Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 25

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 25
19. tafla. Uppskera af salatfíflum. Table 19. Yield ofchicory.__________ Afbrigði Uppskera, kg/m2 Uppskera af plöntu, g Vaxtardagar Variety Mean Yield Weight of Growing kg/m2 a plant, kg. period, days Livretta 2,38 288 45 Palla Rossa 4,40 592 45 Vaxtardagar eru taldir frá gróðursetningu til upptöku. Af uppskeru Palla Ross fór 70% í 1. flokk, en aðeins 10% af uppskeru Livretta. 3.71 Blaðsilla (Blaðsellerí) (Apium graveolens) Silla er ýmist talin kryddjurt eða salatjurt. Tegundin skiptist í tvær aðalgerðir, blaðsillu og hnúðsillu. Blaðsillan skiptist síðan í þijár gerðir: * Vetrarsillu, sem verður að pakka inn í pappír síðustu vikur vaxtartímans til að lýsa blaðleggina. * Sumarsillu, sem lýsist án þess að vera pökkuð inn. * Græna ameríska sillu. Sillur af þeirri gerð eru borðaðar grænar (Wood, R. 1979). Green cutting cellery er af þessari gerð. Uppruni fræsins er ókunnur. Fjögur af þeim afbrigðum, sem reynd voru á Hvanneyri voru sumarsillur og hefði því sennilega ekki þurft að lýsa blaðleggina til að milda bragð þeirra. Flest árin var dagblöðum samt sem áður vafið utan um leggina, síðustu vikur vaxtartímans, til að tryggja hvíta blaðleggi og milt bragð. 20. tafla. Stofnar af blaðsillu 1989-1995. Table 20. Varieties and mean yield of celery 1989-1995. Stofn Variety Fjöldi athuganna Numbers of observations Uppskera, kg/m2 Mean yield kg/rn^ Þungi á plöntu g Weight of a plant, kg. Hlutfallstala Proportion Avalon F1 2 2,36 445 107 Blancato 5 4,08 412 88 Green cutting cellery 3 1,99 345 63 Hopkins Fenland. 2 3,26 473 72 Loret 4 3,01 339 78 Selfira 5 4,76 483 100 Hlutfallstölurnar eru miðaðar við uppskeru af Selfira árin, sem afbrigðin voru saman í athugun. Uppeldisdagar í heitu gróðurhúsi voru að meðaltali 55. Sennilega hefði verið til bóta að uppeldisdagamir hefðu verið fleiri. Vaxtardagar voru 99 fyrir flest afbrigðin, sum árin hefði þurft að taka Blancato fyrr upp. Árið 1991 mistókst ræktun á blaðsillunni, líklega vegna þess að þær stóðu of nálægt tómataplöntum, enda þola þær illa skugga (Wood R. 1979). Uppskera af Selfira var þó sæmileg, eða 3,45 kg/mÁ Uppskera af Blancato og Lathom var hins vegar mjög lítil. Uppskeran árið 1992 var einnig mjög léleg. Góð uppskera af blaðsillu er því ekki alveg árviss í plastgróðurhúsunum. 19

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.