Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 27
ÁHRIF SLÁTTUTÍMA OG VERKUNAR 25
F%a56
6. mynd Áhrif fóðrunarvirðis heysins (f.f.e./kg °'56) á vöxt gemlinganna.
Fig. 6 The regression of the daily liveweight gain (g/day) on the feeding potential of the hay (F.U./W 0,x).
heyflokka að uppruna, þroska og verkun.
Með það í huga ber að skoða tölurnar, en
að óreyndu ætlum við, að vart beri mikið á
milli.
14. tafla sýnir, að gemlingarnir hafa étið
0,29-0,60 f. f. e. hver á dag að jafnaði. í
raun voru þessi gildi örlitlu hærri (1—2%),
því að gemlingarnir völdu bezta heyið úr
gjöfinni, eins og áður var nefnt, en ekki var
tillit tekið til þess við útreikning 14. töflu.
Þeir gemlingar, sem sýndu svo til eðlilegar
framfarir (a-hóparnir), átu að jafnaði 0,55
f. f. e. og tæp 100 g af hráprótíni á dag, en
þeir, sem lítt eða ekki breyttu þyngd sinni
á athugunarskeiðum, fengu hver 0,42f. f.
e. og 58 g af prótíni á dag. Þessar tölur um
orkuþörf gemlinga til vaxtar og viðhalds
eru á neðri mörkum málgilda (Arni G.
Pétursson, 1976, Saue, 1968).
Líta má á stærðina f. f. e. /dag /gemling
sem mælikvarða á fóðrunarvirði heysins.
Fóðrunarvirði (feeding potential) er talið
gefa góða hugmynd um heildaráhrif fóð-
urs á gripi, ekki sízt þegar um heyfóður er
að ræða (Breirem og Homb, 1970).
6. mynd sýnir tengsl fóðrunarvirðis
heysins og þungabreytinga gemlinganna á
athugunarskeiðunum.
Við reikninga af þessu tagi er heyát
gripsins miðað við þunga hans í ákveðnu
veldi, n, þar sem n hefur gildið nærri 3U
(Blaxter, et al. 1961). Saue (1968) getur