Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 20
Áburður 1990-1991 og 1993-1995 varg/m^; 18 N, 7,8 P, 21,3 K, 11,6 S,
1,8 Mg, 3,9 Ca og 0,08 B. Árið 1988 voru ekki notuð plöntuvamarefni gegn
kálflugunni, enda skemmdi maðkur plöntumar verulega. Árin 1988-1990 var
notað Agritox og 1991 og 1993-1995 Basudin 10. Stærð reita var 2,7 irfi árin
1990 og 1991, hin árin var stærð reita 5,4 m^ og vaxtarrými hverrar plöntu var
0,27 m^. Uppeldisdagar vom að meðaltali 35 dagar. Þegar trefjadúkur var
notaður, var hann að meðaltali 45 daga yfir plöntunum. Toppurinn var skorinn af
plöntunum 29. júlí til 1. september. Margir stofnar gefa meiri uppskeru af
nýtanlegum hnöppum, ef toppurinn er skorinn af plöntunum síðari hluta sumars
(Bprtnes, G. 1990).
Þann 23. júlí 1990 var mikið rok og vatnsveður, þá skemmdust plöntumar,
sem voru undir trefjadúknum. Þetta sýnir hvaða vandamál fylgja því að vera með
trefjadúk yfir hávöxnum plöntum í slagveðurs rigningu. Plöntur af stofnunum
Colonne og Oliver virtust þola dúkinn og veðrið betur en plöntur af stofnunum
Dolmic og Sentinel.
Grænkál (Brassica oleracea, acephala)
Magnús Óskarsson (1984 og 1989) hefur áður gert grein fyrir nokkram athug-
unum á sprettu grænkáls. Árið 1990 var grænkál af stofninum Arbo ræktað á
bersvæði og undir trefjadúk. Uppskera á bersvæði var 2,99 kg/m^ og 3,56 kg/m^
undir dúknum. Uppskera af plöntu var 806 g og 961 g. Fyrir 1. ágúst var búið að
uppskera 9% af heildar uppskerunni hjá plöntum á bersvæði og 23% af þeim,
sem voru undir trefjadúk. Áburður g/m^ var: 18 N, 8 P og 21 K. Vaxtarrými fyrir
hveija plöntu var 0,27 mÁ Úðað var með Agritox gegn kálflugu. Trefjadúkurinn
var yfir kálinu í 76 daga.
Árið 1995 var gerð athugun með kál, sem nefndist Halfhpj Kruset. Upp-
skera af því var 4,03 kg/m^ og af plöntu 1090 g. Árin 1990 og 1995 voru
plönturnar aldar upp í heitu gróðurhúsi.
Grænkál er mjög harðgert og ræktun þess getur varla mistekist nema ef
kálmaðkur skemmir plöntumar. í nálægum löndum er mikið gert af því að frysta
grænkál, m.a. vegna þess að það er talið ljúffengara eftir frystingu.
Blaðkál (Brassica chinensis)
Á Hvanneyri hafa verið gerðar athuganir og tilraunir með blaðkál síðan 1985
(Magnús Óskarsson, 1989). Blaðkál er matjurt, sem er enn lítið þekkt á fslandi.
Það er raunar nýr landnemi í Evrópu, kominn frá Austur-Asíu. Blaðkál er fyrst og
fremst salatjurt, sem sprettur mjög hratt.
14