Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Síða 14

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Síða 14
1.3 Sorturót (Skorsónsrót) (Scorzonera hispanica) Árin 1988-'89 var reynd sorturót af afbrigðinu Rússneski risinn. Plöntumar voru aldar upp í heitu gróðurhúsi. Sorturót þarf djúpan og lausan jarðveg. Hugsanlega er jarðvegurinn í plastgróðurhúsunura á Hvanneyri of þéttur og kaldur, því að rætumar reyndust vera stuttar og kræklóttar. Síðara árið voru rætumar að meðaltali 108 g undan plöntu. Fyrra árið vom nokkrar rætur teknar upp og geymdar. Þær vom gróðursettar vorið eftir, en komu ekki upp. Árin 1991 -'93 var reynd sorturót af afbrigðinu Maxima. Hluti af sortu- rótinni var tekinn upp 1991, þá var þungi af rótum 1,1 kg/rnÁ Sorturætumar vom ljótar og mynduðu frekar hnúða en fallegar, langai- rætur. Um haustið var settur heymddi yfir plöntumar og lifðu þær af veturinn. Uppskeran árið 1992 var 2 kg/mÁ eða 324 g undan plöntu. Sorturætumar vom 20-35 cm langar og mun fallegri en ræturnar úr fyrri athugunum. Veturinn 1991-'92 var ein planta geymd í jörðu, án þess að breitt væri yfir hana og lifði hún af veturinn. 2. Gróðurhúsaávextir 2.1 Agúrkur (Cucumis sativus) Agúikur em flokkaðar í að minnsta kosti þrjár gerðir eftir útliti ávaxtanna. Gróðuihúsagúrkur, sem mynda langa ávexti án frjóvgunar, þegar verið er að framleiða neysluvöm. Asíur mynda styttri ávexti úr frjóvguðum blómum. Þrúgugúrkur mynda litla ávexti og eru uppskornar áður en þær ná fullum þroska. Asíur em mikið ræktaðar utan húss í Danmörku en þrúgugúrkur í Noregi. Á þeim 13 ámm sem athuganir vom gerðar með agúrkur í óupphituðum plastgróðurhúsum á Hvanneyri vora ekki teljandi vandræði vegna sjúkdóma. Nauðsynlegt er að binda plöntumar upp. 2.11 Gróðurhúsagúrkur (slöngugúrkur) í sex ár vom gerðar athuganir á ræktun gróðurhúsagúrka af stofninuin Minibar í óupphituðu piasthúsi. 6. tafla. Uppskera af Minibar gróðurhúsagúrkum. Table 6. Yields ofMinibar smooth skinned cucumhers. Ár í athugunum. Years in observations 1987 - 1992 Uppskera, kg/m^ , meðaltal. Meati yields, kg/m2. 4,67 Uppskera af plöntu, kg, meðaltal. Mean yield ofa plant, kg. 3,54 Fjöldi asía af plöntu. Number of cucumbers from a plant. 23 Þyngd á ávexti, g. Mean weight ofa cucumber, g. 165 Fyrsti uppskerudagur. First day ofharvest. 9. júlf '91 - 2. ágúst '88 Síðasti uppskerudagur. Last day ofharvest. 3. sept '92 -14. sept '87 Hver planta hafði 0,7-0,8 m^ vaxtarrými. Eins og áður hefur verið getið er erfitt að gera tilraunir í óupphituðum gróðurhúsum, vegna þess hve vaxtarskilyrði 8

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.