Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Page 11

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Page 11
Lömb bændanna tveggja voru skoðuð og vigtuð í upphafi og síðan stiguð og vigtuð fyrir slátrun, þá eingöngu þau iömb sem ákveðið var að senda tii slátrunar. Lömb hinna voru einnig vigtuð og stiguð fyrir slátrun. Þau iömb sem ekki töldust sláturhæf voru aiin áfram. Hrútum var ekki slátrað fyrir jól og þeir hrútar geltir sem áætlað var að slátra eftir áramót. Bændur sáu sjálflr um að flytja lömbin í sláturhús. Stigun lamba á fœti og ígálga Þau lömb sem voru taiin innleggshæf voru stiguð fyrir slátrun og síðan stiguð og mæld í gálga. Stigun á fæti: Hold á baki - lömbum voru gefin stig á bilinu 1-5 (1, 1+, 2~....4+, 5~, 5, alls 13 stig) Hold í lærum og mölum - gefin stig á bilinu 1-5 (alls 13 stig) Fita á síðu - metin með átaki á svipuðum stað og fíta er mæld á skrokkum í sláturhúsi (J-mál), fituþykktin metin í mm líkt og gert er við mælingu J- máls. Fengju lömb iægri holdastig en 3 ' voru þau ekki send til slátrunar, né heldur ef fitustigun á síðu var yfir 11 mm eða undir 5 mm. Stigun og mæling f gálga: Holdfylling í baki og á herðum - gefin stig á bilinu 1-5 (alls 13 stig) Holdfylling í lærum og á mölum - gefin stig á bilinu 1-5 (alls 13 stig) Fituþykkt á síðu (J-mál) - mæld í mm 11 sm frá hryggsúlu við 12. rif Auk þess var lífþungi, fallþungi og flokkun skráð. Nokkur lambanna voru ómmæld en þau gögn reyndust of lítil til að eitthvert gagn mætti af þeim hafa. Stigun var breytt lítilsháttar frá því sem var hjá Sveini Hallgrímssyni. Stigun fyrir fitu á síðu var breytt yfír í millimetra í stað stiga á bilinu 1 - 5 og gefin voru sameiginleg síig fyrú' læri og malir á fæti í stað læra eingöngu samkvæmt ábendingum frá Sveini. Vert er að taka fram að fyrir frekari útreikninga var stigum (1-5) breytt yflr í tölur, (1 varð að 1, 1+ að 2,...og 5 að 13). 3

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.