Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 35
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1979 11, 1-2: 33-39
Kóbolt í íslenzku grasi
Björn (3uðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson
Tilraunastöð háskólans í meinafrœöi, Keldum
YFIRLIT.
Mælt hefur verið kóbolt í 84 sýnum úr grasi og heyi víðs vegar af Islandi. Miðað við þarfir skepna mæidist
nóg kóbolt alls staðar nema í sýnum frá Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Þar eru tún ræktuð á
skeljasandi. Kölkun túna virtist ekki minnka kóbolt í grasi. Lýst er aðferð við mæiingu á kóbolti og rædd
nákvæmni og skekkjuvaldar.
INNGANGUR
Kóbolt er nauðsynlegt snefilefni fyrir dýr.
Kóboltskortur á háu stigi er mjög afdrifa-
ríkur. Myndun rauðra blóðkorna truflast,
og blóðrauði verður lítill í blóðinu af þeim
sökum. Skepnan verður blóðlaus, eins og
sagt er. Þessu fylgja vond þrif. Ef kóbolt-
skorturinn kemst á hátt stig, verða skepn-
urnar grænhoraðar. Kóbolt verkar ein-
göngu bundið í B12 bætiefni í líkamanum
(5).
Talið er, að 0,07 - 0,08 ppm (mg/kg) af
kóbolti í þurrefni fóðurs dugi handa sauðfé
og nautgripum. Lömb þurfa þó allt að
0,11 ppm (5). Samkvæmt sömu heimild er
bezta aðferðin til að kanna kóboltið í
næringunni að mæla B12 bætiefni í blóði
gripanna.
A tilraunastöðinni á Keldum hafa verið
gerðar allvíðtækar tilraunir með kóbolt í
næringu sauðfjár og nautgripa (1). Arin
1947 — 1948 voru gerðar tilraunir á vegum
tilraunastöðvarinnar með að gefa kúm
kóbolt til að kanna, hvort það hefði áhrif á
3
bráðadauða og hvort dauðsföllum af
völdum þessa sjúkdóms fækkaði við það
að gefa skepnunum kóbolt. Arangur af
þessu varð enginn. Arið 1948 lét Björn
Sigurðsson mæla kóbolt í líffærum nokk-
urra gripa, og var það gert erlendis. Kó-
boltmagnið reyndist eðlilegt. Tilraunir
voru gerðar árið 1963 með kóboltinngjafir
í sauðfé til að kanna, hvort það hefði áhrif
á vænleika þess. Arangur af þessu virtist
enginn. Arin 1963 og 1964 var mæltkóbolt
og B12 í lifrum haustlamba. B12 reyndist
nægjanlegt í öllum lifrum, sem athugaðar
voru. Meðalgildi var 1,50 míkrógrömm í g
af nýrri lifur óþurrkaðri. Kóbolt var mælt í
nokkrum lifrum til samanburðar við B12-
gildin. Fjórar lifrar reyndust hafa að
meðaltali 0,24 míkrógrömm í g af þurr-
efni. Þessar niðurstöður staðfesta, að 90 —
100 % af kóboltinu eru bundin í B12 bæti-
efni (1).
I sambandi við beitartilraun (ICE/73/
003), sem styrktar eru af Sameinuðu þjóð-