Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 34
6. Aðrar matjurtir
6.1 Ertur (Pisum sativum)
Árin 1992 og 1994 voru ræktaðar ertur af gerðinni Alaska Early Buch Pea. Fyrra
árið var ertunum sáð beint út í plastgróðurhús 14. maí, en seinna árið 15. maí.
Uppskeran 1992 var 4,2 kg/m^ af ertum og skálpum. Seinna árið voru aðeins
ertumar vigtaðar og vom þær 0,41 kg/m.2, þar af töldust 94% vera fyrsta flokks
ertur. Líklega má þetta teljast viðunandi uppskera. Ertumar þóttu bragðgóðar.
Árið 1992 vom vaxtardagar 70 - 103 og árið 1994 vom þeir 89 og 105.
í athugunum, sem gerðar vom með ræktun á ertum árin 1979, 1982 og
1983 var uppskeran mun lakari (Magnús Óskarsson, 1989).
6.2 Ætiþistill (Artiskok) (Cynára scólyrnus)
Reynt var að rækta ætiþistil í plastgróðurhúsinu árið 1989. Sáð var til plantnanna
30. mars og gróðursett út í gróðurhúsi 25. maí. Ekki fékkst nothæf uppskera.
6.3 Sykurmaís (Zea maya var. saccharata)
Árin 1994 og 1995 var gerð athugun á ræktun á sykurmais. Bæði árin var
stofninn Two's Sweeter F1 reyndur. Meðaluppskera var 0,8 kg/m^. Stofninn
Trophy F1 var einnig reyndur 1995. Vegna mistaka var uppskeran af Trophy
ekki mæld, en kólfamir vom vel þroskaðir og fallegir. Seinna áiið vom
uppeldisdagar í heitu gróðurhúsi 43 og vaxtardagar í kalda gróðurhúsinu annars
vegar 86 og hins vegar 92. Þær plöntur, sem stóðu næst plastveggnum, í húsinu
mynduðu ekki kólfa, lofthæðin var ekki nægjanlega mikil fyrir þær og e.t.v. hafa
þær ekki þolað næturkuldann frá plastdúknum.
ÁLYKTANIR
Gulrætur
Það hefur áður komið fram að á Hvanneyri, sé betra að rækta gulrætur í
óupphituðum plasthúsum en á bersvæði, undir trefjadúk eða í plastbúmm
(Magnús Óskarsson, 1995).
Til em ýmsar gerðir af gulrótum, sem eru mismunandi í útliti, vaxtarlagi
og lit. Sú gerð, sem lang algengast er að rækta á íslandi, heitir Nantes. Flestir
stofnamir, sem reyndar voru í athugunum á Hvanneyri, voru af þeirri gerð.
í þeim athugunum, sem hér um ræðir , er uppskera af Nantes Napoli mest.
Nokkur önnur afbrigði hafa reynst vel, þar má nefna Atmaro, Nantura, Nelson,
Premino og Tamino. í fjölriti um fyrri tilraunum frá Hvanneyri (Magnús
Óskarsson, 1989) var sagt frá athugunum með að rækta gulrætur undir plasti eða
28