hugmyndarík og dugleg að gera alls konar útfærslur af sultum.“ Heilmikill lærdómur Systurnar lærðu af ömmu sinni að tvísjóða og tvísigta rifsberin en við það að sjóða hratið aftur og bæta við nokkrum frosnum hindberjum kemur einstaklega ljúffengt bragð af hlaupinu. „Rifsberjahlaupið okkar er mjög gott, sko,“ segir Eygló, sem er í 5. bekk í Hofsstaðaskóla, en Eva Lind er farin yfir á unglingastigið í 8. bekk í Garðaskóla. „Öðrum krökkum finnst þetta sniðugt og ein vinkona mín sagði að þetta væri mjög flott hjá mér og vildi kaupa af mér sultu,“ bætir hún við. Það eru enda einhverjar sultu- krukkur eftir þótt salan hafi gengið vel hjá þeim systrum. „Það er næstum komið fyrir hlaupahjólinu með afmælispen- ingunum sem ég átti en síminn er dýrari en hjólið,“ upplýsir Eygló. „Það er mjög góð tilfinning að vinna fyrir hlutunum sjálfur í stað þess að fá þá upp í hendurnar. Maður þarf að hafa heilmikið fyrir þessu og lærir af því. Kannski tími ég svo ekkert að kaupa símann og legg sultupeninginn inn á bók. Það væri mér líkt,“ segir Eva Lind. Spenntar að sulta meira Sultukrukkur Eyglóar og Evu Lindar eru listilega skreyttar. „Við vildum hafa þær fallegar og handskrifuðum miða á hverja einustu krukku með flottum litum sem Eygló fékk í afmælisgjöf og Góð tilfinning að vinna fyrir hlutum Garðbæsku systurnar Eva Lind og Eygló Árnadætur eru útsjónarsamar, sjálfstæðar og sjálfbjarga. Þær tóku sig til og bjuggu til gómsætt rifsberjahlaup með ömmu sinni til að vinna sér inn aura. Það var engin smá uppskera af bústnum og safaríkum rifsberjum sem systurnar Eva Lind og Eygló fengu af blóm­ legum rifsberja­ runnunum í haust og eins og sjá má voru þær alsælar með afraksturinn. MYNDIR/AÐSENDAR Eva Lind með Helgu ömmu sinni að sigta og sulta úr rifsberjunum góðu. Sultukrukkurnar eru handskrifaðar og fagurskreyttar af systrunum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.