Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 33

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 33
Höfuð af stofnunum Intro og Primero eru mjög hörð og þéttvafin. Höfuð af Sint Pancras eru aðeins lausari í sér og liturinn á kálinu er Ijósari en á hinum stofnunum. Blöðrukál "Blöðrukál þykir mörgum bragðbetra en hvítkál. Það vex þó töluvert hægar og skilar sjaldan jafn öniggri uppskeru." segir Óli Valur Hansson í fræðsluriti sínu og Magnúsar Óskarssonar (1983). Síðan þetta var ritað, hafa komið fram nýir hraðvaxta stofnar af blöðrukáli. Þrír af þeim, sem reyndir voru á Hvanneyri, Comparse, Promasa og Wallasa, eru það fljótvaxnir, að þeir komi með viðunandi uppskeru fái þeir 60-90 vaxtardaga á bersvæði eða 50-80 vaxtardaga undir trefjadúk. Stofninn Julius er einnig áhugaverður, en hann þarf 90-100 vaxtardaga undir trefjadúk. Vaxtardagar eru taldir frá gróðursetningu. ÓIi Valur Hansson og félagar (1978) segir: "Bragð blöðrukálsins er sérkennilegt og kemur fyrst vel fram eftir að kálið hefur náð að frjósa eða verið fryst um stund." Það er ekki ótrúlegt, að eftir því sem íslendingar kynnast betur matreiðslu í Mið-Evrópu, því líklegri séu þeir til að nýta blöðrukál. Rósakál Þeir stofnar af rósakáli, sem reyndir voru á Hvanneyri, þurftu lengri vaxtartíma en þar gafst. Þó gáfu Colonne, Dolmic, Jade, Oliver og Veloce nothæfa uppskeru, ef þeir voru undir trefjadúk fyrri hluta sumars og Dolimic og Oliver gáfu meira að segja dálitla uppskeru á bersvæði. Um tilraun, sem gerð var á Garðyrkjuskóla ríkisins segir Sigurður Þráinsson (1983): "Afbrigðið Jade F kom best út og hlýtur uppskera þess að teljast vel viðunandi". Stofninn Dolmic er talinn fljótvaxinn af rósakáli að vera. Þar sem skilyrði voru best í Suður-Noregi, þurfti hann 125 vaxtardaga og 155 vaxtardaga þar sem þau voru lakari (Bprtnes, G. 1990). Á Hvanneyri fékk sami stofn 94 vaxtardaga. Það er því ekki furða að kálið sé vanþroskað á Hvanneyri. Óli Valur Hansson o.fl. (1978) segja: "Rósakál ...þarf hins vegar langan vaxtartíma og verður því að teljast fremur hæpið, að ræktun þess geti orðið örugg hérlendis og að það geti skilað teljandi uppskeru. Jafnt garðyrkjumenn sem leikmenn hafa fiktað smávegis við ræktun þess bæði fyrr og síðar. Við og við hefur fengist dágóð uppskera, en oftar mun þó hafa mistekist með ræktunina." Rósakálið er hávaxið og þess vegna er ekki auðvelt að nota gróðurhlífar nema fyrstu vikurnar eftir gróðursetningu. Trefjadúkur hefur reynst nokkuð vel, en í slagveðurs rigningu verður hann þungur og skemmir plöntumar. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.