Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 35

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 35
Kínakál Kínakál barst til Evrópu á vegum japanskra fyrirtækja upp úr 1970. Síðan hefur það farið sigurför um Evrópu. Kínakáli hættir til að blómstra óhæfilega snemma, í löndum þar sem sumamætur eru bjartar. Það er unnt að seinka blómguninni með því að ala plönt- umar upp í upphituðu gróðurhúsi, við um 20°C hita. Þetta hefur tekist nokkuð vel á Hvanneyri, þannig að ótímabær blómgun var ekki verulegt vandamál. í fyrri ritgerð segir Magnús Óskarsson (1995): "Kínakál er viðkvæmt fyrir gróðurhlífum, einkum trefjadúk. Kálhöfuðin verða ljót undan dúkniun og því óglæsileg söluvara. Það ætti þó varla að saka að hafa dúk á kálinu 2-3 vikur eftir útplöntun." Hér að framan er skýrt frá athugunum og tilraunum, þar sem trefjadúkur hefur flýtt uppskerunni um 5-6 daga. Guttormsen, G. (1987) leggur til að kínakál sé fremur ræktað í plastbúrum en undir trefjadúk, að minnsta kosti, ef ræktun er hafin snemma vors, vegna þess að hitinn í búrunum dregur úr hættu á að kálið njóli. Hins vegar segir höfundur að kínakál þoli ekki mjög mikinn hita og þess vegna verði að byrja að loftræsta búrin tveimur vikum eftir plöntun. Á grundvelli þeirra mælinga, sem hér er fjallað um, er erfitt að kveða upp dóm um það hvaða stofnar af kínakáli henti við aðstæður eins og á Hvanneyri. Nagaoka 50 reyndist sæmilega, einkum á bersvæði, með falleg og þétt höfuð. Yoko var með falleg og þétt höfuð, en byrjaði snemma að njóla árið 1995. Spring var með falleg höfuð, en gefur hugsanlega heldur minni uppskeru en fyrr töldu stofnamir. Höfuðin af Hanko virtust vera gróf og laus í sér. Stofnamir Two Seasons, Morilla, Optiko, Sumioka og Taranoka eru allir álitlegir og taka fyrri stofnum, ef til vill fram. Það þyrfti að gera góða tilraun með ræktun þeirra á bersvæði. Garðar R. Ámason (1993) getur um þrjú afbrigð af kínakáli, sem hafa reynst vel hér á landi; Kasumi, Hopkin og Nagaoka 50. Tvö af þessum afbrigð- um, Kasumi og Nagaoka 50, hafa hlotið viðurkenningu í Noregi, sem góð snemmvaxin afbrigði (Guttormsen, G. 1990). Hnúðkál Það er vitað að hnúðkál hefur verið ræktað í Mið-Evrópu frá því á 16. öld. Kálið virðist aldrei hafa orðið vinsælt á Norðurlöndum, en menn þekktu það. Schierbeck iandlæknir (1890) segir: "Hinar svo nefndu ofanjarðar-gulrófur (B.ol. caulorapá) hnúðkál eða Böhmisk Strunch þrífst einkarvel og er mjög bragðgott; en mjer hefur eigi tekizt að fá neina til að sækjast eptir því." Einar Helgason (1926) segir: "Árin 1902-1904 og nokkrum sinnum síðar, sáði ég hnúðkáli á bersvæði. Hnúðamir urðu 250-400 gr. á þyngd." Þetta er sú þyngd, sem nú þykir best, svo að lélegur vöxtur er ekki skýringin á því að hnúðkálið hefur ekki náð vinsældum á íslandi. Hnúðkál og gulrófur eru að hluta til notaðar á svipaðan hátt í matreiðslu. Margir telja að hnúðkál sé betra í hrásalöt, þannig að með breyttum inatarvenjum gæti áhugi á ræktun hnúðkáls hugsanlega aukist. Á Hvanneyri hefur ekki verið reynt að sá hnúðkálinu beint út í garð, en Weisæth, G. (1975) segir að þá sé töluverð hætta á að kálið njóli, einkum ef 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.