Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Síða 39

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Síða 39
eða í garði á bersvæði. Salatafbrigðin þola misvel mikið ljós og langan birtutíma. Þessu til viðbótar getur skortur á bór og of mikið af köfnunarefni, sérstaklega sé það borið á sem ammoníum áburður, aukið skemmdimar. Annar sjúkdómur í salati er salatrotnun af völdum myglusveppa. Rotnunin lýsir sér þannig, að neðstu blöðin og stöngull jurtarinnai' skemmast, einkum er líður á vaxtartímabilið. Þegar um salatrotnun er að ræða er jarðveginn oftast smitaður af myglusveppum (Henriksen, K. 1982). Á Hvanneyri bar töluvert á þessum sjúkdómi í salati, þegar líða tók á vaxtartímann. Gegn sjúkdómnum er helst barist með sáðskiptum og með því að nota plöntuvamarefni. Á Hvanneyri var sveppaeitur ekki notað. Það er trúlegt, að þar sem sömu plöntutegundimar eru ræktaðar í plastgróðurhúsum ár eftir ár safnist smitefni fyrir í jarðveginum, þó að frostið að vetrinum hamli á móti. Salatplöntum er að sjálfsögðu eðlilegt að mynda blómstöngul, en það má ekki gerast snemma á vaxtarskeiðinu. Eins og áður er getið vom í Noregi gerðar tilraunir með íssalat (Balvoll, G. 1995). Þar kom í ljós að mest bar á því að salat njólaði í plathúsum, sem vora lokuð á nætumar, njólunin var minni væra dymar hafðar opnar, en minnstar hjá íssalati, sem ræktað var á bersvæði. Þetta er álitið vera vegna þess, að hitastigið var hæst í plasthúsi með lokaðar dyr, en lælgst á víðavangi. í skýrslunni frá árinu 1989 sagði Magnús Óskarsson: "Á grundvelli þeirra rannsókna, sem farið hafa fram á Hvanneyri, er varla unnt að segja að eitt afbrigði salats skari fram úr öðrum." Þetta gildir einnig um athuganimar, sem gerðar vora árin 1989-1990. í áðurnefndri skýrslu er vakin athygli á eftirtöldum afbrigðum af smjörsalati, sem ræktuð vora í plasthúsi: Arolds, Natoma og Orestro. í seinni athugunum hefur Orestro enn sannað gildi sitt og Atlanta og Tannex reyndust sjúkdómsþolin. Wood, R. (1979) segir að Tom Tumb sé gamalt og henti vel fyrir heimilisgarðrækt. Á Hvanneyri njólaði afbrigðið snemma. í skýrslu Magnúsar Óskarssonar frá 1989, voru eftirtalin afbrigði af íssalati talin áhugaverð: E1 Toro, Great Lakes nr. 118 og 659, Ithaca, Nabucco og Tieres. í þeim athugunum, sem hér er fjallað um, reyndist Ithaca vera viðkvæmt fyrir salatroti. Nabucco reyndist eins og áður nokkuð vel. Webbs Wonderful reyndist gefa mikla og sæmilega heilbrigða uppskera. Wood, R. (1979) telur, að afbrigðið hafi litla hneigð til að njóla. Bataviasalalið, Hanson Improved gaf mikla og sæmilega heilbrigða uppskeru. Silla (Sellerí) Silla er upphaflega strandplanta, sem vaxið hefur á rökum stöðum (Bjelland, O. og Balvoll, G. 1976). Blaðsilla hefur verið ræktuð í óupphituðu plastgróðurhúsi á Hvanneyri í átta ár. Um tvö fyrstu árin hefur Magnús Óskarsson (1989) skrifað áður. Plönturnar vora alltaf aldar upp í heitu húsi. Af þessum átta áram mistókst ræktunin í þrjú ár, sennileg í tvö ár vegna kulda og einu sinni af því að plöntumar stóðu í of miklum skugga. Það er talinn kostur að blaðleggir blaðsillu séu þykkir með litlu af trefjum. Á Hvanneyri voru blaðleggimir fremur grannir en ljúffengir. 33

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.