Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 77
ÁHRIF DRÁTTARVÉLAUMFERÐAR Á JARÐVEG OG GRÓÐUR 75
kg/ha
5. mynd. Köfnunarefni, fosfór, kalsíum og kalíum, sem borist hefur með uppskeru burt úr tilraun nr.
219-68. Punktalínurnar tákna hve mikið var borið á af N, P og K.
Figure 5. N„ P, Ca, K recovered in theyield of experiment no. 219-68. The broken horizontal lines denote the level of
application of N, P and K.
uðum jarðvegi er lakari loftræsting en í
lausum jarðvegi. Par sem lítið er um
óbundið súrefni í jarðvegi, verður mikið
um mangan og reyndar fleiri næringarefni
í þeirri mynd, að plöntur eiga hægt með að
taka þau upp (Nylec Brady, 1974).
Aukið mangan í uppskeru bendir því til
þess, að jarðvegurinn í umferðarreitunum
hafi þjappazt saman og loftrými hans
minnkað.
I tilraun nr. 219-68 voru fleiri efni mæld
í uppskeru heldur en í hinum tilraununum
tveimur. A 4. mynd má sjá samandregið
yfirlit um niðurstöður efnagreininga úr til-
rauninni. Par er niðurstöðum úr öllum
umferðarliðum slegið saman í eitt og eins
úr öllum þeim liðum, sem ekki var ekið
um, hvort heldur sem á þá hafði verið
borið kalk eða ekki. Eins og fram kemur á
myndinni, er styrkleiki þeirra efna, sem
mæld voru, svipaður í umferðarliðum og
hinum, sem ekki var ekið um. Pó kemur
fram nokkur munur á 4. og 5. ári til-
raunarinnar og þar á eftir, og má vera, að
sá munur stafi að einhverju leyti af breyttu
gróðurfari. Athyglisverður munur kemur
fram í próteínmagni í síðari slætti.
Par sem uppskera er minni af þeim reit-
um, sem ekið er um, en hinum og styrk-
leiki einstakra efna ámóta eða minni,
verður efnamagn í kg mun minna í upp-
skeru umferðarreitanna en hinna. Petta
kemur skýrt fram á 5. mynd, þar sem sýnt
er, hversu mörg kg af köfnunarefni, fosfór
og kalí ásamt kalsíum hafa verið flutt burt
af ha með uppskeru ár hvert. Einnig er þar
sýnt með brotinni línu, hve mikið var
borið á af köfnunarefni, fosfór og kalí ár-
lega. Aburður á umferðarliðunum nýttist
mun ver en á þeim, sem ekki var ekið um.
Petta verður einkum áberandi, þegar líður
á tilraunatímann. I 16. töflu kemur fram,
hve mikill hluti áborinna næringarefna
hefur skilað sér aftur í uppskeru. Mun
minna hefur skilað sér aftur af áburðinum
í umferðarreitunum en hinum eða minna