Fjölrit RALA - 20.05.1997, Qupperneq 28
Túnrækt 1996
18
ófullkomnar blokkir, 3 reitir í smáblokk. Leiðréttingin er misjöfn eftir breytum og þess vegna
er samanlögð uppskera slátta ekki jöfn uppskeru alls.
Tilraun nr. 744-95. Samanburður á grasflatargrösum, Korpu, Korpúlfsstöðum og
Hvanneyri.
Áburður er 240 kg N/ha, mest í Græði 6, helmingurinn að vori, afgangurinn tvískiptur. Þó var
þetta með nokkuð öðru móti á Korpúlfsstöðum.
Á Korpu var flötin slegin 10 sinnum frá 10.5. til 24.9.
Slegið var þegar grasið var komið í um 10 sm hæð, sláttuhæð um 3-4 sm.
Á golfvellinum á Korpúlfsstöðum, þar sem notuð var sérstök jarðvegsblanda,er ætlunin að slá
reitina eins og holuvöll. Vorið 1996 var þó ákveðið að freista þess að ná betri þekju með því
að sá í eyður í reitunum og bíða með svo harða meðferð sem sláttur á holuvelli er þar til
reitirnir væru orðnir betur grónir. Samkvæmt mati 7. maí var einkunn fyrir þekju að meðaltali
4,8 (0-10), en haustið áður hafði hún verið metin 7,2 að meðaltali. Sáð var í eyðurnar 10. maí.
Notað var hálft sáðmagn, nema um 30% af rýgresi. Hreyft var við yfírborðinu með garðhrífu
til að ná fræinu niður. Ekki var borið á um leið. Eins og fram kemur í mati að hausti (skellur
að meðaltali 0,8) hefur sæmilega tekist það sem til stóð, þó ekki alls staðar. Á Korpúlfsstöðum
hefur rýgresi borist töluvert í aðra reiti í stefnu ríkjandi vindáttar.
Allt sáðgresi hafði lifað vel af veturinn bæði á Korpu og Korpúlfsstöðum. Á
Hvanneyri hafði hins vegar sum yrkin kalið nokkuð. Hér á eftir er mat á kali 20. maí, 0-9,
aðeins eru talin þau yrki þar sem kal var nokkurt:
Língresi Túnvingull Sauðvingull Rýgresi
Leikvin 7 Estica 0,3 Barfina 0,3 Barclay 1,7
Nor 7 Barcrown 0,3
VáEk2162 1
Denso 7,3
Bardot 9
Þótt reitir með Bardot hafi verið metnir alkalnir hefur língresið ekki verið aldauða eins og
kemur fram við mat seinna um sumarið. I töflu á næstu blaðsíðu koma fram helstu niðurstöður
mats. Hinn 29. mars var metið hve sterkur grænn litur var á grasi á Korpúlfsstöðum. Þá höfðu
hlýindi verið í nokkra daga, þó var varla farið að grænka. Mat á grænum lit á grasi var því
talið vera heppilegt til að meta hve fljótt hinir ýmsu stofnar grænka. Á Korpu og Hvanneyri
var hins vegar vorvöxtur metinn í maí áður en farið var að slá reitina. Á öllum stöðunum var
metið hve sáðgresið er mikill hluti af grasþekjunni. Á Hvanneyri var það metið tvisvar og
meðaltal tekið. Inn í þessa einkunn kemur ekki ef grasþekja er léleg, til dæmis vegna
tvíkímblaða illgresis, en þekja þess var einnig metin og var víðast lítil. Gisinn vöxtur er hins
vegar meðal þess sem kemur inn í heildarmat. Það var ekki gert á Korpúlfsstöðum þar sem
enn er nokkuð um skellur frá upphafi og er mat á þeim í töflunni.
Auk þeirra athugana sem fram koma í töflunni var þekja metin á Korpu 3. maí, og
þéttleiki sáðgresis, litur og blaðgerð metin á Hvanneyri 1.-2. ágúst. Við athugun í
októberbyrjun var veitt athygli sveppasýkingu á língresi á Korpu. Var hún áberandi í reitum af
Leikvin og VáEk2162, en einnig sást hún í einum reit af hvoru, Nor og Bardot.