Fjölrit RALA - 30.11.2003, Page 51
43
Grænfóður/Matjurtir 2002
Reynsla bænda af korn- og grænfóðurrækt.
Markmiðið var að kynnast og taka saman reynslu bænda af ræktun einærra fóðuijurta og
komast að því hversu lengi menn rækta kom eða grænfóður í sama landi og hver séu helstu
vandamálin í ræktuninni. Ennfremur að komast að því hvemig menn skipuleggja ræktunina
með tilliti til þarfa búsins og landkosta.
Haustið 2002 var farið á 30 bæi víðsvegar um landið, þar sem grænfóðurrækt hefur
verið stunduð lengi og komrækt í nokkur ár. Við val á bæjum var haft samráð við ráðunauta.
Þetta var því ekki tilviljanakennt úrtak. Gagnasöfnunin var tvíþætt. Annars vegar vom tekin
viðtöl við bændur og þeir spurðir út í reynslu sína, vandamál og lausnir á þeim. Hins vegar
vom teknar út valdar spildur sem höfðu verið lengi í ræktun og þær skoðaðar. Illgresi var
metið í þeim og það greint til tegunda, auk þess sem ræktunarsaga spildnanna var skráð.
Niðurstöður em birtar í riti Ráðunautafundar 2003 og í greinarsafni íslenska landbúnaðar-
vefsins (www.landbunadur.is).
íslensk gulrófa (132-9386)
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Félag gulrófnabænda hafa unnið saman að rannsóknum
á íslenskum gulrófum frá árinu 1999. Markmiðið er í fyrsta lagi að finna hvaða gulrófur henta
best til ræktunar hérlendis, í öðm Iagi að að nýta íslenska gulrófustofha sem til em í vörslu
RALA og í þriðja lagi að vélvæða frærækt af gulrófu. Vegna þess hve mikil umsvif voru í
öðmm jarðræktarverkefnum var gert hlé á Gulrófuverkefninu árið 2002, en stefnt er að
framhaldi þegar árið 2003.
Kartöflutilraunir (132-9503)
Tilraun nr. 798-02. Flýtiáburður á kartöflur.
Gerðar vom þijár tilraunir með áburð á kartöflur í Villingaholtshreppi. Aðalviðfangsefnið var
að prófa að bera hluta áburðar í rásina með kartöflunum, en öðmm áburði var dreift í rás um
10 sm til hliðar. Til þess var notaður áburður ffá Norsk Hydro sem ber vömheitið OPTI
START™ og er mónóammóníumfosfat (NP 12-23) með komagerð sem er talin heppileg til
þessara nota. Annar áburður, sem notaður var í tilraunina, er einnig frá Norsk Hydro.