Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 58

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 58
4. tafla. Áhrif umhverfishita og þurrkstigs á verkun votheys (á rannsóknastofu) Umhverfishiti um 6°C um 20°C SÝRUSTIG, pH Þurrefni við hirðingu, % 19,5 4,54 5,06 33,2 4,89 4,84 44,5 6,44 5,35 LÉTTING VIÐ VERKUN (efnatap með gasi), % Þurrefni við hirðingu, % 19,5 1,3 3,2 33,2 0,7 2,1 44,5 1,8 1,5 Fyrstu niðurstöður benda til að áhrif umhverfishita á verkun votheys fari dvínandi með hækkandi þurrefni. Ólokið er efiiamælingum á heysýnum úr þessari tilraun. 5. Að bjarga hröktu heyi Aðstæður í júlí-mánuði 1997 voru óhagstæðar heyþurrkun í Borgarfirði. Er nær dró Ólafsmessu fyrri hraktist nokkuð af fjárheyi á Hvanneyri sem fara átti í rúllur. Þegar útséð var um öruggan þurrk var ákveðið að taka heyið saman í rúllur, blanda maurasýruríku hjálparefni (Foraform) í hluta þess, auk þess sem reynt var að þurrka hluta heysins eftir föngrnn í dægurlangri flæsu. Þannig sköpuðu aðstæður nokkra heyflokka sem ætlunin er að bjóða gemlingum nú í vetur til þess að kanna lysíugleikann auk þess sem hefðbundnar fóðurefnagreiningar verða gerðar á heyinu. 6. Verkun og geymsla votheys í smáböggum í samvinnu við Bútæknideild RALA var gerð rannsókn á votverkun heys í hefðbundnum smáböggum sem hjúpaðir voru plasti (4- og 6-foldu). Var hún liður í athugun Bútæknideildar á sérstakri pökkunarvél sem þangað kom til prófunar. Tilraun var gerð með verkun háar á tvennum þurrkstigum; var það raunar sama hráefnið og notað var í rannsókn sem sagt var fiá xmdir lið B.3. hér að ffarnan. Að lokinni liðlega 3 mánaða útigeymslu var heyið athugað. Enn liggur aðeins fyrir mæling á sýrustigi þess og eru meðaltölumar birtar í 5. töflu. Til samanburðar eru teknar með tölur fyrir rúllubagga úr sama hráefni í 6-foldum plasthjúp: 51

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.