Fjölrit RALA - 20.05.1997, Side 49

Fjölrit RALA - 20.05.1997, Side 49
39 Landgræðsla 1996 Erfðavistfræði íslenskra belgjurta (132-9224) Markmiðið er að kanna, hvort unnt sé að nýta íslenskar belgjurtategundir til landgræðslu og jafnvel í landbúnaði (sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1994, bls 37). Tilraunir frá 1994 voru metnar þrisvar sumarið 1996. Um vorið voru afföll skráð og spretta metin. Eftir miðjan júlí voru afföll skráð og mat lagt á þrótt, útbreiðslu, blómgunar- tíma, fjölda blóma og einsleitni. Um haustið voru afföll skráð og mat lagt á útbreiðslu, þrótt, fræmyndun, undirbúning fyrir vetur og einsleitni. Ekki hefur verið unnið úr þessum gögnum. Plantað var út í fjórar tilraunir í júní 1996: á Geitasandi, í Gunnarsholti, á Korpu og á Hólasandi í S-Þingeyjarsýslu. Þróttur plantnanna var metinn við útplöntun og um haustið voru afföll skráð. Nýjar aðferðir við uppgræðslu (132-1139) Sem undanfarin 8 ár var eftirverkun nokkurra áburðargerða svo og áhrifin af mismunandi útburðaraðferðum mæld í tveimur tilraunum í nágrenni Gunnarsholts. Lúpína og dúnmelur Sumarið 1994 var skriðulli lúpínu (Lupinus polyphyllus) og tveimur stofnum af dúnmel (Leymus mollis), A-499 og A-510, plantað í sand í Sandgili í landi Gunnarsholts. Markmiðið er að kanna hvernig þessum tegundum reiðir af á landi sem er mikið á hreyfingu og að rækta af þeim fræ. Mun kröftugri plöntur eru í A-499 en A-510. Ekkert er komið af fræsprotum á melinn. Fáar plöntur af lúpínunni eru lifandi og þær báru enga blómsprota í haust. Vegna mikilla affalla í lúpínunni var ákveðið að planta henni út á ný í hagstæðara land. Lúpínunni var sáð um miðjan mars í gróðurhús á tilraunastöðinni Korpu. Plönturnar voru smitaðar um miðjan maí og plantað út í byrjun júní á efri Geitasandi. Alls var um 2000 plöntum plantað út og var bil milli plantna 1 m . Útplöntun heppnaðist vel og náðu plönturnar að vaxa nokkuð um sumarið. Erlendar belgjurtir Árið 1991 hófst prófun á erlendum belgjurtum með það að markmiði að finna belgjurtir sem gætu lifað hér og myndað fræ til þess að nota í landgræðslu (sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1993, bls 41). Nokkurt fræ hefur fengist af skriðlustofnum (Galega orientalis) frá Finnlandi og fyrrum Sovétríkjunum (nr. 13,14,15,16) og af fjallalykkju (Hedysarum alpinum) frá Alaska (nr. 18). Þessir stofnar hafa verið í frekari prófunum og reynst vel. Því var ákveðið að hefja frærækt á þessum tveim tegundum. Um miðjan apríl var öllu fræi sáð sem náðst hefur undanfarin ár af skriðlu og fjallalykkju. Fræið kemur úr tilrauninni frá 1991 og einnig af fjallalykkju á neðri Geitasandi úr söfnun í Alaska árið 1985. Um miðjan maí voru plönturnar smitaðar og þann 17. júlí var þeim plantað út á neðri Geitasandi í mjög sandborinn jarðveg vaxinn krækilyngi og lágvöxnum víði. Um 250 plöntum var plantað út af skriðlu og alls um 2000 af fjallalykkju, bil milli plantna var um 1 m. Að hausti leit útplöntunin vel út og höfðu margar plöntur vaxið nokkuð um sumarið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.