Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 28

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 28
Vegna þess að annað árið voru engir samreitir og hitt árið aðeins tveir, er varhugavert að bera saman þyngdaraukninguna eftir stofnum. Hins vegar virðist óhætt að draga þá ályktun að 8.-22. ágúst, 1994 og 1995 hafi sprettuhraði gulrófnanna verið mikill. Uppskeruaukning milli uppskerudaga var sem hér segir: Árið 1994 var þyngdaraukningin 120 g/m2 á dag hjá Kálfafellsrófum. Árið 1995 var þyngdaraukningin 138 g/m^ á dag hjá Kálfafellsrófum. Árið 1994 var þyngdaraukningin 229 g/m^ á dag hjá Ragnarsrófum. Árið 1995 var þyngdaraukningin 123 g/m^ á dag hjá Ragnarsrófum. Árið 1995 var þyngdaraukningin 86 g/m^ á dag hjá Vige. Bæði 1994 og 1995 voru gerðar bragprófanir á rófunum. Síðara árið stóð Ragnar Ríkharðsson, nemi í matvælafræði, fyrir rannsóknunum. Fyrra árið töldu fleiri að soðnar Kálfafellsrófur væri betri en Ragnarsrófur, en þetta snérist við seinna árið. Það ár voru Kálfafellsrófa og Vige taldar svipaðar að gæðum. Seinna árið töldu flestir að Vige væri fallegast rófan, en útlit Ragnarsrófnanna væri lakast. Það kann að vera vegna þess, að samkvæmt matinu var Ragnarsrófa með ógreinilegan fjólubláan lit á kollinum, en hin afbrigðin með sterkari fjólubláan lit, sem þakti stærri hluta af rófunni. Árið 1990 var gerð athugun á því hvort unnt væri að að fæla kálflugur frá gulrófum með því að gróðursetja graslauk beggja megin við rófumar. Þann 17. ágúst vora rófumar teknar upp og uppskeran var 2,3 kg/m^. Dálítið bar á möðkum utan á rófunum og var hýðið nokkuð skemmt að neðan. Það var lítið um maðk inni í rófunum. í rófum, sem teknar vora upp á sama tíma og Agritox hafði verið úðað á, var enginn maðkur. Kínasperglar (Chinese Broccoli) (Brassica alboglabrá) Árið 1990 var kínasperglum, af stofninum Greenlance Fl, sáð á Hvanneyri. Fræið var frá T.& M. Uppskera var 0,66 kg/m- og uppskera af plöntu 178 g. Það, sem notað er af jurtinni, eru grannir sperglar með mun minni blómhnöppum en á spergilkáli. Á Hvanneyri var talið að bragðgæði kínaspergla væra svipuð og hjá spergilkáli, en McClements (1983) telur að ekki sé eins sterkt kálbragð af sperglunum og af spergilkáli. Sami höfundur segir að það eigi að skera sperglana af plöntunni, þegar hún er um 40 cm há. Á Hvanneyri var hún orðin hærri, þegar hún var uppskorin. Mjókblaðka (Brassica perviridis) Mjúkblaðka af stofninum Tendergreen Fl, sem reynd var á Hvanneyri árið 1990, er mjög fljótvaxin austurlensk salatjurt. Fræið var frá T.& M. Uppskeran var mikil, eða 4,13 kg/rnÁ Sennilega hefði átt að tína blöðin af jurtinni fyrr en gert var, en þá hefði uppskeran orðið minni. McClements (1983) segir, að það eigi að byrja að tína grænu blöðin af jurtinni þegar hún hefur náð 5-6 cm hæð og halda því áfram þangað til bragðið af blöðunum verður rammt. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.