Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Síða 32

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Síða 32
5.4 Garðablóðberg eða timían (Thymus vulgaris) Árið 1982 voru reyndar nokkrar plöntur af garðablóðbergi, þá var uppskera af plöntu 789 g (Magnús Óskarsson, 1989). Árin 1988-1992 og 1994-1995 voru enn gerðar athuganir á garðablóðbergi í plastgróðurhúsi. Árin 1988-1990 var fræið frá Hal., árin 1991 og 1992 frá Dæh., en árin 1994 og 1995 voru ræktaðar plöntur, sem voru frá Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur. Uppskeran þau sjö ár sem ræktunin stóð var sem svarar 0,6 kg/m^. Uppskerumælingar voru fremur ónákvæmar. 5.5 Kamilla (Matricaria chamomilla) Tejurtin kamilla var aðeins ræktuð árið, 1991, í plastgróðurhúsi. Uppskera af plöntu var 210 g eða 1,24 kg/m^. Plantað var út 29. maí eftir 46 daga uppeldi í heitu gróðurhúsi. Skorið var upp 2. júlí og 10. sept. Kamilla er tejurt, en kamillute er talið róandi og svæfandi. Þessi eina athugun bendir til þess að auðvelt sé að rækta kamillu í óupphituðum plastgróður- húsum. 5.6 Kerfíll (Anthriscus cerefolim) Árin 1988-1990 voru gerðar athuganir með að rækta kerfil. Meðaluppskera af plöntu var 238 g. Besta uppskan var árið 1990, 2,71 kg/m^. Plantað var út í kalda húsið 25. maf til 13. júní, að meðaltali eftir 50 uppeidisdaga í heitu gróðurhúsi. Uppskera stóð frá lokum júní fram í september. 5.7 Koríander (Coriandrum sativum) Árið 1991 var reynt að rækta fræ af koríander. Plantað var út í kalda húsið 29. maí, eftir 46 daga uppeldi í heitur gróðurhúsi. Plöntumar mynduðu nokkur fræ, sem reyndust bragðsterkt og gott krydd. Blöðin á koríander munu vera nothæf sem krydd, en þau voru ekki reynd á Hvanneyri. 5.8 Mintur (Mentha) Það eru til margar tegundir af mintum. Þrjár af þeim hafa verið reyndar á Hvanneyri, eins og tafla 28 ber með sér. 28. tafla. Uppskera af mintum. Table 28. Yieldofmints._____ Tegund Species Ár í athugun Years of observations Uppskera, ke/mf Mean yield kg/mf Uppskera, g af plöntu. Mean weight g per plant. Htokkinminta (Mentha spicata) 1982-1983 929 Hrokkinminta (Mentha spicata) 1991-1995 1,35 237 Piparminta (Meritha piperata) 1982 669 Grænminta (Mentha viridis) 1988-1990 1,54 252 26

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.