Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 23

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 23
Smjörsalat Atlanda gaf falleg höfuð 40 dögum eftir að salatið var gróðursett í köldu plastgróðurhúsi og um 55 dögum eftir sáningu í sama húsi. Ef beðið er lengur með að uppskera salatið var hætt við skemmdum. Árið 1989 fór öll uppskeran í 1. flokk eftir 37-41 vaxtardaga, en aðeins 33% af uppskerunni eftir 44-48 vaxtardaga. Árið 1990 fór 73% í 1. flokk og 1992 57%. Það voru aðallega skemmdar blaðrenndur, sem felldu salatið í mati, þegar leið á vaxtartímann. Grenoble gaf falleg höfuð, en fremur litla uppskeru. Árið 1989 byrjuðu höfuðin að vefja sig 40-45 dögum eftir að salatið var gróðursett. Mikið bar á skemmdum blaðröndum. Árið 1989 fór 50% í 1. flokk, þegar skorið var upp eftir 37-41 vaxtardag, en það fór ekkert í 1. flokk, þegar skorið var upp eftir 44-48 vaxtardaga. Árið 1992 fór aðeins 34% af salatinu í 1. flokk. Mikið bar á myglu eftir 44-48 vaxtardaga árið 1989. Tannex gaf mikla uppskeru og falleg höfuð, ef skorið var upp nógu snemma. Það bar lítið á skemmdum blaðröndum og myglu fyrr hluta vaxtarskeiðsins. En eftir 37-41 vaxtardag fór aðeins 50% í 1. flokk og 17% eftir 44-48 vaxtar- daga árið 1989. Árið 1990 fór 44% í 1. flokk. Það sem skorið var upp 25 dögum eftir að salatið var gróðursett 1989 og 45 dögum eftir að salatinu var sáð 1990 fór alltí l.flokk. Tom Tumb er gamalt afbrigði, sem gefur lítil höfuð. Árið 1991 var salatfræinu sáð 16. maí, en 61 degi síðar, 16. júlí, voru allar plöntumar famar að njóla. Oresto var í athugunum árin 1983-1988 og var þá talinn með betri afbrigðum, sem reynd vom (Magnús Óskarsson, 1989). Niðurstaðan var svipuð árið 1989. Þá fór 83% af uppskerunni í 1. flokk þegar skorið var upp eftir 37-41 vaxtardaga og 33% af uppskerunni eftir 44-48 vaxtardaga. Það var fremur mygla en skemmdar blaðrendur, sem feldi salatið í mati. íssalat Ithaca er gamalt afbrigði, sem var í athugunum á Hvanneyri 1984-1986 og 1988 og reyndist sæmilega (Magnús Óskarsson, 1989). Afbrigðið var í athugun árið 1990 og þá fór aðeins 38% af salatinu í 1. flokk. Það sem felldi stofninn við flokkun, var aðallega mygla. Nabucco reyndist sæmilega í athugunum á Hvanneyri á árunum 1983-1988 (Magnús Óskarsson, 1989). Uppskeran var mikil árið 1989 og 1990. Árið 1989 fór 50% af salatinu í 1. flokk og árið eftir 92%. Það virtust aðallega vera skemmdir af völdum myglu, sem feldu salatið við flokkun. Tieres frá O.E. var reynt í athugunum á Hvanneyri árin 1985-1986 og reyndist gefa mikla uppskeru (Magnús Óskarsson, 1989). Fræi af Tieres var sáð seinna en öðru fræi árið 1989 og var þess vegna ekki tekið með í uppgjör. Sjúkdómar virtust ekki hrjá salatið. Webbs Wonderful er gamalt afbrigði og mjög þekkt í Bandaríkjunum. Árin 1991 og 1992 gaf afbrigðið mjög mikla uppskeru. Fyrra árið var salatið byrjað að njóla 70 dögum eftir sáningu. Seinna árið bar ekki á að salatið njólaði, þó að vaxtardagar frá sáningu yrðu 78. 17

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.