Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 43

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Síða 43
ISL. LANDBÚN. J. agr. res. icel. 1979 11, 1-2: 41-54 Júgurbólga í íslenzkum kúm og lyfjagjöf við henni Guðbrandur E. Hlíðar, Dýralœknir. Mjólkursamsalan, Reykjavík. YFIRLIT I grein þessari er skýrt frá júgurbólgurannsóknum á íslandi frá upphafi (1967-77), alls í 10 ár. Fyrstu þrjú árin var útbreiðslajúgurbólgu könnuð á afmörkuðu svæði, í nærsveitum Reykjavíkur, en frá 1970 meðal mjólkurframleiðenda um land allt, — þeirra, sem búa við óviðráðanlega erfiðleika af völdum júgurbólgu. A þessum sjö árum voru rannsökuð spenasýni úr 11,387 kúm, og fannst júgurbólga í 5,415 þeirra í 21,660 júgurhlutum (smitaðar kýr 48.34% rannsakaðra kúa og í tæplega tveimur júgurhlutum hverrar kýr). Næmispróf á fundnum klasagerlum var kannað gegn 8 tegundum fúkalyfja. Um 75% fundinnar júgurbólgu valda gulir klasagerlar (staph. aureus). INNGANGUR Um bessar mundir eru liðin rúmlega tíu ár, síðan júgurbólgurannsóknir hófust í rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Var það í fyrsta sinn, sem slík- ar rannsóknir fóru fram hér á landi. I upphafi var ákveðið að einbeita sér að skipulegri leit að júgurbólgu á tak- mörkuðu svæði, sem nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu og fjóra syðstu hreppa Borgaríjarðarsýslu, þ. e. meðal allra þeirra mjólkurframleiðenda, sem senda mjólk daglega í Mjólkursamsöluna til vinnslu. Yfirlit um íslenzkar júgurbólgurannsóknir Árið 1967 hófst á rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík skipu- lögð könnun á útbreiðslu júgurbólgu á því svæði, þar sem mjólkurframleiðendur senda mjólk sína daglega til M. S. Stóðu þær rannsóknir í þrjú ár og leiddu í ljós verulega útbreidda júgurbólgu á svæðinu og verulegt júgurbólguvandamál á all- nokkrum býlum (13-14%). Árið 1970 var í fyrsta sinn veittur nokk- ur fjárstyrkur á fjárlögum Alþingis til þessara rannsókna, og hefur hann verið endurnýjaður árlega síðan. Var þá ákveðið að veita öllum mjólkur- framleiðendum landsins, sem að mati dýralækna og bænda eiga í verulegum erfiðleikum vegna júgurbólgu, ókeypis þessa þjónustu rannsóknarstofunnar. Á þeim sjö árum, sem síðan eru liðin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.