Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 49

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 49
JÚGURBÓLGA í ÍSL. KÚM 47 á þessum 25 býlum megi teljast góður, reyndist nýsmitið svo mikið, að ljóst er, að til þess að ná markvissum og verulegum árangri (bata) verður að leggja stóraukna áherzlu á „umhverfisvernd“ mjólkurkúa, því að þetta er smitnæmur sjúkdómur. Arin 1967—71 fóru fram rannsóknir og læknisaðgerðir til skipjis, líkt og að framan greinir, þ. e. ein eða fleiri rannsóknir og læknisaðgerðir á milli, á sex býlum. Á öll- um þessum býlum reyndist júgurbólga veruleg. Á íjórum býlanna fóru aðeins fram tvær rannsóknir með læknisaðgerð á milli. Hin tvö býlin voru stór, smit mikið, og ákveðið að reyna til þrautar að berjast gegn júgurbólgunni. Niðurstöður voru þessar: Býli Tala kúa Tala með kúa júgurbólgu Tala júgur- hluta með júgurbólgu A 22 10 15 eftir aðgerð 16 0 0 B 15 9 19 eftir aðgerð 13 2 2 C 29 10 19 eftir aðgerð 28 3 4 D 25 5 7 eftir aðgerð 30 0 0 E 25 19 36 eftir 4 aðgerðir 25 5 6 F 64 27 40 eftir 7 aðgerðir 58 3 3 Rannsóknir á býlunum E og F hófust í júní 1967. Eftir fjórar rannsóknir á býli E (1968) var engin júgurbólga talin þar vera að undanskildu nýsmiti í fimm kúm og sex júgurhlutum og skipulögðum rann- sóknum hætt þar. Á býlinu F var árangur aðgerða eftir hverja rannsókn að jafnaði góður, frá 75-90% lækning eftir hverja rannsókn og læknisaðgerð. Fjósið er hins vegar hjarðfjós, sem ekki er unnt að sótt- hreinsa eins og t. d. básafjós. Því var kún- um skipt í tvo hópa með bráðabirgðavegg á milli. Kýr eru þar mjólkaðar á mjalta- bás, og voru júgurhraustar kýr mjólkaðar fyrst hverju sinni. Reynt var um skeið að nota aðeins einn mjaltaklút til þess að hreinsa júgur hverrar kýr, en síðan var notuð spenaídýfa með joðblöndu á alla spena eftir mjaltir, einnota pappírsþurrk- ur með sótthreinsunarefni í og sett geld- stöðulyf í alla spena við geldingu kúa. Vandamálið þar er fjósgerðin, sem er pall- eða lausgöngufjós og ekki unnt að breyta á skömmum tíma. Aðgerðir þessar voru bæði dýrar og tímafrekar, en bóndinn ákvað að berjast til þrautar við þennan vágest, sem olli honum árlega miklu fjár- hagstjóni. Rétt er að taka fram, að aðgerðir gegn júgurbólgu gefa sjaldan vonir um full- komna lækningu. Til þess eru einkum líf- fræðilegar orsakir hjá kúm með gamla, króníska júgurbólgu. Er þá oft hluti mjólkurvefsins varanlega skemmdur, og í staðinn myndast örvefur (bris, hnyklar), þar sem lyf komast ekki að vegna skemmdra mjólkurrása. I þessum örvef hreiðia gerlarnir um sig og breiðast þaðan út í umliggjandi mjólkurvef, þegar mót- stöðuafl kýrinnar minnkar einhverra hluta vegna. Þessar rannsóknir og fjöldi annarra sýna þó, að með tilkomu júgurbólgurann- sóknarstofu, sem getur kortlagt allt júgur- smit í fjósum ásamt hreinræktun júgur- bólgugerla, sem eru að verki hverju sinni, og rannsókn á, hvaða lyf ber að nota með beztum árangri, batnar öll aðstaða og vonir vakna í baráttunni við þennan al- genga sjúkdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.