Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 35

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 35
trefjadúk. Gulrætur af Nantes gerð, sem þá voru nefndar sem uppskerumiklar, auk Napoli voru: Marko, Nantucket, Nanthya, Tamino og Tip Top. í grein um gulrótarafbrigði fyrir Norður-Noreg segir Synnevág. G. (1990) að gulrótarafbrigðin Nanthya, Napoli og Nelson hent öll fyrir ræktun í Norður- Noregi. Öll afbrigðin eru fljótvaxin, en dragist upptaka er þeim hætt við að springa. Omre A. (1987) fjallar um þá gulrótarstofna, sem þá voru algengastir á markaði í Noregi. Hann segir að Napoli hafi reynst vel í tilraunum með fljótvaxnar gulrætur, uppskera, litur og útlit sé gott. Stofninn sé því að taka þann sess, sem Nanthya hafði áður. Eina ókosturinn við Napoli, telur höfundur vera að gulrætumar vilja springa, ef þær eru ekki teknar nógu snemma upp. Parísar gulrætur eru litlar og hnöttóttar. Margir stofnar af þeim eru taldir sælgæti. Hér á landi eru þær líklega eingöngu ræktaðar í heimilisgörðum. í nálægum löndum eru þær ræktaðar af bændum, sem búa yfir góðri tækni. Um Suko gulrætur og aðrar sömu gerðar má segja svipað, þær eru litlar og taldar ljúffengar. Bæði Parísar og Suko gulrætur henta vel til ræktunar í heimilisgörðum og trúlega skólagörðum, þar sem æskilegt er að sprettuhraðinn sé mikill. Trúlega er rétt að telja Parmex einnig til smávaxinna gulróta. Heiðgular gulrætur eru óvíða á diskum fólks, að minnsta kosti á íslandi. Mörgum fínnst þessar óvenjulegu gulrætur vera fallegar og gimilegar. Þess vegna geta þær hæft fólki, sem langar til að rækta eithvað nýstálegt í heimilisgarðinum. Hugsanlega gæti einhver stóiTæktandi einnig notað slíkar gulrætur til að auka fjölbreymina á markaðinum. Palatinato gulrætur voru ræktaðar í fjögur ár á Hvanneyri, þar af eitt ár í plastgróðurhúsi. Ræktun þeirra utan plastgróðurhúss, en undir öðrum gróðurhlífum heppnaðist ágætlega, að meðaltali var uppskeran 5,25 kg/m2 (Magnús Óskarsson, 1989 og Tilraunaskýrsla 1988). Nípa Nípa er gömul matjurt, sem var mikið ræktuð um alla Evrópu fyrir daga kartaflna og gulróta. Þetta er rótarávöxtur sem svipar til gulróta í vexti. Nú er hún hvergi ræktuð í stómm stfl, en dálítið notuð sem þunkuð súpujurt, einkum með öðrum matjurtum (Bjelland, O. og Balvoll, G., 1976). Einar Helgason (1926) reyndi nípu, sem hann nefndi pastínakka, og taldi að ræktun á henni lánaðist ekki nema í hlýjum jarðvegi. Hann ræktaði afbrigðið Suttons Student, sem er sama afbrigðið og var reynt á Hvanneyri rúmlega hálfri öld seinna. Á Hvanneyri heppnaðist sæmilega að rækt nípu í óupphituðu plast- gróðurhúsi, ef plöntumar voru forræktaðar. Hins vegar heppnaðist ekki að sá henni beint út í gróðurhúsið og þaðan af síður beint út í garð. Fólk, sem átti þess kost að neyta hennar, tók henni fremur fálega. Agúrkur Agúrkur eru upprunnar í Asíu, sennilega á Indlandi og líklega er það þess vegna, sem litlar agúrkur hafa fengið nafnið asíur. Gróðurhúsagúrkur eru yfirleitt um 40 cm að lengd, asíur um 15 cm og þrúgugúrkur 6-9 cm (Wood, R. 1979 og Aamlid, 29

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.