Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 36

Fréttablaðið - 21.11.2020, Page 36
Hún segir meðferðir á Heilsu- stofnun ávallt vera einstaklings- miðaðar og stjórnað af þverfagleg- um teymum sem eftir atvikum eru í: sjúkraþjálfari, íþróttafræðingur, sálfræðingur, næringarfræðingur, sjúkranuddari, sjúkraliði, hjúkr- unarfræðingur og læknir. „Hjá öllum okkar skjólstæðing- um er áhersla á þjálfun og hæfi- lega hreyfingu, gott mataræði og góðan svefn, slökunarmeðferðir, fræðslu og samtalsmeðferðir þegar við á. Allir koma til okkar í mánaðardvöl og það er oftar en ekki lykilinn að góðum árangri, að kúpla fólk út úr sínu umhverfi og dvelja á þessum dásamlega stað í nánum tengslum við náttúruna. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar um mikla þreytu er að ræða, eins og til dæmis eftir alvarleg veikindi, kulnun eða annars konar örmögnunarástand.“ Lánsöm að vera laus við smit Að undanförnu hafa Heilsu- stofnun borist margar beiðnir um endurhæfingu frá fólki sem veiktist af COVID-19 síðastliðinn vetur og vor. „Flestir þeirra sem fengu veir- una eru með mismikla síþreytu, það er að segja óeðlilega líkam- lega og andlega þreytu. Margir eru enn óvinnufærir, meira en sex mánuðum eftir veikindin. Við búum vel að reynslu okkar síðustu árin í meðferðum síþreytusjúk- dóma og höfum í öndvegi að fólk læri að stjórna orkunni sinni og ofgeri sér ekki,“ segir Birna og heldur áfram: „Margir eru líka með einkenni frá öndunarfærum, hjarta- og æðakerfi eða meltingarfærum og oft tengjast þessi einkenni truf lun í ósjálfráða taugakerfinu. Fólk glímir því við misalvarleg eftir- köst sem fara lítið eftir því hversu alvarleg veikindin voru á sínum tíma. Flestir þola svo létta hjarta- þjálfun en við fylgjumst mjög vel með þessu fólki og erum stöðugt að finna út hvaða meðferðir og prófanir henta því best.“ Á Heilsustofnun ríkja skrýtnir tímar eins og víðast hvar vegna heimsfaraldursins. „Við höfum hingað til verið svo lánsöm að hafa ekki fengið neitt smit inn á stofnunina í þá níu mánuði sem kórónuveiran hefur geisað hérlendis. Við höfum allan tímann viðhaft strangar sótt- varnir og ráðstafanir, til dæmis er nú heimsóknarbann, grímuskylda og tíu manna hámarksfjöldi í hreyfitímum, en engu að síður gengur starfsemin vel og er mikil ásókn í að koma til okkar í endur- hæfingu.“ Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656. Birna Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri lækninga á Heilsustofnun NLFÍ. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Sigríður var svo ólánsöm að vera ein þeirra sem veiktust mjög alvarlega og var lögð inn á spítala. „Ég er 48 ára, í fínu formi og nákvæmlega ekkert sem gaf til kynna að ég myndi veikjast alvarlega.“ Lífið gjörbreyttist „Í dag eru liðnir tæplega níu mánuðir og ég er rétt hálf útgáfa af sjálfri mér. Ég var mjög frísk, drífandi og atorkusöm og ávallt með marga bolta á lofti. Orku- og úthaldsleysið er nú algjört, bæði andlega og líkamlega. Ég þarf að forgangsraða öllu sem ég geri og skipuleggja dagana svo ég keyri ekki á vegg. Heilaþokan er aðeins að lagast en ég mundi ekki nokk- urn skapaðan hlut. Í byrjun sept- ember fannst mér þessi þó hægi bati vera farinn að renna aftur- ábak niður brekkuna. Ég var svo heppin að fá þá inni í Hveragerði þangað sem ég fór í lok september.“ Kom ný til baka „Þar var tekið öðruvísi á málunum en ég var vön að gera. Mér var sagt að ég gæti ekkert þjálfað mig til heilsu með meiri æfingum og látum, það myndi ekki enda vel og yrði alltaf bakslag. Ég var á þessum tímapunkti alltaf að ofkeyra mig þó mér fyndist ég ekki vera að gera neitt merkilegt. Næstu fjórar vikur var áhersla á slökun, léttar göngur, vatnsleikfimi, jóga, nudd, streitu- námskeið og fleira í þeim dúr. Ég kúplaði mig alveg út og einbeitti mér bara að því að gera eins og mér var sagt. Ég kom kannski ekki stútfull af orku heim, en ég fékk nokkurs konar virkni-aðlögun þar sem ég lærði að stjórna andlegri og líkamlegri orku betur og forgangs- raða. Ég er í sjúkraþjálfun og hreyfi mig daglega, en passa að hvíla mig líka svo ég hætti að keyra á þessa blessuðu veggi alltaf hreint.“ „Starfsfólkið á Heilsustofnun er alveg magnað og hélt ótrúlega vel utan um mig. Mikil áhersla á næringu og hvíld og öll meðferð er einstaklingsmiðuð. Ég fékk vikulega stundaskrá sniðna að mínum þörfum og ef dagskráin var of mikil var mér sagt að sleppa frekar úr og hvíla mig. Þetta gerði mér ótrúlega gott og hjálpaði mér að læra á þennan nýja veruleika meðan ég tekst á við eftirköst þess- ara veikinda.“ Lærði að forgangsraða og stjórna orkunni á nýjan hátt Sigríður H. Kristjánsdóttir greindist með COVID-19 þann 8. mars. Hún var veik í fimm vikur og hefur glímt við mikil eftirköst síðan. Hún segir dvölina á Heilsustofnun í Hveragerði hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á líðan sína. Sigríður er ein þeirra sem veiktust mjög alvarlega af COVID-19. Hún segir dvölina í Hveragerði hafa haft mikil áhrif á hugsunar- hátt sinn hvað endurhæfingu og bata snertir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ég greindist í lok mars. Inga konan mín og 19 ára sonur okkar greindust á svipuðum tíma. Hann jafnaði sig f ljótt og Inga hefur endurheimt um 80-90% af heilsu. Sjálfur var ég ekki svo heppinn.“ Einkenni Þorsteins voru ódæmi- gerð sem varð til þess að hann greindist seinna. „Ég þjáðist af magakrampa og hélt engu niðri. Kona mín minntist á þetta í eftirlitssamtali og eftir að hjúkr- unarfræðingur skoðaði mig var ég lagður inn og loks greindur.“ Þorsteinn var í einangrun í fimm vikur og sótti í sumar um að fara inn á Reykjalund. Þar sem biðin eftir innlögn var löng stakk Inga, sem er lærður sjúkraþjálfari, upp á því að, að Þorsteinn færi á Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. „Ég viðurkenni að ég hafði mikla for- dóma. Á svona heilsustofnun færu eingöngu gamalmenni og ég var ekki nema fimmtugur. En ég gæti ekki hafa haft meira rangt fyrir mér. Ég hafði verið með höfuðverk í sex vikur og hann hvarf eftir tvær vikur í Hveragerði. Eftir fjórar vikur af tímum hjá sjúkraþjálfara, nálastungum, núvitundarfyrir- lestrum, leirböðum og fleiri með- ferðum fann ég að ég var á bataleið. Það hjálpaði líka að viðmótið frá öllu starfsfólki þarna er fyrsta flokks. Mér líður vel í hjartanu að hugsa til baka og veit að ég á hik- laust eftir að fara aftur, vonandi ekki svona veikur heldur bara til þess að núllstilla mig.“ 200 orkuboltar „Í dag er ég langt frá því að vera með fulla orku. Lyktaskyn og bragðskyn er nánast ekkert. Orkan er misjöfn dag frá degi. Ég hef ekkert unnið síðan í september. Stundum líður mér eins og að ég gæti vel farið í vinnu. Aðra daga er það útilokað. Í Hveragerði lærði ég að maður hefur bara takmarkaða orku. Heilbrigð manneskja byrjar daginn með 1.000 orkubolta sem hún deilir á milli til dæmis líkamsræktar, vinnu, gönguferðar, garðvinnu og fjölskyldunnar. En hvað gerir maður sem hefur bara 200 orkubolta í upphafi dags? Það er mikilvægt fyrir minn bata að halda áfram núvitundaræfingum og fara í göngur en það er viss áskorun að hætta göngu eftir tvo kílómetra. Því ég veit að ef ég fer lengra þá fæ ég það í hausinn daginn eftir. Þetta eru ekki stórir sigrar, en þetta eru sigrar.“ Ekki stórir sigrar, en samt sigrar Þorsteinn Hallgrímsson er einn af þeim sem hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Síðan þá hefur hann glímt við alvarleg eftirköst. Eftir fjórar vikur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði segist Þorsteinn Hallgrímsson þakklátur fyrir alla litlu sigrana. Hann sé á hægum batavegi, en batavegi engu að síður. n Geðendurhæfing n Gigtarendurhæfing n Hjarta- og lungnaendurhæfing n Krabbameinsendurhæfing n Öldrunarendurhæfing n Tauga- og bæklunarendur- hæfing n Offitu- og efnaskiptameðferð n Streitumeðferð n Verkjameðferð Meðferðarlínur Heilsustofnunar 2 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RHEILSUSTOFNUN NLFÍ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.