Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Qupperneq 9

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Qupperneq 9
INNGANGUR Fyrsta gróðurhúsið á íslandi var byggt á Sauðárkróki árið 1896, af dönskum kaupmanni, sem hét Carl Knudsen (Kristmundur Bjamason, 1969). Hann hitaði húsið upp með hrossataði, sem hann lét gerjast. í húsinu ræktaði Knudsen matjurtir til heimilis og hóf þar með, fyrstur manna, heimilisgarðrækt í gróðurhúsi á íslandi. Einar I. Siggeirsson (1957) skrifaði um notkun plastefna við garðyrkju, en þá mun plast enn hafa verið lítið notað til slíkra hluta á íslandi. Þetta er líklega ein fyrsta grein, sem skrifuð hefur verið á íslensku um þessa notkun á plasti. Sturla Friðriksson (1968) greindi frá ræktunartilraunum þar sem hann notaði plast. Upp úr því fer notkun á plasti í garðyrkju vaxandi. Vorið 1982 var reist gróðurhús úr plasti á Hvanneyri, með það fyrir augum að gera athuganir á ræktun matjurta. Hús þetta er 40 m^ að stærð. Árið 1984 var annað plastgróðurhús byggt, sem er 72 að stærð. Óli Valur Hansson (1985) lýsir vel gerð plastgróðurhúsa, eins og þau eru á Hvanneyri. Seinna húsið hefur reynst óhentugt fyrir rannsóknir, vegna þess hve stórt það er. Uppskera í miðju húsinu er að öðru jöfnu meiri en uppskeran út við dyrnar, líklega vegna hitamismunar. Lengi vel var ekki til upphitað gróðurhús á Hvanneyri. Á 100 ára afmæli skólans árið 1989, var tekið í notkun nýtt og gott upphitað gróðurhús. Það gjörbreytti m.a. aðstæðum til uppeldis á plöntum. Áður en upphitaða gróðurhúsið var byggt ólu eftirtaldir aðilar upp plöntur fyrir skólann: Garðyrkjuskóli ríkisins, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Tómas M. Ludwig garðyrkjumaður, Klöpp í Reykholtsdal. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir hjálpina. Einnig voru aldar upp plöntur við Ijós á fjósloftinu á Hvanneyri, við erfiðar aðstæður. Öllum þeim tilraunum og athuganum, sem getið er um í þessu riti, hefur verið lýst í árlegum skýrslum bændaskólans á Hvanneyri (Fjölrit Bændaskólans á Hvanneyri Nr. 59, 60 og 64, ásamt Ritum Búvísindadeildar nr. 2, 3, 5, 9 og 12). Þess vegna er hér ekki skýrt frá öllum upplýsingum um hveija athugun eða tilraun, t.d. um áburð, reitastærð o.fl. í plastgróðurhúsunum á Hvanneyri hafa fáar tilraunir verið gerðar með samreitum. Hins vegar hefur mikið verið gert af athugunum, þar sem hver tilraunameðhöndlun er aðeins á einum reit. Þetta hefur orðið til þess að unnt hefur verið að reyna margar tegundir og afbrigði matjurta, en niðurstöðumar em ekki nákvæmar. Á grundvelli athugananna er þó hægt að benda á þær matjurtir með nokkurri vissu, sem unnt er að rækta í köldum plastgróðurhúsum. Köld plastgróðurhús em mest notuð af fólki, sem ræktar matjurtir til heimilisnota. Ný gróðurhús úr plastdúk eru ekki dýr miðað við hús úr gleri eða hörðu plasti. Hins vegar endist plastið utan á þeim venjulega aðeins 2-5 ár, þannig að rekstrarkostnaður er töluverður. Plast er aðallega búið til úr olíu eða jarðgasi. Ef þessi hráefni hækka í verði, eins og búast má við, hækkar verð á plasti og þar með verður dýrara að nota plast eða trefjadúk við ræktun. 3

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.