Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 24
Bataviasalat
Doree de Printemps er ítalskt afbrigði, þó að fræið hafi verið frá Hollandi. Árið
1989 hafði salatið myndað sæmileg höfuð 35-40 dögum eftir gróður-
setningu. Þá fór 33% í 1. flokk af salati, sem tekið var upp eftir 37-41
vaxtardag. Það voru fyrst og fremst skemmdar blaðrendur, sem feldu salatið
í flokkun. Eftir 44-48 vaxtardaga fóru aðeins 17% í 1. flokk. Þá voru það
bæði skemmdar blaðrenndur og mygla, sem felldu salatið úr 1. flokk.
Hansen Inproved hefur áður verið í athugunum á Hvanneyri og fengið þá umsögn
að það reyndist nokkuð vel (Magnús Óskarsson, 1989). Enn virðist sú
umsögn eiga við. Árið 1989 fór 67% af salatinu, sem skorið var upp 37-41
degi eftir gróðursetningu, í 1. flokk og 33% af salatinu, sem skorið var upp
44. og 48. dögum eftir gróðursetningu. Árið 1990 fór 73% af salatinu í 1.
flokk. Stofninn féll í flokkun vegna myglu, en ekki skemmdra blaðranda.
3.53 Rómverskt salat (Lactuca sativa var. longiflora)
Árin 1991 og 1992 var gerð athugun á ræktun á einu afbrigði af rómversku salati,
sem heitir Little Gem og var frá T.&M. Að meðaltali var uppskeran eftir þessi tvö
ár 5,40 kg/m^ og meðalþungi á höfði 376 g. Vaxtardagar voru 71. Þungi á höfði
var lítill, ef miðað er við hve þung höfuð rómverskt salat myndar að jafnaði.
Wood, R. (1979) segir að höfuð af Little Gem eigi að vera smávaxin, þétt og
bragðgóð. Á Hvanneyri þóttu höfuðin falleg og þétt í sér, en ekki var dæmt um
bragðgæðin. Árið 1991 bar töluvert á myglu og blaðrandarskemmdum, en árið
1992 voru höfuðin af Little Gem nálega óskemmd.
3.54 Spergilsalat (Lactuca sativa var. angustana)
Árin 1989 og 1991 var spergilsalat ræktað í plastgróðurhúsi. Það er fyrst og
fremst blómstöngullinn, sem er notaður t.d. í ýmsa kínverska rétti, salöt og í
súpur á svipaðan hátt og aspargus. Það verður að skera stöngulinn af plöntunni
áður en blómbrumin þroskast. Á meðan blöðin eru ung er unnt að nota þau í
salöt, en þegar þau eldast verða þau römm.
Fyrra árið sem spergilsalatið var ræktað var uppskeran lítil, aðeins 53 g af
plöntu. Þetta var viðunandi vegna þess að plönturnar voru á slæmum stað í
gróðurhúsinu. Seinna árið gekk miklu betur, þá var uppskera 5,2 kg/m^, þ.e.
stönglar og blöð, en blöðin voru orðin römm.
3.6 SaltfífiII (Cichorium endivia)
Salatfífill er mikið ræktaður í Suður- og Mið-Evrópu, en lítið á Norðurlöndum,
sennilega vegna þess að fólki á þeim slóðum finnst bragðið of rammt.
Árið 1990 voru salatfíflar ræktaðir í plasthúsunum á Hvanneyri. Fólki
fannst bragðið af fíflunum svo vont að þeir voru aðeins ræktaðir þetta eina ár.
Ræktunin heppnaðist vel.
18