Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 71

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Blaðsíða 71
ÁHRIF DRÁTTARVÉLAUMFERÐAR Á JARÐVEG OG GRÓÐUR 69 mosa. Til mýragróðurs eru þá taldar starir, fifa, elfting og axhæra. Þessi gróð- urfarsbreyting á troðnu reitunum bendir í sömu átt og niðurstöður j'arðvegsrann- sókna, sem getið verður síðar, að jarðveg- ur verði vatnsmeiri og súrefnissnauðari við umferð dráttarvéla en án hennar. Blávingull er áberandi í tilrauninni, enda var hann'algengur í þúfnakollum í mýrinni, áður en hún var tekin til ræktun- ar. Af þeim grösum, sem voru í fræblönd- unni, sem sáð var, stendur vallarfoxgrasið sig bezt. I þeim hluta tilraunarinnar, sem köfnunarefni var borið á, vex hlutdeild vallarfoxgrassins í gróðurfarinu við umferð, og það verður langmest áberandi grastegundin. Hlutur vallarsveifgrass og túnvinguls hefur minnkað stórlega. Stofn sá, er notaður var af vallarsveifgrasi, virð- ist alls ekki hafa lifað í túninu, og er lítill munur á troðnum og ótroðnum reitum, því er hlutdeild vallarsveifgrass varðar. Túnvingullinn er hins vegar áberandi minni í troðnu reitunum en hinum ótroð- nu, nema þar sem ekið er um að hausti. Petta vekur grun um, að stofn sá af tún- vingli, er hér var notaður, hafi verið viðkvæmur fyrir bælingu að vori, en ekki voru gerðar neinar athuganir á því hvort meiri skemmdir sæjust á túnvingli en öðr- um grösum eftir umferð. Niðurstöður gróðurfarsgreiningarinnar í tilraunl84—66 sýna ótvírætt, að stofn sá af túnvingli, sem sáð var, þolir traðk og umferð illa. Árið 1975 var gerð oddamæling á til- raun nr. 219-68 til að finna hlutdeild ein- stakra plöntutegunda í gróðurfari. Til- raunin hafði þá staðið í 6 ár (12. tafla). Ekki er verulegur munur á gróðurfari á milli kalkaðra og ókalkaðra liða. Munur milli reita, sem aldrei var ekið á, og hinna, sem umferð var um, styður niðurstöður gróðurfarsgreiningar í tilraun 184—66. Hlutdeild vallarfoxgrassins eykst við umferð, túnvingull minnkar, en vallar- sveifgrasið hverfur mikið til úr öllum liðum. Starir, haugarfi og varpasveifgras finnast aðeins í troðnum reitum. Sumurin 1968 og 1969 var kal í túnum í Borgarfirði. Ekki var kal áberandi á til- raunalandinu, en gróður grisjaðist. Hinn 12. júní 1968 var metið, hve mikið gróður hefði grisjazt í tilraun 184—66. Grisjun var eingöngu metin á þeim reitum, sem borið var á köfnunarefni. Athyglisverðast við niðurstöðurnar er, að grisjunin er talin vera minnst á þeim reitum, sem ekið hafði verið um röskum hálfum mánuði fyrr, 27. maí, en mest á h- og j- liðum, sem ekið var um sumarið og haustið áður. Samkvæmt gróðurfarsdagbók á Hvanneyri var gróður 27. maí, þegar ekið var um tilraunina í fyrra skiptið um vorið, rétt að byrja að taka við sér, en tók mikinn kipp þar á eftir. Þá var enn frost í jörðu og um 25—30 cm niður á klaka. JARÐVEGUR Árið 1967 voru tekin jarðvegssýni úr 4 liðum tilraunar nr. 152—64 og mælt, hve mikið vatn var í sýnunum við töku, og rúmþyngd jarðvegsins. Niðurstöður mælinganna eru settar fram í 13. töflu. I sýnunum úr troðnu reitunum (c) er meira vatn en þeim ótroðnu (a). Ef reiknað er með því, að eðlisþyngd mýrajarðvegs sé 1,6 (Sigfús Ólafsson, 1974, Óttar Geirsson, 1966), fæst, að vatnið í troðnu reitunum hafi verið 80% af holurými jarð- vegsins, en 66% í hinum ótroðnu. Rúmþyngd jarðvegsins bendir til þess, að heildarholurými jarðvegs úr troðnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.