Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Qupperneq 31
White Tokyo ræktað með þolanlegum árangri og 1982 og 1983 afbrigðið White
Lisbon með lélegum árangri.
Árið 1992 var aftur reynt að rækta White Lisbon Uppskera eftir 78
vaxtardaga var 1,45 kg/mÁ Meðalþungi á lauk var 36 g.
4.5 Skalotlaukur (Alliurn cepa var. ascalonicum)
Árið 1994 var skalotlaukur ræktaður í óupphitaða plasthúsinu. Laukurinn var af
stofninum Creation Fl, Uppskeran var 1,16 kg/irU og meðalþungi á lauk 41 g.
Uppeldistími í heitu gróðurhúsi var 78 dagar og vaxtadagar 61 í kalda húsinu. Óli
Valur Hansson (1978) segir um skalotlauk: "Hann er að því leyti frábrugðinn
sáðlaukum, að hver planta myndar fleiri smálauka. Skalotlaukurinn er iiarðgerður
og ætti því að eiga vel við hér á landi. Hann er ekki söluvara, Menn rækta hann
aðeins til heimilisnota."
5. Krydd- og tejurtir
Gerðar hafa verið allmargar athuganir á krydd- og tejurtum í óupphitðu plast-
gróðurhúsi á Hvanneyri.
5.1 Arús (Pimpinella anisum)
Árið 1991 var reynt að rækta anís. Plantað var út í plasthúsið 28. maí, eftir 46
daga uppeldi í heitu gróðurhúsi. Plönturnar náðu ekki að mynda fræ, en það eru
þau sem eru nýtt.
5.2 Basilíka (Ocimum basilicum)
Basilíka var ræktuð 1988-1992 og síðan aftur 1994. Árin 1991 og 1992 var
ræktuð græn og rauð basilíka. Ræktunin tókst best árið 1991. Það ár var uppskera
af grænni basilíku 1,76 kg/m^ og af rauðri 0,91 kg/mA Uppskera af plöntu 1988
og 1991 var 165 og 193 g. Árin 1989, 1990. 1992 og 1994 var uppskera af plöntu
að meðaltali 25 g. Að meðaltali voru uppeldisdagar í heitu gróðurhúsi 52.
Gróðursett var á tímabilinu 25. max til 9. júní.
5.3 Esdragon (Artemisia dracunculus)
Árin 1988-1992 og 1994-1995 voru gerðar athuganir á ræktun esdragons í óupp-
hituðu plastgróðurhúsi. Ræktað var rússneskt esdragon. Ræktunin gekk flest árin
sæmilega. Uppskera af plöntu var 377 g, þau sjö ár sem ræktunin var reynd, eða
1,48 kg/mÁ Þegar líða tók á sumarið urðu plöntumar stórar og grófar.
Uppeldisdagar í heitu gróðurhúsi voru að meðaltali 43. Plantað var út í kalda
gróðurhúsið 25. maí til 9. júní. Nokkrar plöntur lifðu af veturinn 1994-1995.
25