Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 35

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 35
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1979 11, 1-2: 33-39 Kóbolt í íslenzku grasi Björn (3uðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson Tilraunastöð háskólans í meinafrœöi, Keldum YFIRLIT. Mælt hefur verið kóbolt í 84 sýnum úr grasi og heyi víðs vegar af Islandi. Miðað við þarfir skepna mæidist nóg kóbolt alls staðar nema í sýnum frá Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Þar eru tún ræktuð á skeljasandi. Kölkun túna virtist ekki minnka kóbolt í grasi. Lýst er aðferð við mæiingu á kóbolti og rædd nákvæmni og skekkjuvaldar. INNGANGUR Kóbolt er nauðsynlegt snefilefni fyrir dýr. Kóboltskortur á háu stigi er mjög afdrifa- ríkur. Myndun rauðra blóðkorna truflast, og blóðrauði verður lítill í blóðinu af þeim sökum. Skepnan verður blóðlaus, eins og sagt er. Þessu fylgja vond þrif. Ef kóbolt- skorturinn kemst á hátt stig, verða skepn- urnar grænhoraðar. Kóbolt verkar ein- göngu bundið í B12 bætiefni í líkamanum (5). Talið er, að 0,07 - 0,08 ppm (mg/kg) af kóbolti í þurrefni fóðurs dugi handa sauðfé og nautgripum. Lömb þurfa þó allt að 0,11 ppm (5). Samkvæmt sömu heimild er bezta aðferðin til að kanna kóboltið í næringunni að mæla B12 bætiefni í blóði gripanna. A tilraunastöðinni á Keldum hafa verið gerðar allvíðtækar tilraunir með kóbolt í næringu sauðfjár og nautgripa (1). Arin 1947 — 1948 voru gerðar tilraunir á vegum tilraunastöðvarinnar með að gefa kúm kóbolt til að kanna, hvort það hefði áhrif á 3 bráðadauða og hvort dauðsföllum af völdum þessa sjúkdóms fækkaði við það að gefa skepnunum kóbolt. Arangur af þessu varð enginn. Arið 1948 lét Björn Sigurðsson mæla kóbolt í líffærum nokk- urra gripa, og var það gert erlendis. Kó- boltmagnið reyndist eðlilegt. Tilraunir voru gerðar árið 1963 með kóboltinngjafir í sauðfé til að kanna, hvort það hefði áhrif á vænleika þess. Arangur af þessu virtist enginn. Arin 1963 og 1964 var mæltkóbolt og B12 í lifrum haustlamba. B12 reyndist nægjanlegt í öllum lifrum, sem athugaðar voru. Meðalgildi var 1,50 míkrógrömm í g af nýrri lifur óþurrkaðri. Kóbolt var mælt í nokkrum lifrum til samanburðar við B12- gildin. Fjórar lifrar reyndust hafa að meðaltali 0,24 míkrógrömm í g af þurr- efni. Þessar niðurstöður staðfesta, að 90 — 100 % af kóboltinu eru bundin í B12 bæti- efni (1). I sambandi við beitartilraun (ICE/73/ 003), sem styrktar eru af Sameinuðu þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.