Fjölrit RALA - 30.11.2003, Page 14
Bútjáráburður 2002
6
Áhrif niðurfellingar á búfjáráburði á efnanýtingu, ísáðar fræplöntur
og smádýralíf (161-9505)
Verkefnið er unnið í samvinnu Búrekstrarsviðs Rala á Möðruvöllum, Bútæknisviðs Rala á
Hvanneyri, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og fjögurra bænda. Tilraunir voru lagðar út
vorið 2002 á fjórum bæjum, Möðruvöllum í Hörgárdal, Keldudal í Skagafírði, Húsavík á
Ströndum og Neðra-Hálsi í Kjós. Hugmyndin var að bera saman yfirbreiðslu og niðurfellingu
(idreifmgu) búfjáráburðar að vori og hausti og athuga hvemig grasfiræ íblandað í búfjár-
áburðinn spíraði. Vatn var notað til samanburðar við búfjáráburðmn, Uppskera var mæld á
öllum vordreifðum reitum og smádýrum safnað í völdum reitum. Búfjáráburður var felldur
niður á öllum fjórum stöðunum og fyrri sláttur og seinni sláttur sleginn (nema á Neðra-Hálsi).
í Keldudal og á Húsavík var svo búfjáráburður felldur niður að hausti og verður einungis
þeim tveimur tilraunum haldið áffam.
Úr dagbók
Möðruvellir
Tilraunin er á Prestsspildu nr. 6 (Melar) þar sem jarðvegur er þurr og moldarblendinn ofan á
malarruðningi. Túnið er ffiðað fyrir beit. Tafir urðu á vorídreifmgunni vegna bilana og
grasið var orðið þverhandarhátt þegar tilraunin var lögð út. Tækin sporaðu því mikið.
Dreifingardaginn var lofthiti um 20 °C í heiðríkju. ídreifingin tókst mjög vel. Blandað var
sem svarar um 700 g af Öddu vallarfoxgrasffæi í rúmmetra af mykju eða vatni. Engirm
tilbúinn áburður var borinn á um vorið. Borinn var á tilbúinn áburður eftir fyrsta slátt. Vegna
köggla í áburðinum varð dreifingin greinilega mjög ójöfn með þeim afleiðingum að
uppskeran í seinni slætti er marklaus. í ffamhaldinu var ákveðið að leggja af þessa tilraun.
Neðri-Háls
Tilraunin er á ffamræstri áfoksmýri. Túnið var orðið algrænt og einstaka vallarsveifgras
skriðið, þegar tilraunin var lögð út í nokkuð hlýju og björtu veðri. Túnið er ffiðað fyrir beit. í
mykjuna var blandað um 700 g af Öddu vallarfoxgrasffæi í rúmmetra af mykju. Túnið fékk
einnig fiskimjöl sem áburð en um magn er ekki vitað. Vegna aflleysis dráttarvélar náðist ekki
að þrýsta áburðinum ofan í svörðinn þannig að einungis var um yfirbreiðslu að ræða. Þá var
ekki heldur hægt að koma við vatnsdreifmgu. Því var ákveðið að leggja af þessa tilraun.
Keldudalur
Tilraunin er á ffamræstri mýri. Tún ekki orðið algrænt þegar tilraunin var lögð út í hlýju og
björtu veðri. Túnið er vorbeitt og slegið en eftir vorídreifinguna var engin beit. ídreifingin
gekk mjög vel, bæði um vorið og haustið, en afl dráttarvélar hefði mátt vera meira. Mykjan
þrýstist niður í 3-4 sm dýpt. Um haustið var ffostskán á jörðu og þurrt. Mykjan var í bæði
skiptin þynnt geldneytamykja. Um vorið var borinn á Græðir 9 sem svarar 110 kg N/ha.
Blandað var sem svarar um 700 g af Öddu vallarfoxgrasffæi í rúmmetra af mykju eða vatni
bæði við vor og haustdreiflnguna. Við haustdreifinguna var leitað eftir vallarfoxgrasplöntum
í rásum, sem sáð var í um vorið, en engar fundust.
Húsavík
Tilraunin er á móatúni þar sem grunnt er á mel. Vatnsþynnt sauðatað var fellt niður vorið
2001 og sáust þess enn merki um vorið þegar tilraunin var lögð út í björtu og hlýju veðri.
Túnið var ffiðað fýrir beit. Blandað var sem svarar um 900 g af Öddu vallarfoxgrasfræi í
rúmmetra af mykju eða vatni um vorið en 700 g um haustið. Einn reitur (nr. 29) fékk meiri
mykju en aðrir reitir um vorið vegna þess að þar var ekið aðeins hægar í gegn eða 3,6 km/t í
stað 4,6 km/t eða 1,27 sinnum meira. Að öðru leyti gekk niðurfellingin mjög vel. Afl