Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 63
ÁHRIF DRÁTTARVÉLAUMFERÐAR Á JARÐVEG OG GRÓÐUR 61
en unnið með jarðvegstætara vorið 1966.
Aður en sáð var í tilraunalandið, var það
valtað. Sáð var í landið 23. júní 1966 20 kg
af grasfræsblöndu á ha. Stærð til-
raunareita var 4x8,9 = 35,6 m2. Samreitir
voru 4.
A 4. töflu má sjá, hvenær ekið var um þá
liði tilraunarinnar, sem aka átti um, og að
nokkru leyti ástand jarðvegs og gróðurs,
þegar um þá var ekið.
Tilraun nr. 219—68 var þannig:
I. Engin umferð um landið.
II. Ekið um landið með dráttarvél.
a. Ekki kalkað.
b. 12 tonn af Akranesskalki á ha.
c. 12 tonn af byggingarkalki á ha.
d. 12 tonn af sementi á ha.
Það, sem hér er kallað Akranesskalk, er
hreinsaður og malaður skeljasandur af
botni Faxaflóa, en Sementsverksmiðja
ríkisins á Akranesi seldi hann sem áburð-
arkalk.
Sá hluti mýrarinnar við Vatnshamra-
vatn, sem þessi tilraun var á, var ræstur
fram með opnum skuðum árið 1965.
Landið var unnið með plógherfi, jafnað og
kýft árið 1967. Vorið 1968 var til-
raunalandið unnið með tætara og kalkið
og sementið tætt saman við jarðveginn.
Sáð var í tilraunina 11. júní, eftir að landið
hafði verið valtað. Sáðmagn var haft 25 kg
á ha. Stærð tilraunareita var 4X 9 = 36 m2.
Samreitir voru 4.
I skeljakalkinu frá Akranesi voru 35,5%
kalsíum, í byggingarkalkinu (kalksýring-
ur CaO) voru 68% kalsíum í sementinu.
Ekið var um tilraunina að vori, og kem-
ur fram í 5. töflu, hvenær það var ár hvert.
Eftirtöldum aðferðum var beitt við þær
rannsóknir, sem gerðar voru á gróðri,
jarðvegi og uppskeru af tilraununum:
5. TAFLA.
Dagsetning fyrir akstur, vél sem notuð var og ástand jarðvegs og gróðurs í tilraun nr. 219-68.
TABLE 5.
Dates of tractor treatments, type of tractor used and condition of soil and vegetation in experiment no.
219-68.
Ár Year Dagsetning Date Ástand jarðvegs og gróðurs Condition of soil and vegetation Dráttarvél Tractor
1969 27. maí Jarðvegur þurr og þíður Deutz
1970 1971 15. maí 18. maí Soil dry, melting of ice completed Jarðvegur blautur 25 cm niður á 15 cm klaka Zetor
1972 8. maí Soil wet (25cm) and below layer ofice (15cm) Jarðvegur þurr og þíður, Grasið 10 cm hátt Ferguson
1973 22. maí Soil dry, melting ofice completed. Grass 10 cm high Jarðvegur þurr og þíður Ferguson
1974 23. maí Soil dry, meldng of ice completed Jarðvegur blautur, þunnur og klaki í jörðu International
1975 27. maí Soil wet, a thin layer of ice Jarðvegur blautur, þunnur klaki í jörðu. Grasið 6-8 cm hátt Farmall Deutz
Soil wet, a thin layer of ice, Grass 6-8 cm high