Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 35

Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 35
 L AU G A R DAG U R 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 Heilsustofnun Sundlaugin í Heilsustofnun er dásamleg og margir hafa iðkað þar þjálfun undir handleiðslu fagmanna. Fengið líkamlega styrkingu um leið og fólkið getur notið fallegs umhverfisins. MYND/AÐSEND Náin tengsl við náttúruna lykill að góðum árangri Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fá sjúklingar líkamlega og sálfélagslega endurhæfingu í dá- samlegu umhverfi. Nú njóta þar endurhæfingar margir sem veiktust af COVID-19 í vetur og vor. Starfsemi Heilsustofnunar í dag er nær eingöngu læknisfræðileg endurhæfing,“ segir Birna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Þangað sækja um 1.350 manns endurhæfingu á ári hverju sam- kvæmt samningi við Sjúkratrygg- ingar Íslands. „Oftast er það heimilislæknir viðkomandi sjúklings sem sendir beiðni með rökstuðningi um þörf á endurhæfingu til okkar og eftir þeim upplýsingum sem koma fram í beiðninni röðum við fólki á mismunandi línur eftir því hvert vandamál þess er. Við reynum eins og hægt er að forgangsraða sjúklingum eftir alvarleika, eins og til dæmis þegar viðkomandi er við það að detta út af vinnumarkaði eða í brýnni þörf fyrir endur- hæfingu af öðrum ástæðum,“ upp- lýsir Birna, mitt í fagurri náttúru Heilsustofnunar. Einstaklingsmiðuð meðferð Skjólstæðingar Heilsustofnunar glíma við fjölbreyttan vanda. „Segja má að þriðjungur þeirra sem koma til okkar glími við ýmiss konar stoðkerfisvanda og verki, annar þriðjungur fólks kemur í endurhæfingu vegna geðraskana, alvarlegrar streitu og áfalla, og svo kemur þriðjungur í öldrunar- endurhæfingu, sem er líkamleg og sálfélagsleg endurhæfing fyrir fólk yfir sjötugt,“ útskýrir Birna. KYNNINGARBLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.