Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 43
ISL. LANDBÚN.
J. agr. res. icel. 1979 11, 1-2: 41-54
Júgurbólga í íslenzkum kúm
og lyfjagjöf við henni
Guðbrandur E. Hlíðar,
Dýralœknir.
Mjólkursamsalan, Reykjavík.
YFIRLIT
I grein þessari er skýrt frá júgurbólgurannsóknum á íslandi frá upphafi (1967-77), alls í 10 ár.
Fyrstu þrjú árin var útbreiðslajúgurbólgu könnuð á afmörkuðu svæði, í nærsveitum Reykjavíkur, en frá
1970 meðal mjólkurframleiðenda um land allt, — þeirra, sem búa við óviðráðanlega erfiðleika af völdum
júgurbólgu. A þessum sjö árum voru rannsökuð spenasýni úr 11,387 kúm, og fannst júgurbólga í 5,415
þeirra í 21,660 júgurhlutum (smitaðar kýr 48.34% rannsakaðra kúa og í tæplega tveimur júgurhlutum
hverrar kýr).
Næmispróf á fundnum klasagerlum var kannað gegn 8 tegundum fúkalyfja.
Um 75% fundinnar júgurbólgu valda gulir klasagerlar (staph. aureus).
INNGANGUR
Um bessar mundir eru liðin rúmlega tíu
ár, síðan júgurbólgurannsóknir hófust í
rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík. Var það í fyrsta sinn, sem slík-
ar rannsóknir fóru fram hér á landi. I
upphafi var ákveðið að einbeita sér að
skipulegri leit að júgurbólgu á tak-
mörkuðu svæði, sem nær yfir Gullbringu-
og Kjósarsýslu og fjóra syðstu hreppa
Borgaríjarðarsýslu, þ. e. meðal allra
þeirra mjólkurframleiðenda, sem senda
mjólk daglega í Mjólkursamsöluna til
vinnslu.
Yfirlit um íslenzkar júgurbólgurannsóknir
Árið 1967 hófst á rannsóknarstofu
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík skipu-
lögð könnun á útbreiðslu júgurbólgu á því
svæði, þar sem mjólkurframleiðendur
senda mjólk sína daglega til M. S. Stóðu
þær rannsóknir í þrjú ár og leiddu í ljós
verulega útbreidda júgurbólgu á svæðinu
og verulegt júgurbólguvandamál á all-
nokkrum býlum (13-14%).
Árið 1970 var í fyrsta sinn veittur nokk-
ur fjárstyrkur á fjárlögum Alþingis til
þessara rannsókna, og hefur hann verið
endurnýjaður árlega síðan. Var þá
ákveðið að veita öllum mjólkur-
framleiðendum landsins, sem að mati
dýralækna og bænda eiga í verulegum
erfiðleikum vegna júgurbólgu, ókeypis
þessa þjónustu rannsóknarstofunnar.
Á þeim sjö árum, sem síðan eru liðin,