Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Side 38
Blaðsalat
Eftir þeim athugunum á blaðsalati, sem að framan er greint frá, má búast við að fá
uppskeru af salati 40-60 dögum eftir að því er sáð í óupphitað plastgróðurhús. Ef
salatplönturnar eru forræktaðar er unnt að byrja uppskeruna fyrr.
Garðar R. Árnason (1994) segir: "Blaðsalat er samheiti fyrir salattegundir,
sem mynda ekki neina eða mjög lausvafna hausa. Til eru margar gerðir af
blaðsalati með ljósgræn, dökkgræn eða rauðlituð blöð og lögun blaðanna getur
verið mjög breytileg, allt frá heilrendum blöðurn yfir í mjög miklar blaðskerð-
ingar." Þó flestum beri saman um að bragðgæði blaðsalats séu ekki eins mikil og
höfuðsalats, þá hefur ræktun þess aukist að undanförnu, m.a. vegna þess hvað
blöðin eru falleg. Garðar bendir á að: "Einn helsti ókostur blaðsalats er að það
þolir illa flutninga og geymslu, því að blöðin slappast fljótt eftir skurð. Víða
erlendis hafa rauð afbrigði náð miklum vinsældum og má merkja aukna eftirspum
eftir slíku salati hér á landi."
Blaðsalat, sem ræktað er í heimilisgörðum, má nota með því að tína blöðin
af salatinu jafnóðum og þau þroskast. Ef blaðsalat. á að fara á markað verður að
uppskera alla blaðhvirfinguna. Raunar skipta menn gjaman blaðsalati í tvo
flokka. Annars vegar skurðsalat, sem myndar þéttar blaðhvirfingar, sem
auðveldast er að skera upp sem heild. Hins vegar er tínslusalat, "plokksalat" þar
sem blöðin sitja þannig að auðvelt er að tína þau smám saman af stönglinum,
þegar þau hafa náð hæfilegri stærð.
Á gmndvelli þeirra athuganna, sem hér um ræðir, er mjög örðugt að benda
á afbrigði af blaðsalati, sem er öðmm betra. Amerískt plukksalat, Australische
Gel og Carthgon eru allt falleg og sæmilega bragðgóð afbrigði. Bragðgæði Red
Rebosa vom talin minni en hinna afbriganna, en plöntumar vom lítið hrjáðar af
kvillum.
Höfuðsalat
í þeim athugunum, sem gerðar vom á Hvanneyri, bar töluvert á blaðrandarvisnun
í salatinu. Þessi sjúkdómur er lífeðlisfræðilegur. Oft kemur sjúkdómurinn fyrst
fram í yngstu blöðunum, í miðju höfðinu. í blaðröndunum er lítið af kalsíum, sem
þaxf þó ekki að stafa af því að of lítið sé af kalsíum í jarðveginum. Það hefur
jafnvel dugað að sprauta kalki daglega á yngstu blöðin. Rannsóknir benda til, að
það séu venjulega ýmsir aðrir þættir en kalsíumskoitur, sern valda sjúkdómnum,
eða víxlverkanir margra þátta. Rosenfeld, H.J. og Rosenfeld, I.S. (1994) segja, að
nýjar rannsóknir sýni, að það sem hafi áhrif á blaðrandaskemmdir sé, mikil birta,
íangur birtutími, hátt hitastig, mikill loftraki og mikið magn af koltvísýringi í
loftinu. Allir þessir þættir, nema e.t.v. sá síðasti, geta haft áhrif í plastgróður-
húsum. Áður nefndir höfundar telja, að hiti að deginum ætti ekki að fara yfir
20°C og næturhiti ætti að vera um 15°C. Nýjar rannsóknir, sem gerðar voru með
íssalat að Ási í Noregi (Balvoll, G. 1995), bentu til að hin mikla birta um mitt
sumarið valdi fremur blaðranndaskemmdum en hátt hitastig. í norsku tilraununum
hafði það ekki mikil álirif á blaðranndaskemmdimar hvort íssalatið var ræktað í
óupphituð plasthúsi, sem var lokað á næturnar, plasthús sem var opið á nætumar
32