Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 36
hitastigið er lágt. Á Hvanneyri var kálið alið upp í heitu gróðurhúsi og þá er lítil
hætta á að plönturnar njóli, ef að þær eru teknar upp á eðlilegum tíma.
Vaxtartími hnúðkáls er það stuttur að erfitt getur verið að gera upp við sig
hvort nota eigi plöntuvamarefni gegn kálflugu. Ef það er gert, verður það að vera
efni, sem eyðist fljótt, svo að það valdi ekki hættu eða ótta hjá fólki. Stöngullinn
fyrir neðan hnúðinn er harður og að því er virðist óaðgengilegur fyrir kálmaðkinn.
Samt skemmdi maðkurinn um 15% af uppskerunni árið 1994 og nokkrar
skemmdimar urðu einnig árið 1995. Hnúðkál þolir vel að vera undir trefjadúk og
dúkurinn dró greinilega nokkuð úr skemmdum af völdum kálmaðks, þó að
aðeins væri notaður venjulegur 17 g/m^ dúkur.
Gulrófur
Gulrófa er tiltölulega ný nytjajurt, sem sennilega hefur orðið til við blöndun káls
(Brassica oleraceá) og næpu (Brassica campestris) (Weisæth, G. 1975).
Gulrófnaplöntur em þess vegna hvergi til villtar. Gulrófu er fyrst lýst í
Þýskalandi árið 1620. í upphafi var hold rófnanna líklega hvítt, en um árið 1800
em gular rófur komnar fram á sjónarsviðið (Bjelland.O. og Balvoll G., 1976).
Þegar fyrri tíðar menn, t.d. Bjöm Halldórsson (1783), tala um næpur eða rófur,
eiga þeir fyrst og fremst við næpur, en hugsanlega aðra rótarávexti. Hjá Orðabók
Háskólans finnst orðið gulrófa líklega fyrst á prenti árið 1863. í blaðinu
íslendingur segir J.B. (1863): "Undirjarðarkálrabinn, sem einnig er kallaður
kálrófa eða gulrófa, og sem allur almenningur þekkir, gefur stærri ávöxt en
yfirjarðar kálrabbinn." Yfirjarðar kálrabbi er sennilega næpa. Samkvæmt þessu
hefur "allur alrnenningur" þekkt gulrófu um miðja 19. öld. Schierbeck, land-
læknir, segir um gulrófur árið 1886: "Þessi jurt er og mun að líkindum ávallt
verða sú matjurt, sem mest er ræktuð á vom landi. í mörgum görðum er hún
ræktuð alveg eingöngu." Innrás kálflugunnar breytti þessu. Geir Gígja og
Ingólfur Davíðsson (1947) segja: "Kálmaðka varð fyrst vart í Reykjavík um 1930,
og um 1940 fór að bera vemlega á þeim á Akureyri. Nú [1947] em þeir víðast á
svæðinu frá Borgarfirði og þaðan suður og austur um land, austur á Síðu.”
Hagtölur um kaitöfluframleiðslu og gulrófnaframleiðslu virðast vera
óáreiðanlegar, sennilega m.a. vegna þess að misbrestur er á að uppskera úr
heimiíisgörðum komi fram á skýrslum. Um neysluna er enn minna vitað vegna
þess að kartöflur hafa oftar verið fluttar inn en gulrófur. Hér að neðan er reiknað
út hlutfallið á milK kartöfluframleiðslu og gulrófnaframleiðslu á íslandi í nokkur
ár á þessari öld, samkvæmt hagskýrslum.
Árin 1901 - 1910 var ræktað 1,4 sinnum meira af kartöflum en gulrófum,
árin 1911 - 1920 var ræktað 2,0 sinnum meira af kartöflum en gulrófum,
árin 1921 - 1930 var ræktað 2,6 sinnum meira af kartöflum en gulrófum,
árin 1931 - 1935 var ræktað 2,5 sinnum meira af karíöflum en gulrófum,
árin 1936 - 1940 var ræktað 4,3 sinnum meira af kartöfium en gulrófum,
árin 1941 - 1950 var ræktað 8,9 sinnum meira af kartöflum en gulrófum og
árin 1985 - 1990 var ræktað 17,5 sinnum meira af kartöflum en gulrófum.
(Búnaðarskýrslur 1964 - 1967 og Landshagir 1991 og 1995).
30