Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Qupperneq 13
Fjöldi athugana í 3. töflu, þýðir fjölda ára, sem athugunin var gerð.
Hlutfallstölumar em reiknaðar fyrir hvert ár og miðaðar við að uppskeran á
Tamino sé 100. Vegna þess að það er misjafnlega mikill íjöldi athuganna, á bak
við hveija uppskerutölu, gefur það réttari mynd af mismun milli stofna, að bera
saman hlutfallstölumar.
Norskar flokkunarreglur (Norsk Standard, 1976) vom hafðar til hliðsjónar
við flokkunina, þ.e.
1. flokkur Gulrætur meira en 24 mm í þvermál að ofan.
2. flokkur og úrkast Litlar eða skemmdar gulrætur.
1.12 Óhefðbundnar gulrætur, 1991-1995
Gulrætur em mismunandi að lögun og lit. Fyrstu ræktuðu gulrætumar munu hafa
verið fjólubláar. Gulu gerðirnar, sem nú eru algengastar, hafa gefið af sér
heiðgular og hvítar gerðir. Nokkrar gerðir og afbrigði vom reyndar af gulrótum,
sem venjulega eru ekki ræktuð á íslandi.
5. tafla. Stofnar af óhefðbundnum gulrótum 1991 og 1993-1995.
Table 5. Varieties ofunusual carrots.______________
Stofn Fjöldi athuganna Uppskera, Þungi á Fjöldi
kg/rtÁ gulrót, g vaxtadaga
Varieties Number of Yield, Weight of Growing period,
observations kg/ m? carrot, g. # of days
Heiðguiar, langar
Palatinato 1 3,70 60 71
Parísar gulrætur
Kundulus 1 0,66 9 57
Lisa 1 3,46 18 89
Parmex 2 3,64 29 91
Sætar, litlar gulrætur
Suko 2 1,45 28 70
Eins og nafnið bendir til er litur Palatinato gulróta heiðgulur. Þær þykja
því setja skrautlegt yfirbragð á matinn. Parísar gulrætur eru litlar og hnöttóttar og
margir stofnar þeirra þykja bragðgóðir. Parmex er stofn, sem notaður er í
stórframleiðslu. Suko gulrætur em litlar og þykja sætar.
1.2 Nípa (Pastínakka) (Pastinaca sativa)
Árin 1988, 1989 og 1992 var ræktuð nípa í litlum mæli í plastgróðurhúsi. Nafnið
nípa mun vera hugarsmíð Hafsteins Hafliðasonar (1988), en Einar Helgason
(1926) nefndi jurtina pastínakka. Tvö fyrri árin var nípan forræktuð innanhúss.
Árin 1988 og 1989 var meðalþungi á nípu 179 g. Árið 1992 var nípufræi sáð út í
plastgróðurhusið. Þá varð uppskeran mjög lítil, eða 0,23 kg/mÁ Það ár var nípu
einnig sáð út í garð, en þar var uppskeran ekki mælanleg. Öll árin var notað
afbrigðið Suttons Student frá Mj-fr0.
7