Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 21
16. tafla. Uppskera af stofnum af blaðsalati 1989, á bersvæði og í pottum.
Table 16. Yield of leaf lettuce 1989. The plants were growing in garden or in pots in a cold
plastic greenhouse._______________________________________________________________________
Á bersvœði
Uppskera Þungi á
kg/m^ á plöntu, g
Growing in garden
ípottum í gróðurhúsL
Þungi á plöntu
úr potti, g
Growing in pots in plastic
Mean yield kg/m2 Mean weight of each plant, g greenhouse. Mean weight ofeach plant. g
Amerískt plukksalat 1,13 219 37
Australische Gel 1,60 333 71
Carthgon 1,19 247 92
Red Rebosa 1,23 277 48
Bera má uppskerutölur úr 16. töflu saman við uppskeru á blaðsalati
ræktuðu í beðum í köldu plastgróðurhúsi í 14. töflu. Þá verður ljóst hvað
venjuleg ræktun í plasthúsinu gefur miklu meiri uppskeru. Nokkuð bar á því að
sniglar skemmdu salatið í plasthúsinu, en þó ekki svo mikið að ástæða þætti til að
beita plöntuvamarefnum.
Stofnamir fengu allir þá umsögn að blaðhvirfingamar væm fallegar.
Amerískt plukksalat er gamall stofn (Aamlid, K. 1987), sem er með rauðleita
blaðhvirfingu. Bragðgæði viðunandi. Árin 1989 og 1991 bar ofurlítið á
blaðrandarskemmdum.
Australische Gel er Ijósgrænn. Bragðgæði viðunandi. Árin 1989 og 1991 bar
ofurlítið á blaðrandarskemmdum.
Carthgon er með ljósgræna blaðhvirfíngu. Hefur minnsta hneigð af afbrigðunum
til að blómgast í ótíma. Bragðgæði viðunandi. Árin 1991 og 1992 bar
mikið á því að miðjan á blaðhvirfingunni skemmdist, sennilega af völdum
sveppa.
Red Rebosa hefur rauðleita blaðhvirfingu. Minni bragðgæði en hjá hinum
stofnunum. Plöntumar vom heilbrigðar.
Salad Bowl með ljósgræna blaðhvirfingu. Bragðgæði viðunandi. Árið 1991 bar
mikið á að miðjan í blaðhvirfingunum skemmdist, sennilega af völdum
sveppa.
3.52 Höfuðsalat
Af höfuðsalati vom reyndar á Hvanneyri þrjár undirtegundir; smjörsalat (Lactuca
sativa var. capitata), íssalat (L.s. var. capitata crispa) og Bataviasalat.
Smjörsalatið er mjúkt og með tiltölulega slétt blöð. Höfuð íssalats er að öðm
jöfnu þétt og blöðin eru stökk. Bataviasalat er millistig á milli smjörsalats og
íssalats.
15