Fréttablaðið - 21.11.2020, Síða 49

Fréttablaðið - 21.11.2020, Síða 49
Leikskólastjóri í Sunnuási Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Sunnuási lausa til umsóknar. Sunnuás er sjö deilda leikskóli í Langholts- og Laugaráshverfi, í næsta nágrenni við Laugardalinn. Einkunnarorð leikskólans eru virðing, gleði og sköpun. Sunnuás er Grænfánaskóli og umhverfismennt, útikennsla og endurnýting er ríkur þáttur í starfinu. Unnið er eftir kenningum Berit Bae og Bronfernbrenner um samskipti og áhersla lögð á sjálfseflingu og félagsfærni sem eru tveir af grundvallarþáttum Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Virðing ríkir fyrir einstaklingnum og liðsheildinni og áhersla á að raddir barnanna heyrist en Sunnuás stefnir að því að verða réttindaskóla UNICEF og unnið er að spennandi verkefnum í tengslum við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sunnuás hlaut hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir öskudagsbúningagerð árið 2018. Gott samstarf er við foreldra og árlega taka börn og fjölskyldur þeirra þátt í jólaverk- stæði í Sunnuási þar sem þau fá tækifæri til að vinna saman og njóta samveru. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskóla- starf í Sunnuási. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari og greinargerð um framtíðarsýn um- sækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. febrúar 2021. Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórn- enda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111. Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og um- bótaáætlunum. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, „Látum draumana rætast“, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið sam- starf og fagmennska. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leik- skólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu með ríflega 130 þúsund félagsmenn í 46 aðildarfélögum. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um réttindi þeirra. Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. ASÍ sinnir margvíslegri þjónustu við aðildarfélög og félagsmenn og tekur virkan þátt í erlendu samstarfi samtaka launafólks. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ í síma 535 5600. Vinnumarkaðs- sérfræðingur Alþýðusamband Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í vinnumarkaðsmálum til liðs við öflugan hóp starfsmanna. Leitað er að einstaklingi sem hefur ríka þekkingu og brennandi áhuga á vinnumarkaðsmálum og kjörum og hagsmunum launafólks. Viðkomandi þarf að vera kraftmikill og jákvæður og geta sýnt frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð. Fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er hvatt til að sækja um. Helstu verkefni og ábyrgð • Stefnumótun og greiningar á sviði vinnumarkaðsmála. • Þátttaka í nefndum og ráðum fyrir hönd ASÍ. • Umfjöllun um málefni vinnumarkaðar framtíðar með tilliti til loftslagsbreytinga og nýrrar tækni. • Samstarf við kjörna forystu og aðildar- félög ASÍ og önnur samtök launafólks. Fríðindi í starfi • Sveigjanlegur vinnutími. • Samgöngustyrkur. • Íþróttastyrkur. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun í vinnumarkaðsfræði eða í öðrum sambærilegum greinum sem veita góðan undirbúning fyrir starfið. • Staðgóð þekking á íslenskum vinnumarkaði, stofnunum hans og umhverfi kjarasamninga. • Góð þekking á helstu forritum Microsoft Office. • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kunnátta í Norðurlandamáli, pólsku eða öðrum tungumálum er æskileg. • Góð samskiptahæfni. • Þekking á norrænum vinnumarkaði og reynsla af félagsstörfum er kostur. Alþýðusamband Íslands Sími 528 9000 • www.rarik.is RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 20011 Larsenstræti 4, Selfossi - Jarðvinna og undirbúningur lóðar Um er að ræða jarðvegsskipti undir nýbyggingu. Uppfyllingu undir sökkla og botnplötu ásamt fyllingu vegna lóðaframkvæmda. Helstu magntölur: Gröftur á lausum jarðvegi : 4.600 m³ Fylling undir undirstöður: 4.800 m³ Fylling í lóð: 4.600 m³ Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. mars 2021. Útboðsgögn er hægt að sækja, án greiðslu, á vefsíðu RARIK, www. rarik.is (útboð í gangi) frá og með þriðjudeginum 24. nóvember 2020. Skila þarf tilboðum fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 8. desember 2020 á skrifstofu RARIK, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík eða með því að senda tilboð í rafrænu formi á netfangið ulfing@rarik.is. Vegna sóttvarna verður tilboðsgjöfum sent fjarfundarboð að morgni opnunardags sem þeir geta nýtt til að tengjast og fylgjast með opnun tilboða. Fjarfundurinn fer fram í gegnum fjarfundarforritið Teams frá Microsoft. Hægt verður að tengjast fundinum beint í gegnum vafra eða nálgast Teams fyrir tölvur í Office svítu Microsoft og fyrir snjallsíma og spjaldtölvur má sækja forritið í Play Store, App Store eða Google Play. ÚTBOÐ intellecta.is RÁÐNINGAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.