Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 37

Rit Búvísindadeildar - 20.07.1996, Blaðsíða 37
Hlutfallstölurnar sýna að þegar kálmaðkurinn breiddist um landið eftir 1930 minnkaði ræktun gulrófna verulega miðað við kartöflur. Sú kynslóð sem nú býr í landinu borðar ekki mikið af gulrófum miðað við aldamótakynslóðina og það eru ekki teikn á lofti um að það breytist á næstunni. Vaxtarrými gulrófna í tilraunum og athugunum, sem gerðar voru 1993-'95 var sennilega óþarflega mikið. Ef sá fjöldi plantna, sem var í athugunni 1993, er umreiknaður í fjölda plantna í gulrófnagarði, þá væru 37.000 og 55.000 rófur á hektara. Rófumar vom þó af hæfilegri sölustærð eftir 83 vaxtardaga úti í garði, eða 570-670 g. Óli Valur Hansson (1978) ráðlagði að hafa 80.000-120.000 rófur á hektara. Norðmaðurinn Dragland, S. (1989) ráðlagði 70.000-110.000 rófur á hektara. Hann bendir á að rófur, sem samkvæmt norskum reglum má flokka í 1. flokk, séu 0,5-2 kg að þyngd, en rófur sem eru um 1 kg að þyngd seljast best. Rófur, sem notaðar em til iðnaðarframleiðslu, t.d. í rófuteninga og rófustöppu mega vera stærri. Dragland bendir einnig á að þegar vélum er beitt við ræktunina, þá sé bil milli raða nokkuð ákveðið, þannig að til þess að minnka vaxtarrými rófnanna, m.a. til að fá minni rófur, verði að minnka bilið á milli rófna í röðunum. Fyrir íslenskan markað eru 0,5-1 kg rófur sennilega seljanlegastar. í ritgerð sinni leiða þau Óli Valur Hansson og Áslaugar Helgadóttir (1988) líkur að því, að svo nefndar íslenskar gulrófur séu afsprengi Þrándheimsgulrófna, sem Schierbeck, landlæknir, flutti inn frá Noregi. Enda segir Schierbeck (1986): "Þrándheimskálrabí er mjög hentugt fyrir ísland." Óli Valur og Áslaug (1988) segja: "Athugun þessi bendir því til þess að mikill erfðabreytileiki sé í þeim rófustofnum sem hér hafa varðveist og nefndir hafa verið Kálfafellsrófa og Ragnarsrófa. Er líklegt að stofnamir tveir eigi sér sameiginlegan erfðamassa sem ugglaust má rekja til Þrándheimsgulrófu Schierbecks." íslenskir neytendur virðast vera ánægðir með íslensku afbrigðin. En erfðabreytileikinn er mikill, eins og Óli Valur og Áslaug segja, og þess vegna eru íslensku rófurnar misjafnar að gæðum. Það er erfitt að gera upp á milli t.d. Kálfafellsrófu og Ragnarsrófu og ómögulegt á grundvelli þeirra athuganna sem hér eru kynntar. Vige er trúlega náskyld íslensku afbrigðunum og mjög svipað þeim. Rétt er að benda á að Sigurður Þráinsson (1982) telur Vigi: "Gott afbrigði í flestum atriðum í samanburði við önnur." Nýjar kínverskar matjurtir Á undaförnum árum hefur áhugi á austurlenskum mat aukist mikið á íslandi, sem og í öðrum vestrænum löndum. Þessu hefur m.a. fylgt áhugi á ræktun grænmetis frá Austur-Asíu. Á síðustu áratugum hafa jurtir eins og kínakál, blaðkál og pípulaukur komið frá Austurlöndum og náð rótfestu í evrópskum görðum. Þær austurlensku jurtir, sem reyndar voru á Hvanneyri árið 1990, reyndust auðveldar í ræktun á bersvæði. Þetta eru jurtir, sem auðvelt er að nota í hrásalöt, en eru allar notaðar í austurlenskri matargerð. McClements, J.K. (1983) fullyrðir t.d. að árangur austurlenskrar matargerðar sé betri, ef notað er kínverskt spergil- kál en hefðbundið spergilkál, enda er þarna um tvær mismunandi tegundir matjurta að ræða. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.