Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 29

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 29
Inkakorn (Chenopodium quinoa) Árið 1993 var sáð jurt, sem á Hvanneyri fékk nafnið inkakom, vegna þess að hún er ættuð úr Andesfjöllum og Inkar notuðu fræ hennar til matar. Það var dr. Ingileif Kristjánsdóttir, sem sendi Bændaskólanum fræ af þremur stofnum jurtarinnar, Ch. 91133, Ch. 91197 og Ch. 91349. Fræi var sáð 4. júní og fyrstu plöntumar komu upp 18. júní. Nokkrar plöntur vom aldar upp í gróðurhúsi og gróðursettar 28. júní. Þegar blómgun var byrjuð 10. og 11. ágúst komu mikil næturfrost, sem eyðilögðu blómvísana og þar með var ekki um fræmyndun að ræða. Að öðm leyti þoldu plöntumar frostið. UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR Blómkál Talið er að blómkál sé frekar erfitt í ræktun, einkum vegna þess, að það hefur hneigð til að mynda svo nefnd örverpishöfuð (túkalla). Einnig virðist kálmaðk- urinn hafa sérstakt dálæti á blómkáli. Af þessum ástæðum telja ýmsir, að blómkálsrækt henti illa í heimilisgörðum. í þeim tilraunum og athugunum, sem hér er fjallað um, myndaði blómkálið mjög sjaldan örverpishöfuð. Til að forðast það var þess m.a. gætt að hafa blóm- kálsplöntumar frekar litlar, þegar þeim var plantað. 0ijord, N.K. (1981) segir að örverpishöfuð rnyndist oft vegna þess, að plöntumar séu orðnar stórar og famar að mynda blómvísa, þegar þeim er plantað út og þoli ekki áfallið við útplöntun- ina. Blómvísamir fara ekki að myndast fyrr en plantan er komin með 5-7 blöð. Hann ráðleggur að ala plöntumar fyrst við 15°C í þrjár vikur og síðan við 18°C í eina viku. Annað ráð til að forðast myndun örverpishöfða er að ala blómkálsplöntur upp við lágan hita og planta þeim út á meðan þær era litlar. Þá myndast fljódega mikill blaðmassi, sem er grundvöllur þess að plöntumar myndi stór og falleg blómkálshöfuð, en ekki örverpishöfuð (Garðar Ámason, 1989). Af tilraunum, sem áður hefur verið skrifað um, var dregin sú ályktun að það flýti fyrir uppskeru að hafa trefjadúk yfir kálinu fyrstu 4-6 vikumar eftir plöntun (Magnús Óskarsson, 1995), eða jafnvel allt sumarið (Halldór Sverrisson, 1990 b). Þetta gæti flýtt fyrir sprettunni um allt að 10 daga. Það er hins vegar auðvelt að rækta fljótvaxna og meðalfljótvaxna blómkálsstofna í tilrauna- garðinum á Hvanneyri án gróðurhlífa. í mörg ár hefur Opaal verið mest notaði fljótvaxni stofninn hér á landi. Á Hvanneyri var meðalsprettutími stofnsins 67 dagar. Á Garðyrkjuskóla ríkisins var sprettutíminn 49 dagar árið 1994, en fyrstu vikumar var kálið haft undir trefjadúk (Bjöm Gunnlaugsson og Bodil Vestergaard, 1995). Opaal virðist nú vera að hverfa af markaði, enda hafði stofninn ýmsa ókosti. Af þeim stofnum, sem reyndir hafa verið á Hvanneyri, er enginn jafn fljótvaxinn og Opaal. Úr tilraun þeirra Bjöms og Bodilar (1995) virðist það helst vera Fastman, sem nálgast það að vera eins fljótvaxinn. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.