Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 36

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 36
K 1987). Fleiri gerðir eru til af agúrkum, en þær hafa ekki verið reyndar á Hvanneyri. Asíur og þrúgugúrkur eru m.a. kallaðar "frilandsagurker" á tungum hinna Norðurlandaþjóðanna, sem gefur til kynna að þær séu fyrst og fremst ræktaðar úti í garði. Aamlid, K, (1987) segir að í Noregi sé vaxandi áhugi á að rækta agúrkur í ódýrum heitnilisgróðurhúsum. Það er vandamál, að gúrkumar þola illa frost. Á Hvanneyri ætti þess vegna ekki að gróðursetja þær í óupphituðu plastgróðurhúsi fyrr en fyrstu daganna í júní. Það þýðir, að ekki er unnt að ná nema 60-80 vaxtardögum í plastgróðurhúsinu, eins og áður hefur komið fram (Magnús Óskarsson, 1989). Fyrst þegar ræktun á asíum hófst á Hvanneyri, þekkti fólk ekki ávextina og hafði ekki áhuga á að reyna þá, en það breyttist fljótlega, þegar fólk kynntist asíunum. Á Hvanneyri hefur gengið þokkalega að rækta asíumar í óupphituðum plastgróðurhúsum. Raunar má segja það sama um þrúgugúrkur og Minibar gróðurhúsagúrkur, en uppskera af bestu gerðum af asíum hefur þó verið mest. Þeir stofnar af asíurn, sem nú eru á markaði og gengið hefur vel að rækta em: Lisanna, Nadina, Jolina og Wilma. Á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins og Rala vom gerðar tilraunir með þrúgugúrkur í óupphitum gróðurhúsum. Bestu afbrigðin gáfu 10 kg/m^ (Magnús Ágústsson, 1985). Þetta er rösklega helmingi meira en fékksí í kalda gróðurhúsinu á Hvanneyri. Árið 1989 töldu menn, að þrúgugúrkur hefðu þolað vorkulda betur en gróðurhúsagúrkur og asíur. Mergja Indíánar í Ameríku hafa ræktað mergju eða grasker í 3000-4000 ár. í Suður- Ameríku er mergja þriðja mikilvægasta matjurtin, kemur næst á eftir maís og baunum (Janick, J. 1986). Nú er mergja mikilvæg matjurt í Suður-Evrópu, en í Norður- Evrópu er hún aðallega ræktuð í heimilisgörðuin (Bjelland.O. og Balvoll G.,1976). Mergja er raunverulega tvær tegundir Cucurpita pepo og Cucurpita maxima, sem báðar em einærar. Ávextir af báðum tegundum em af mörgum gerðum, t.d. aflangir, kúlulaga eða eins og hörpudiskar í laginu og hafa verið nefndir gulmergja, grænmergja eða hörpudisksmergja á íslensku. Ef ávexdmir em uppskornir áður en þeir ná að mynda steina, eru þeir kallaðir "squash" á ensku, en ávextir, sem ná fullum þroska, em kallaðir "pumpkin" á ensku, en "græskar" á dönsku. Þessi nöfn virðast þó vera á reiki. Gold Ingot gulmergja gaf töluverða uppskeru. Líklega þolir hún heldur meiri kulda en t.d. tómtar og paprika. íslendingar em óvanir megju og fólk á Hvanneyri sýndu henni lítinn áhuga. Þó komust sumir upp á að steikja hörpudisksmergju í smjöri og töldu það Ijúfmeti. Tómatar og paprika Það heppnaðist illa að rækta tómata og papriku í óupphituðu plastgróðurhúsi, uppskeran var of lítil. Æskilegt hefði verið að reyna fleiri afbrigði af þessum jurtum, sem hugsanlega þyldu meiri kulda. 30

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.